Erlendar

Fréttamynd

Tveir Spánverjar í úrvalsliði HM

Spánverjar áttu tvo leikmenn í úrvalsliði HM sem útnefnt var eftir úrslitaleikinn í gær. Þeir Pau Gasol og Jorge Garbajosa voru fulltrúar Spánar, en auk þeirra voru þeir Carmelo Anthony frá Bandaríkjunum, Manu Ginobili frá Argentínu og Theodoros Papaloukas frá Grikklandi í úrvalsliði keppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Framlengir samning sinn við Atletico Madrid

Framherjinn skæði Fernando Torres hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Atletico Madrid um eitt ár, eða til ársins 2009. Torres er 22 ára gamall og hefur um árabil verið einn eftirsóttasti framherji Evrópu, en hann er staðráðinn í að vera áfram í herbúðum Madrídarliðsins. Torres mun undirrita nýja samninginn þegar hann snýr aftur frá Norður-Írlandi með spænska landsliðinu í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Vetrarhlé yrði ensku deildinni til framdráttar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur nú enn á ný látið þá skoðun sína í ljós að vetrarhlé myndi gera ensku knattspyrnunni gott, en slíkt hlé tíðkast víða á meginlandi Evrópu. Ferguson segir upplagt að hafa þriggja vikna frí í upphafi janúar og spila frekar út maí í staðinn.

Sport
Fréttamynd

Rio Ferdinand er klár í slaginn

Steve McClaren hefur staðfest að varnarmaðurinn Rio Ferdinand sé orðinn góður af meiðslum sínum og geti því leikið gegn Makedónum í undankeppni EM á miðvikudaginn. Þær fréttir voru þó að berast úr enska hópnum að þeir Luke Young og Chris Kirkland muni ekki fara með liðinu til Makedóníu vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Ronaldinho byrjar gegn Wales

Snillingurinn Ronaldinho verður í byrjunarliði Brasilíumanna annað kvöld þegar liðið tekur á móti Wales í æfingaleik á White Hart Lane í Lundúnum og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:20. Brasilíumenn eru í miklu stuði þessa dagana og unnu granna sína frá Argentínu 3-0 í æfingaleik í London um helgina, en sá leikur var einstaklega skemmtilegur og var einnig sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Owen undir hnífinn

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen er nú á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun gangast undir aðgerð á hné. Owen hefur lítið getað spilað síðasta ár vegna meiðsla og fastlega er reiknað með því að hann verði frá keppni lengst af þessari leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Undankeppni EM er gölluð

Chris Waddle, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að riðlakeppnin í forkeppni EM sé gölluð, því lélegar smáþjóðir eins og Andorra séu að eyða tíma sterkari liðanna. Enska landsliðið lagði Andorra 5-0 um helgina og á tíðum var leikurinn hreint út sagt hallærislegur á að horfa.

Sport
Fréttamynd

Fjölmiðlar blésu upp of miklar væntingar

Lawrie Sanchez segir að fjölmiðlar á Norður-Írlandi hafi gengið of langt í að byggja upp falsvonir hjá stuðningsmönnum landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslendingum um helgina og segist sjálfur ekki hafa verið með neinar falsvonir því liðin tvö séu áþekk að styrkleika.

Sport
Fréttamynd

Vilja fá Larsson til baka

Forráðamenn Barcelona vilja ólmir fá hinn sænska Henrik Larsson til baka til félagsins, þó ekki til að spila með liðinu heldur til að að gefa honum og stuðningsmönnum félagsins tækifæri til að kveðjast formlega. Larsson komst í sögubækur félagsins með innkomu sinni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann lagði upp bæði mörk Barca gegn Arsenal en sneri til Helsingborgar í heimalandi sínu í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þiggur ekki laun frá Real Madrid

Zinedine Zidane, fyrrum fyrirliði franska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, neitar að taka við launagreiðslum frá Real Madrid þótt hann eigi fullan rétt á þeim. Zidane ákvað sem kunnugt er að leggja skóna á hilluna í sumar þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum við Real og ákvað spænska félagið að verða við þeirri ósk snillingsins gegn því að hann ynni sem útsendari og sendiherra fyrir félagið á þessu keppnistímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Ben Thatcher slapp vel

