Erlendar Andy Cole á leið til Portsmouth? Breska sjónvarpsstöðin Sky fullyrðir á vefsíðu sinni í kvöld að framherjinn Andy Cole hafi verið í læknisskoðun hjá Portsmouth í kvöld og eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í samningi við félagið. Cole hefur sjálfur sagt að hann hafi áhuga á að fara frá Manchester City til Portsmouth, en það kemur væntanlega í ljós á morgun hvort af félagaskiptunum verður. Sport 30.8.2006 21:42 Pongolle til Spánar Franski framherjinn Florent Sinama-Pongolle hjá Liverpool er genginn í raðir spænska liðsins Recreativo sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Pongolle hefur skrifað undir eins árs samning við ítalska liðið, en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool og var hjá Blackburn sem lánsmaður á síðustu leiktíð. Fótbolti 30.8.2006 21:39 Juventus mætir Rimini í fyrsta leik Í dag var loksins gefin út leikjaniðurröðun í ítalska boltanum, en miklar tafir hafa orðið á því í kjölfar knattspyrnuskandalsins sem tröllriðið hefur Ítalíu í sumar. Stórlið Juventus spilar sinn fyrsta leik í B-deildinni á útivelli 9 september gegn smáliði Rimini sem var í fallbaráttu í deildinni á síðustu leiktíð. Fótbolti 30.8.2006 21:25 Sex leikir fóru fram í kvöld Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld og þar voru Íslendingar í eldlínunni á nær öllum vígstöðvum eins og venjulega. Sport 30.8.2006 20:28 Ullrich og T-Mobile komast að samkomulagi Forráðamenn hjólreiðaliðsins T-Mobile hafa komist að samkomulagi við hjólreiðamanninn Jan Ullrich um að rifta samningi hans í kjölfar þess að hann var sakaður um að hafa misnotað lyf fyrr í sumar. Ullrich var í fyrstu rekinn umsvifalaust frá liðinu, en Ullrich var mjög ósáttur við þá niðurstöðu og eftir stíf fundarhöld hefur nú náðst samkomulag milli hans og liðsins. Sport 30.8.2006 20:00 Nadal í aðra umferð Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal komst í dag í aðra umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Mark Philippoussis 6-4, 6-4 og 6-4. Þá eru fyrrum sigurvegarar á mótinu Lleyton Hewitt og Marat Safin einnig komnir áfram eftir góða sigra. Sport 30.8.2006 19:51 Thatcher fær sekt og bann hjá City Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City hafa tilkynnt að varnarmaðurinn Ben Thatcher hafi verið settur í sex leikja bann og verið gert að greiða sem nemur sex vikna launum hjá félaginu fyrir líkamsárás hans á Pedro Mendes, leikmann Portsmouth í leik liðanna á dögunum. Sport 30.8.2006 19:08 Charlton kaupir Diawara Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur fest kaup á senegalska landsliðsmanninum Souleymane Diawara frá franska félaginu Sochaux fyrir 3,7 milljónir punda og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann er áttundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Charlton í sumar. Sport 30.8.2006 19:03 Landsliðið leikur sjö æfingaleiki fyrir HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur væntanlega sjö landsleiki í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári, en mikil eftirvænting ríkir nú þar í landi fyrir mótinu og aðgöngumiðar renna út eins og heitar lummur. Sport 30.8.2006 18:16 Framtíð Carlos Tevez enn óljós Bresku slúðurblöðin hafa mikinn áhuga á máli argentínska framherjans Carlos Tevez hjá Corinthians í Brasilíu, en framherjinn ungi og öflugi hefur verið orðaður við Manchester United og Arsenal á síðustu dögum. Blöðunum ber ekki saman um hvar hann kemur til með að enda, en nú styttist óðum í að félagaskiptaglugginn lokist í Evrópu. Sport 30.8.2006 15:26 Ferdinand æfði einn í dag Miðvörðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United