Pedro Mendes segist vera búinn að fyrirgefa Ben Thatcher hjá Manchester City fyrir líkamsárásina á dögunum, en segir að leikmaðurinn hafi sloppið ansi vel með það sex leikja bann sem hann fékk frá félaginu í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Engin vandræði í okkar herbúðum

Hollenski miðjumaðurinn Edgar Davids hjá Tottenham hefur vísað fregnum um slagsmál í búningsherbergjum liðsins á bug, en talað var um að hann og Didier Zokora hefðu flogist á eftir hörmulega frammistöðu liðsins í tapleik gegn Everton um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Agassi lýkur keppni

Bandaríski tennisleikarinn Andre Agassi datt úr leik í þriðju umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann tapaði fyrir Þjóðverjanum Benjamin Becker 5-7, 7-6 (7-4), 4-6 og 5-7. Þetta varð fyrir vikið síðasti leikur Agassi á tennisvellinum, því hann hafði áður lýst því yfir að hann ætlaði að leggja spaðann á hilluna að mótinu loknu eftir 21 ár í baráttunni.

Sport
Fréttamynd

Beckham hefur ekki sagt sitt síðasta

Jonathan Woodgate, félagi David Beckham hjá Real Madrid, segir að dagar félaga síns hjá landsliðinu séu hvergi nærri taldir. Beckham hefur ekki verið í landsliðinu síðan hann afsalaði sér fyrirliðabandinu eftir HM og Steve McClaren tók við stjórnartaumunum.

Sport
Fréttamynd

Sebastien Loeb í metabækurnar

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb komst í metabækurnar í dag þegar hann vann nauman sigur í Japanskappakstrinum. Þetta var í 27. sinn sem hann sigrar í keppni á heimsmeistaramótinu og skaust hann þar með upp fyrir spænska ökuþórinn Carlos Sainz sem vann 26 keppnir á ferlinum. Loeb ekur á Citroen, en Finninn Marcus Grönholm á Ford varð annar og landi hans Mirkko Hirvonen á Ford varð þriðji.

Sport
Fréttamynd

Gangi þér vel með Mourinho

Franski varnarmaðurinn William Gallas segist í samtali við The People vera mjög ánægður með að vera genginn í raðir Arsenal og óskar enska landsliðsmanninum Ashley Cole um leið góðs gengis í að eiga við fyrrum knattspyrnustjóra sinn Jose Mourinho.

Sport
Fréttamynd

Varð að svara kallinu

Framherjinn Jermaine Defoe hjá Tottenham segir að mörkin sín tvö í landsleiknum gegn Andorra í gær hafi verið mjög kærkomin, enda hafi hann verið staðráðinn í að svara kalli Steve McClaren eftir að hafa horft á HM í sjónvarpinu í sumar.

Sport
Fréttamynd

Crouch getur slegið markametið

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefur mikla trú á hinum leggjalanga félaga sínum Peter Crouch og segir hann hafa alla burði til að slá markametið með enska landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Snilldartaktar Kaka tryggðu Brössum sigur

Snillingurinn Kaka var ekki lengi að setja mark sitt á vináttuleik Brasilíumanna og Argentínumanna í London í dag, en þessi magnaði miðjumaður AC Milan kom til leiks sem varamaður í seinni hálfleik, lagði upp eitt mark og skoraði það þriðja í 3-0 sigri þeirra gulklæddu.

Sport
Fréttamynd

West Ham getur orðið risafélag

Kia Joorabchian, eigandi Media Sports Investment sem seldi Argentínumennina tvo til West Ham á dögunum, segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að félagið geti orðið stærra en Chelsea á heimsvísu. Joorabchian hefur verið orðaður við yfirtöku í West Ham.