æfði ekki með félögum sínum í enska landsliðinu á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikina gegn Andorra og Makedóníu í undankeppni EM, heldur æfði hann einn síns liðs. Ferdinand er enn ekki orðinn góður af támeiðslunum sem hann varð fyrir í leik Manchester United og Watford á dögunum. Sport 30.8.2006 15:16 Andi Zidane svífur enn yfir okkur Franska landsliðið er nú að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir fyrstu tvo leiki sína í undankeppni EM 2008, en eins og allir vita verður liðið án aðalstjörnu sinnar Zinedine Zidane sem lagði skóna á hilluna eftir skrautlegt heimsmeistaramót í sumar. Sport 30.8.2006 15:03 Stutt gaman hjá Boskamp í Belgíu Ferill hollenska knattspyrnuþjálfarans Johan Boskamp hjá liði Standard Liege í Belgíu varð ekki sérlega langur eða glæsilegur, því á blaðamannafundi í dag verður tilkynnt að honum hafi verið sagt upp störfum. Liðið hafnaði í öðru sæti í deildinni á síðustu leiktíð en undir stjórn Boskamp hefur það aðeins fengið tvö stig úr fyrstu fjórum leikjunum í sumar. Boskamp var áður stjóri Stoke City á Englandi. Sport 30.8.2006 14:52 Neil Mellor farinn til Preston Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool seldi í dag sóknarmanninn Neil Mellor til 1. deildarliðs Preston en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Mellor er 23 ára gamall og hefur átt við mikil og erfið meiðsli að stríða undanfarið. Hann gerði garðinn frægan með varaliði Liverpool þar sem hann skoraði grimmt, en náði aldrei að festa sig í sessi með aðalliðinu þrátt fyrir lipra spretti. Sport 30.8.2006 14:00 Portsmouth gerir tilboð í Andy Cole Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur nokkuð óvænt gert Manchester City kauptilboð í fyrrum landsliðsframherjann Andy Cole hjá Manchester City. Cole er 34 ára gamall og er nýstiginn upp úr erfiðum hnémeiðslum sem hann hlaut undir lok tímabilsins í vor. Sport 30.8.2006 13:50 Gravesen til Celtic Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur gengið frá þriggja ára samningi við Glasgow Celtic í Skotlandi, en félagið festi í dag kaup á honum frá spænska félaginu Real Madrid. Í gær bárust þær fréttir að slitnað hefði upp úr viðræðum milli leikmannsins og forráðamanna Celtic, en þær reyndust ekki á rökum reistar. Fótbolti 30.8.2006 14:08 Lee verður áfram hjá Tottenham Suður-Kóreumaðurinn Lee Young-Pyo verður áfram í herbúðum Tottenham eftir að uppúr slitnaði í samningaviðræðum hans og forráðamanna ítalska félagsins Roma. Félögin höfðu komist að samkomulagi um kaupverðið og ekkert því til fyrirstöðu að leikmaðurinn færi til Ítalíu, en hann bakkaði út úr viðræðum á síðustu stundu og hætti við allt saman. Sport 30.8.2006 13:45 Leroy Lita í haldi lögreglu Leroy Lita, framherji Íslendingaliðsins Reading í ensku úrvalsdeildinni, er nú í haldi lögreglu eftir að hann gaf sig fram í tengslum við líkamsárás á næturklúbbi í Bristol aðfararnótt sunnudags. Lita er sagður hafa skallað annan mann á klúbbnum og á yfir höfði sér kæru fyrir líkamsárás. Lita verður væntanlega laus úr haldi gegn tryggingu í dag, en málið er í rannsókn. Sport 30.8.2006 13:40 Kiel lagði Hamburg Tveir leikir fóru fram í annari umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær. Meistarar Kiel unnu góðan sigur á Hamburg á útivelli 38-30, eftir að hafa verið undir 14-13 í hálfleik. Þá unnu nýliðar Eintracht Hildesheim góðan sigur á Kronau Östringen 35-27. Sport 30.8.2006 13:13 Grikkir og Bandaríkjamenn í undanúrslit Evrópumeistarar Grikkja og Bandaríkjamenn tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Grikkir unnu Frakka auðveldlega 73-56 í morgun og í hádeginu lögðu Bandaríkjamenn Þjóðverja 85-65, þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta í sóknarleiknum. Körfubolti 30.8.2006 12:33 Tilboði Liverpool í Lucas Neill hafnað Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hafnaði í morgun 2 milljón punda tilboði Liverpool í ástralska varnarmanninn Lucas Neill, sem sagður er vilja fara frá Blackburn. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og hefur neitað að framlengja við félagið, svo talið er að hann muni fara frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. Sport 30.8.2006 12:24 Aston Villa kaupir Petrov Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur fest kaup á búlgarska miðjumanninum Stilian Petrov frá Glasgow Celtic í Skotlandi fyrir um 6,5 milljónir punda. Petrov var lykilmaður í liði Celtic undir stjórn Martin O´Neill á sínum tíma og ætti því ekki að verða í vandræðum með að falla inn í lið Aston Villa í dag, þar sem O´Neill er nú við stjórnvölin. Petrov skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Sport 30.8.2006 12:18 Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Fótbolti 29.8.2006 20:43 Stokkhólmsslagurinn leystist upp Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Fótbolti 29.8.2006 20:44 Landsliðsfyrirliðinn hógvær eftir sigurmarkið gegn Celta Vigo Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins þrettán mínútur að stimpla sig inn í spænska boltann en hann gerði sigurmark Spánar- og Evrópumeistara Barcelona gegn Celta Vigo í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar. Mark Eiðs kom tveim mínútum fyrir leikslok en honum var skipt inn á fyrir Ludovic Guily stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar staðan í leiknum var 2-2. Fótbolti 29.8.2006 20:43 Govou framlengir við Lyon Franski landsliðsmaðurinn Sidney Govou hefur framlengt samning sinn við Frakklandsmeistara Lyon til ársins 2008. Govou er 27 ára gamall sóknarmaður og hefur verið í herbúðum Lyon í nær áratug, en nokkur lið í Evrópu höfðu verið að bera víurnar í hann á síðustu vikum, þar á meðal enska liðið Aston Villa. Sport 29.8.2006 21:18 Genginn í raðir Atalanta Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar. Fótbolti 29.8.2006 21:10 Bolton kaupir Írana Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur fest kaup á íranska landsliðsmanninum Andranik Teymourian, en hann er miðjumaður og kemur frá liði í heimalandi sínu. Hann er 23 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir þjóð sína. Sam Allardyce segir leikmanninn vafalítið eiga eftir að spjara sig í úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu á HM í sumar. Sport 29.8.2006 19:34 Don Nelson tekinn aftur við liði Golden State Gamla brýnið Don Nelson er kominn aftur á hliðarlínuna í NBA deildinni eftir stutta fjarveru, en í kvöld verður hann kynntur sem næsti þjálfari Golden State Warriors. Félagið hefur rift samningi við Mike Montgomery og verður undir leiðsögn Nelson á næstu leiktíð. Liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 1994, en þá var Nelson einmitt þjálfari liðsins. Körfubolti 29.8.2006 18:10 Van Bommel til Bayern Þýsku meistararnir Bayern Munchen gengu í gær frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Mark Van Bommel frá Evrópumeisturum Barcelona. Kaupverðið er sagt vera um 6 milljónir evra og hefur Van Bommel skrifað undir þriggja ára samning við Bayern. Þar verður honum ætlað að fylla skarð Michael Ballack, en hann verður eflaust óður í að fá að sanna sig eftir að hafa lítið fengið að spila með Barcelona á síðustu leiktíð. Fótbolti 29.8.2006 16:48 « ‹ 123 124 125 126 127 128 129 130 131 … 264 ›
Andy Cole á leið til Portsmouth? Breska sjónvarpsstöðin Sky fullyrðir á vefsíðu sinni í kvöld að framherjinn Andy Cole hafi verið í læknisskoðun hjá Portsmouth í kvöld og eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í samningi við félagið. Cole hefur sjálfur sagt að hann hafi áhuga á að fara frá Manchester City til Portsmouth, en það kemur væntanlega í ljós á morgun hvort af félagaskiptunum verður. Sport 30.8.2006 21:42
Pongolle til Spánar Franski framherjinn Florent Sinama-Pongolle hjá Liverpool er genginn í raðir spænska liðsins Recreativo sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Pongolle hefur skrifað undir eins árs samning við ítalska liðið, en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool og var hjá Blackburn sem lánsmaður á síðustu leiktíð. Fótbolti 30.8.2006 21:39
Juventus mætir Rimini í fyrsta leik Í dag var loksins gefin út leikjaniðurröðun í ítalska boltanum, en miklar tafir hafa orðið á því í kjölfar knattspyrnuskandalsins sem tröllriðið hefur Ítalíu í sumar. Stórlið Juventus spilar sinn fyrsta leik í B-deildinni á útivelli 9 september gegn smáliði Rimini sem var í fallbaráttu í deildinni á síðustu leiktíð. Fótbolti 30.8.2006 21:25
Sex leikir fóru fram í kvöld Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld og þar voru Íslendingar í eldlínunni á nær öllum vígstöðvum eins og venjulega. Sport 30.8.2006 20:28
Ullrich og T-Mobile komast að samkomulagi Forráðamenn hjólreiðaliðsins T-Mobile hafa komist að samkomulagi við hjólreiðamanninn Jan Ullrich um að rifta samningi hans í kjölfar þess að hann var sakaður um að hafa misnotað lyf fyrr í sumar. Ullrich var í fyrstu rekinn umsvifalaust frá liðinu, en Ullrich var mjög ósáttur við þá niðurstöðu og eftir stíf fundarhöld hefur nú náðst samkomulag milli hans og liðsins. Sport 30.8.2006 20:00
Nadal í aðra umferð Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal komst í dag í aðra umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Mark Philippoussis 6-4, 6-4 og 6-4. Þá eru fyrrum sigurvegarar á mótinu Lleyton Hewitt og Marat Safin einnig komnir áfram eftir góða sigra. Sport 30.8.2006 19:51
Thatcher fær sekt og bann hjá City Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City hafa tilkynnt að varnarmaðurinn Ben Thatcher hafi verið settur í sex leikja bann og verið gert að greiða sem nemur sex vikna launum hjá félaginu fyrir líkamsárás hans á Pedro Mendes, leikmann Portsmouth í leik liðanna á dögunum. Sport 30.8.2006 19:08
Charlton kaupir Diawara Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur fest kaup á senegalska landsliðsmanninum Souleymane Diawara frá franska félaginu Sochaux fyrir 3,7 milljónir punda og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann er áttundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Charlton í sumar. Sport 30.8.2006 19:03
Landsliðið leikur sjö æfingaleiki fyrir HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur væntanlega sjö landsleiki í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári, en mikil eftirvænting ríkir nú þar í landi fyrir mótinu og aðgöngumiðar renna út eins og heitar lummur. Sport 30.8.2006 18:16
Framtíð Carlos Tevez enn óljós Bresku slúðurblöðin hafa mikinn áhuga á máli argentínska framherjans Carlos Tevez hjá Corinthians í Brasilíu, en framherjinn ungi og öflugi hefur verið orðaður við Manchester United og Arsenal á síðustu dögum. Blöðunum ber ekki saman um hvar hann kemur til með að enda, en nú styttist óðum í að félagaskiptaglugginn lokist í Evrópu. Sport 30.8.2006 15:26