Sport
Fréttamynd

United hafnaði Mascherano

Stjórnarformaður Manchester United segir að félagið hafi í tvígang hafnað tilboði um að kaupa leikmanninn Javier Mascherano frá Corinthians í Brasilíu. Mascherano gekk í raðir West Ham ásamt félaga sínum Carlos Tevez í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Brasilíumenn komnir yfir

Vináttuleikur Brasilíumanna og Argentínumanna á Emirates Stadium í London er nú hafinn og er hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Það var hinn snaggaralegi Elano sem skoraði mark þeirra gulklæddu strax á þriðju mínútu og hefur leikurinn farið einstaklega fjörlega af stað fyrir framan fullt hús áhorfenda.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar heimsmeistarar

Spánverjar tryggðu sér í dag heimsmeistarartitilinn í körfubolta með í fyrsta sinn með óvæntum stórsigri á Grikkjum í úrslitaleik 70-49. Spánverjar léku án síns besta manns, Pau Gasol, en það kom ekki að sök. Gasol meiddist í undanúrslitaleiknum gegn Argentínu, en hann var kosinn maður mótsins eftir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Amir Khan í eldlínunni

Nú er hafin bein útsending á Sýn frá hnefaleikakeppni í Bolton í Bretlandi, þar sem hinn 19 ára gamli Amir Khan verður á meðal keppenda. Khan er mesta efni Breta í hnefaleikum síðan sjálfur Prinsinn var og hét og mætir Ryan Barrett í kvöld. Veislan er komin á fullt á Sýn og þeir Ómar og Bubbi strax byrjaðir að fara á límingunum í fjörugri lýsingu sinni.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar burstuðu Liechtenstein

Leikjum dagsins í F-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM er nú lokið og sitja Spánverjar í toppsætinu þegar þremur leikjum er lokið. Íslendingar unnu Norður-Íra 3-0 í Belfast í dag, Svíar lögðu Letta 1-0 á útivelli og nú í kvöld burstuðu Spánverjar Liechtenstein 4-0 með tveimur mörkum frá David Villa, einu frá Fernando Torres og einu frá Luis Garcia.

Sport
Fréttamynd

Alfreð hafði sigur gegn sínum gömlu félögum

Fjögur lið eru enn taplaus í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar aðeins einum leik er ólokið í þriðju umferðinni. Átta leikir voru á dagskrá deildarkeppninnar í dag og þar voru Íslendingarnir áberandi eins og venjulega.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar lögðu Íra

Þjóðverjar lögðu Íra 1-0 í kvöld í D-riðli undankeppni EM. Það var Lukas Podolski sem skoraði sigurmark Þjóðverja á 57. mínútu, en leikurinn var sýndur beint á Sýn. Steve Staunton, þjálfari Íra, var rekinn af leikvelli þegar skammt var eftir af leiknum eftir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Þjóðverjum og Írum

Staðan í leik Þjóðverja og Íra í D-riðli undankeppni EM er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés, en viðureign þessi er sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þjóðverjar hafa verið öllu sterkari það sem af er og hafa þeir Lukas Podolski og Miroslav Klose báðir fengið upplögð marktækifæri sem þeir náðu ekki að nýta.

Sport
Fréttamynd

Englendingar völtuðu yfir Andorra

Englendingar voru ekki í teljandi vandræðum með arfaslakt lið Andorra í leik liðanna á Old Trafford í undankeppni EM í dag. Enska liðið vann 5-0 og var sigur liðsins síst of stór. Jermain Defoe og Peter Crouch skoruðu tvívegis fyrir enska liðið og Steven Gerrard einu sinni. Lið Andorra var í alla staði hörmulegt í leiknum og átti ekki eina einustu sókn svo talist gæti.

Sport
Fréttamynd

Algjört lykilatriði að fá góðan stuðning áhorfenda gegn Dönum

Grétar Rafn Steinsson var ánægður með leik íslenska liðsins í dag líkt og aðrir. Grétar segir liðið hafa gefið allt í leikinn í dag eins og á móti Spánverjum um daginn. Hann segir að næsta skref sé að fá dýrvitlausa áhorfendur á band liðsins hér heima gegn Dönum í næstu viku.

Sport