Ferdinand æfði einn í dag Miðvörðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United æfði ekki með félögum sínum í enska landsliðinu á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikina gegn Andorra og Makedóníu í undankeppni EM, heldur æfði hann einn síns liðs. Ferdinand er enn ekki orðinn góður af támeiðslunum sem hann varð fyrir í leik Manchester United og Watford á dögunum. Sport 30.8.2006 15:16
Andi Zidane svífur enn yfir okkur Franska landsliðið er nú að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir fyrstu tvo leiki sína í undankeppni EM 2008, en eins og allir vita verður liðið án aðalstjörnu sinnar Zinedine Zidane sem lagði skóna á hilluna eftir skrautlegt heimsmeistaramót í sumar. Sport 30.8.2006 15:03
Stutt gaman hjá Boskamp í Belgíu Ferill hollenska knattspyrnuþjálfarans Johan Boskamp hjá liði Standard Liege í Belgíu varð ekki sérlega langur eða glæsilegur, því á blaðamannafundi í dag verður tilkynnt að honum hafi verið sagt upp störfum. Liðið hafnaði í öðru sæti í deildinni á síðustu leiktíð en undir stjórn Boskamp hefur það aðeins fengið tvö stig úr fyrstu fjórum leikjunum í sumar. Boskamp var áður stjóri Stoke City á Englandi. Sport 30.8.2006 14:52
Neil Mellor farinn til Preston Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool seldi í dag sóknarmanninn Neil Mellor til 1. deildarliðs Preston en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Mellor er 23 ára gamall og hefur átt við mikil og erfið meiðsli að stríða undanfarið. Hann gerði garðinn frægan með varaliði Liverpool þar sem hann skoraði grimmt, en náði aldrei að festa sig í sessi með aðalliðinu þrátt fyrir lipra spretti. Sport 30.8.2006 14:00
Portsmouth gerir tilboð í Andy Cole Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur nokkuð óvænt gert Manchester City kauptilboð í fyrrum landsliðsframherjann Andy Cole hjá Manchester City. Cole er 34 ára gamall og er nýstiginn upp úr erfiðum hnémeiðslum sem hann hlaut undir lok tímabilsins í vor. Sport 30.8.2006 13:50
Gravesen til Celtic Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur gengið frá þriggja ára samningi við Glasgow Celtic í Skotlandi, en félagið festi í dag kaup á honum frá spænska félaginu Real Madrid. Í gær bárust þær fréttir að slitnað hefði upp úr viðræðum milli leikmannsins og forráðamanna Celtic, en þær reyndust ekki á rökum reistar. Fótbolti 30.8.2006 14:08
Lee verður áfram hjá Tottenham Suður-Kóreumaðurinn Lee Young-Pyo verður áfram í herbúðum Tottenham eftir að uppúr slitnaði í samningaviðræðum hans og forráðamanna ítalska félagsins Roma. Félögin höfðu komist að samkomulagi um kaupverðið og ekkert því til fyrirstöðu að leikmaðurinn færi til Ítalíu, en hann bakkaði út úr viðræðum á síðustu stundu og hætti við allt saman. Sport 30.8.2006 13:45
Leroy Lita í haldi lögreglu Leroy Lita, framherji Íslendingaliðsins Reading í ensku úrvalsdeildinni, er nú í haldi lögreglu eftir að hann gaf sig fram í tengslum við líkamsárás á næturklúbbi í Bristol aðfararnótt sunnudags. Lita er sagður hafa skallað annan mann á klúbbnum og á yfir höfði sér kæru fyrir líkamsárás. Lita verður væntanlega laus úr haldi gegn tryggingu í dag, en málið er í rannsókn. Sport 30.8.2006 13:40
Kiel lagði Hamburg Tveir leikir fóru fram í annari umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær. Meistarar Kiel unnu góðan sigur á Hamburg á útivelli 38-30, eftir að hafa verið undir 14-13 í hálfleik. Þá unnu nýliðar Eintracht Hildesheim góðan sigur á Kronau Östringen 35-27. Sport 30.8.2006 13:13
Grikkir og Bandaríkjamenn í undanúrslit Evrópumeistarar Grikkja og Bandaríkjamenn tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Grikkir unnu Frakka auðveldlega 73-56 í morgun og í hádeginu lögðu Bandaríkjamenn Þjóðverja 85-65, þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta í sóknarleiknum. Körfubolti 30.8.2006 12:33
Tilboði Liverpool í Lucas Neill hafnað Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hafnaði í morgun 2 milljón punda tilboði Liverpool í ástralska varnarmanninn Lucas Neill, sem sagður er vilja fara frá Blackburn. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og hefur neitað að framlengja við félagið, svo talið er að hann muni fara frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. Sport 30.8.2006 12:24
Aston Villa kaupir Petrov Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur fest kaup á búlgarska miðjumanninum Stilian Petrov frá Glasgow Celtic í Skotlandi fyrir um 6,5 milljónir punda. Petrov var lykilmaður í liði Celtic undir stjórn Martin O´Neill á sínum tíma og ætti því ekki að verða í vandræðum með að falla inn í lið Aston Villa í dag, þar sem O´Neill er nú við stjórnvölin. Petrov skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Sport 30.8.2006 12:18
Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Fótbolti 29.8.2006 20:43
Stokkhólmsslagurinn leystist upp Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Fótbolti 29.8.2006 20:44
Landsliðsfyrirliðinn hógvær eftir sigurmarkið gegn Celta Vigo Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins þrettán mínútur að stimpla sig inn í spænska boltann en hann gerði sigurmark Spánar- og Evrópumeistara Barcelona gegn Celta Vigo í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar. Mark Eiðs kom tveim mínútum fyrir leikslok en honum var skipt inn á fyrir Ludovic Guily stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar staðan í leiknum var 2-2. Fótbolti 29.8.2006 20:43
Govou framlengir við Lyon Franski landsliðsmaðurinn Sidney Govou hefur framlengt samning sinn við Frakklandsmeistara Lyon til ársins 2008. Govou er 27 ára gamall sóknarmaður og hefur verið í herbúðum Lyon í nær áratug, en nokkur lið í Evrópu höfðu verið að bera víurnar í hann á síðustu vikum, þar á meðal enska liðið Aston Villa. Sport 29.8.2006 21:18
Genginn í raðir Atalanta Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar. Fótbolti 29.8.2006 21:10
Bolton kaupir Írana Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur fest kaup á íranska landsliðsmanninum Andranik Teymourian, en hann er miðjumaður og kemur frá liði í heimalandi sínu. Hann er 23 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir þjóð sína. Sam Allardyce segir leikmanninn vafalítið eiga eftir að spjara sig í úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu á HM í sumar. Sport 29.8.2006 19:34
Don Nelson tekinn aftur við liði Golden State Gamla brýnið Don Nelson er kominn aftur á hliðarlínuna í NBA deildinni eftir stutta fjarveru, en í kvöld verður hann kynntur sem næsti þjálfari Golden State Warriors. Félagið hefur rift samningi við Mike Montgomery og verður undir leiðsögn Nelson á næstu leiktíð. Liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 1994, en þá var Nelson einmitt þjálfari liðsins. Körfubolti 29.8.2006 18:10
Van Bommel til Bayern Þýsku meistararnir Bayern Munchen gengu í gær frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Mark Van Bommel frá Evrópumeisturum Barcelona. Kaupverðið er sagt vera um 6 milljónir evra og hefur Van Bommel skrifað undir þriggja ára samning við Bayern. Þar verður honum ætlað að fylla skarð Michael Ballack, en hann verður eflaust óður í að fá að sanna sig eftir að hafa lítið fengið að spila með Barcelona á síðustu leiktíð. Fótbolti 29.8.2006 16:48
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent