Erlendar Tottenham lagði Slavia Prag Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham átti vel heppnaða endurkomu í Evrópukeppnina í kvöld þegar liðið lagði tékkneska liðið Slavia frá Prag 1-0 á útivelli í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Það var Jermaine Jenas sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og enska liðið því í ágætum málum fyrir síðari leikinn á heimavelli eftir hálfan mánuð. Sport 14.9.2006 20:28 Gæti þurft í aðgerð Forráðamenn Tottenham hafa nú vaxandi áhyggjur af því að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon þurfi að fara í aðgerð á hné eftir að leikmaðurinn ungi tilkynnti að hann treysti sér ekki til að vera í leikmannahópi liðsins í Evrópuleiknum gegn Slavia Prag, sem nú stendur yfir. Sport 14.9.2006 18:21 Newcastle hafði sigur í Eistlandi Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle hafði nauman 1-0 sigur á liði Tallin frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark Newcastle með skalla eftir sendingu frá Damien Duff, en Sibierski var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið síðan hann kom frá Manchester City. Sport 14.9.2006 18:03 Woods úr leik á heimsmótinu í höggleik Stigahæsti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, féll óvænt úr leik í fyrstu umferð á heimsmótinu í höggleik sem nú stendur yfir á Englandi. Woods tapaði fyrir landa sínum Shaun Micheel 4-3 og er því úr leik líkt og Jim Furyk og Ernie Els, svo segja má að mikið sé um óvænt úrslit í fyrstu umferð mótsins. Golf 14.9.2006 15:51 Benitez vill sættast við Mourinho Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að nóg sé komið af ósætti hans og Jose Mourinho hjá Chelsea og segist ætla að bjóðast til að taka í höndina á honum þegar liðin mætast á Stanford Bridge á sunnudaginn. Sport 14.9.2006 14:48 Þráir að gerast stjóri hjá toppliði Sænski knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson, sem verið hefur atvinnulaus síðan hann hætti með enska landsliðið, sagði í samtali við breska blaðið The Sun í dag að hann vildi gjarnan fara að komast í þjálfarastólinn á ný og þá hjá einu stórliðanna á Englandi. Sport 14.9.2006 13:55 Harewood framlengir við West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur framlengt samning sinn við framherjann Marlon Harewood til ársins 2010. Harewood skrifaði reyndar undir nýjan samning fyrir aðeins ári síðan, en hefur nú fengið betri samning í kjölfar þess að hann varð markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Hann er 27 ára gamall og skoraði 16 mörk á síðustu leiktíð þegar West Ham náði undraverðum árangri á sinni fyrstu leiktíð í úrvalsdeildinni í mörg ár. Sport 14.9.2006 13:49 Tapið var mér að kenna Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur viðurkennt að eiga stóran þátt í tapi Glasgow Celtic gegn Manchester United í meistaradeildinni í gær, en segja má að tvö marka United á Old Trafford hafi komið í kjölfar lélegra sendinga frá Gravesen. Fótbolti 14.9.2006 13:35 Torres hjá Atletico til 2009 Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009. Torres hefur verið orðaður við nokkur lið undanfarin tvö ár en hefur nú slegið á allar sögusagnir um að hann vilji yfirgefa Atletico. Fótbolti 13.9.2006 20:49 Lyon tók okkur í kennslustund Fabio Capello reyndi ekki að beina athygli frá þeirri staðreynd að hans menn í Real Madrid voru yfirspilaðir af franska liðinu Lyon í meistaradeildinni í kvöld og sagði heimamenn hafa verið betri á öllum sviðum leiksins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fótbolti 13.9.2006 22:40 Við vorum nokkuð heppnir Arsene Wenger viðurkenndi að hans menn hefðu verið nokkuð heppnir í kvöld þegar þeir báru sigurorð af Hamburg 2-1 á útivelli í meistaradeildinni. Hamburg missti markvörð sinn af velli með rautt spjald strax í upphafi leiks og sagði Wenger atvikið hafa minnt sig mikið á úrslitaleikinn í meistaradeildinni í vor. Fótbolti 13.9.2006 22:26 Carlos spilaði 100. leikinn Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hjá Real Madrid vill eflaust gleyma leiknum gegn Lyon í meistaradeildinni í kvöld sem fyrst, en hann náði þó merkum áfanga í leiknum. Carlos spilaði í kvöld sinn 100. leik í meistaradeildinni, en leikjahæstur frá stofnum deildarinnar er félagi hans Raul með 102 leiki. Fótbolti 13.9.2006 20:58 Hrósaði baráttuglöðum löndum sínum Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með góðan sigur sinna manna í Manchester United á Celtic í kvöld, en tók sér tíma til að hrósa löndum sínum fyrir að gefast aldrei upp. United vann leikinn verðskuldað 3-2, en skoska liðið stóð sig þó með mikilli prýði. Fótbolti 13.9.2006 21:55 United vann baráttuna um Bretland Manchester United hafði betur í baráttunni um Bretland í meistaradeildinni í kvöld þegar liðið lagði Glasgow Celtic 3-2 í æsilegum leik á Old Trafford. Louis Saha skoraði tvö mörk fyrir United og Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Arsenal vann sigur á Hamburg á útivelli eftir að vera manni fleiri allan leikinn og Real Madrid steinlá gegn Lyon í Frakklandi. Fótbolti 13.9.2006 20:29 Solskjær kemur United yfir Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær kom Manchester United yfir 3-2 í byrjun síðari hálfleiks gegn Celtic á Old Trafford. Louis Saha átti fast skot að markinu sem var varið, en Solskjær fylgdi vel eftir. Arsenal er komið í 2-0 gegn Hamburg, þar sem Tomas Rosicky skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með frábærum þrumufleyg. Lyon er að yfirspila Real Madrid gjörsamlega og hefur enn yfir 2-0. Fótbolti 13.9.2006 20:00 Frábær fyrri hálfleikur á Old Trafford Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í meistaradeild Evrópu. Mesta fjörið hefur klárlega verið á Old Trafford, þar sem staðan í leik heimamanna Manchester United og Celtic er jöfn 2-2 eftir stórkostlegan fyrri hálfleik - allt í beinni á Sýn. Fótbolti 13.9.2006 19:32 Saha jafnar fyrir United Franski sóknarmaðurinn Louis Saha er búinn að jafna metin fyrir Manchester United gegn Celtic á 30. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Markvörður Celtic var sakaður um að hafa brugðið Ryan Giggs í teignum og Lubos Michel dæmdi vítaspyrnu, en í endursýningu mátti sjá að dómurinn var út í hött. Leikurinn er engu að síður í hæsta gæðaflokki og hefur United sótt án afláts síðan liðið lenti undir. Fótbolti 13.9.2006 19:14 Celtic komið yfir á Old Trafford Hollendingurinn Jan Vennegoor of Hesselink hefur komið skoska liðinu Glasgow Celtic yfir gegn Manchester United á Old Trafford í leik liðanna í meistaradeildinni sem sýndur er beint á Sýn. Markið kom eftir skyndisókn skoska liðsins og ekki laust við að Rio Ferdinand hafi farið illa að ráði sínu í vörninni þegar hann lét Hollendinginn leika á sig. Fótbolti 13.9.2006 19:06 Arsenal komið yfir gegn Hamburg Nú er aðeins liðinn um stundarfjórðungur af leikjum kvöldsins í meistaradeild Evrópu, en þar er strax farið að draga til tíðinda. Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Hamburg í Þýskalandi, þar sem markverði þýska liðsins var vikið af leikvelli eftir brot á Robin Van Persie og Gilberto skoraði mark Arsenal úr víti í kjölfarið. Fred hefur komið Lyon yfir gegn Real Madrid og Inzaghi hefur komið AC Milan yfir gegn AEK. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér neðar á síðunni. Fótbolti 13.9.2006 19:01 Byrjunarlið Arsenal gegn Hamburg Leikur Hamburg og Arsenal í meistaradeild Evrópu er nú hafinn á Sýn Extra 2 og byrjunarlið Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Fyrirliði enska liðsins, Thierry Henry, er ekki með liðinu í Þýskalandi í kvöld vegna meiðsla. Fótbolti 13.9.2006 18:44 Man Utd - Celtic að hefjast "Baráttan um Bretland" eins og leikur Manchester United og Celtic hefur verið kallaður, er nú senn að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og þar ber hæst að þeir Paul Scholes og Wayne Rooney koma inn í lið Manchester United eftir leikbann. Fótbolti 13.9.2006 18:20 Park frá í þrjá mánuði Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United fékk þau leiðinlegu tíðindi í dag að Suður-Kóreumaðurinn Park Ji-sung verði frá kepppni næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst á ökkla í leiknum við Tottenham um síðustu helgi. Þetta er mikið áfall fyrir United, sem eins og kunnugt er hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í sumar. Sport 13.9.2006 18:04 Ferrari hafði ekkert með ákvörðun mína að gera Michael Schumacher blæs á sögusagnir sem hafa verið í gangi í dag um að forráðamenn Ferrari hafi þröngvað honum út í að hætta keppni í lok tímabils. Schumacher segir þvert á móti að Ferrari hafi veitt sér góðan stuðning alla tíð. Formúla 1 13.9.2006 16:56 Finnar lögðu Georgíu Finnar eru komnir í efsta sætið í C-riðli okkar Íslendingar í B-deild Evrópumótsins í körfuknattleik eftir góðan 91-81 sigur á Georgíumönnum á heimavelli nú síðdegis. Petri Virtanen skoraði 27 stig fyrir Finna og Teemu Rannikko 20, en Zaza Pachulia fór hamförum hjá Georgíu og skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst. Finnar hafa því unnið sigur í öllum þremur leikjum sínum í riðlinum, en Georgía hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Körfubolti 13.9.2006 17:08 Veislan heldur áfram í kvöld Knattspyrnuveislan sem fylgir meistaradeild Evrópu heldur áfram á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar áskrifendur geta valið um þrjá stórleiki til að fylgjast með í beinni útsendingu. "Baráttan um Bretland" - leikur Manchester United og Celtic, verður sýndur beint á Sýn. Leikur Lyon og Real Madrid er sýndur beint á Sýn Extra og þá verður slagur Hamburg og Arsenal í beinni á Sýn Extra 2. Útsending frá öllum leikjunum hefst klukkan 18:30. Fótbolti 13.9.2006 15:55 Líkir Gravesen við Kaka Gordon Strachan, stjóri Glasgow Celtic, gat ekki farið leynt með hrifningu sína á danska landsliðsmanninum Thomas Gravesen eftir að hann spilaði sinn fyrsta leik með skoska liðinu um helgina. Fótbolti 13.9.2006 14:46 Tony Kukoc íhugar að hætta Króatíski framherjinn Tony Kukoc sem leikið hefur með Milwaukee Bucks undanfarin fjögur ár, segir að hann muni líklega leggja skóna á hilluna á næstu dögum eða vikum. Kukoc er 38 ára gamall og er líklega þekktastur fyrir að leika með gullaldarliði Chicago Bulls sem vann titilinn á árunum 1996-98. Körfubolti 13.9.2006 14:29 Leikmenn Arsenal voru latir Ashley Cole lætur fyrrum félaga sína í Arsenal hafa það óþvegið í ævisögu sinni sem fljótlega kemur út, en kaflar úr henni hafa verið birtir í dagblaðinu The Times. Þar segir Cole að aðalástæða þess að Arsenal gekk illa í deildinni á síðustu leiktíð hafi verið leti og aumingjaskapur leikmanna. Sport 13.9.2006 14:08 Verðum að vera þolinmóðir í kvöld Arsene Wenger segir að þolinmæði verði lykillinn að góðum úrslitum í kvöld þegar hans menn fá það erfiða verkefni að sækja þýska liðið Hamburg heim í meistaradeild Evrópu, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. Fótbolti 13.9.2006 13:56 Síðbúnu tilboði í Senna var hafnað Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að félagið hafi gert endurbætt tilboð í miðjumanninn Marcos Senna hjá Villarreal á síðustu stundu fyrir lokun félagaskiptagluggans, en því hafi verið hafnað. Ferguson var lengi á eftir Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen, en gerði eina lokatilraun við Senna eftir að Þjóðverjarnir neituðu alfarið að selja Hargreaves. Sport 13.9.2006 13:50 « ‹ 114 115 116 117 118 119 120 121 122 … 264 ›
Tottenham lagði Slavia Prag Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham átti vel heppnaða endurkomu í Evrópukeppnina í kvöld þegar liðið lagði tékkneska liðið Slavia frá Prag 1-0 á útivelli í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Það var Jermaine Jenas sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og enska liðið því í ágætum málum fyrir síðari leikinn á heimavelli eftir hálfan mánuð. Sport 14.9.2006 20:28
Gæti þurft í aðgerð Forráðamenn Tottenham hafa nú vaxandi áhyggjur af því að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon þurfi að fara í aðgerð á hné eftir að leikmaðurinn ungi tilkynnti að hann treysti sér ekki til að vera í leikmannahópi liðsins í Evrópuleiknum gegn Slavia Prag, sem nú stendur yfir. Sport 14.9.2006 18:21
Newcastle hafði sigur í Eistlandi Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle hafði nauman 1-0 sigur á liði Tallin frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark Newcastle með skalla eftir sendingu frá Damien Duff, en Sibierski var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið síðan hann kom frá Manchester City. Sport 14.9.2006 18:03
Woods úr leik á heimsmótinu í höggleik Stigahæsti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, féll óvænt úr leik í fyrstu umferð á heimsmótinu í höggleik sem nú stendur yfir á Englandi. Woods tapaði fyrir landa sínum Shaun Micheel 4-3 og er því úr leik líkt og Jim Furyk og Ernie Els, svo segja má að mikið sé um óvænt úrslit í fyrstu umferð mótsins. Golf 14.9.2006 15:51
Benitez vill sættast við Mourinho Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að nóg sé komið af ósætti hans og Jose Mourinho hjá Chelsea og segist ætla að bjóðast til að taka í höndina á honum þegar liðin mætast á Stanford Bridge á sunnudaginn. Sport 14.9.2006 14:48
Þráir að gerast stjóri hjá toppliði Sænski knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson, sem verið hefur atvinnulaus síðan hann hætti með enska landsliðið, sagði í samtali við breska blaðið The Sun í dag að hann vildi gjarnan fara að komast í þjálfarastólinn á ný og þá hjá einu stórliðanna á Englandi. Sport 14.9.2006 13:55
Harewood framlengir við West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur framlengt samning sinn við framherjann Marlon Harewood til ársins 2010. Harewood skrifaði reyndar undir nýjan samning fyrir aðeins ári síðan, en hefur nú fengið betri samning í kjölfar þess að hann varð markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Hann er 27 ára gamall og skoraði 16 mörk á síðustu leiktíð þegar West Ham náði undraverðum árangri á sinni fyrstu leiktíð í úrvalsdeildinni í mörg ár. Sport 14.9.2006 13:49
Tapið var mér að kenna Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur viðurkennt að eiga stóran þátt í tapi Glasgow Celtic gegn Manchester United í meistaradeildinni í gær, en segja má að tvö marka United á Old Trafford hafi komið í kjölfar lélegra sendinga frá Gravesen. Fótbolti 14.9.2006 13:35
Torres hjá Atletico til 2009 Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009. Torres hefur verið orðaður við nokkur lið undanfarin tvö ár en hefur nú slegið á allar sögusagnir um að hann vilji yfirgefa Atletico. Fótbolti 13.9.2006 20:49
Lyon tók okkur í kennslustund Fabio Capello reyndi ekki að beina athygli frá þeirri staðreynd að hans menn í Real Madrid voru yfirspilaðir af franska liðinu Lyon í meistaradeildinni í kvöld og sagði heimamenn hafa verið betri á öllum sviðum leiksins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fótbolti 13.9.2006 22:40
Við vorum nokkuð heppnir Arsene Wenger viðurkenndi að hans menn hefðu verið nokkuð heppnir í kvöld þegar þeir báru sigurorð af Hamburg 2-1 á útivelli í meistaradeildinni. Hamburg missti markvörð sinn af velli með rautt spjald strax í upphafi leiks og sagði Wenger atvikið hafa minnt sig mikið á úrslitaleikinn í meistaradeildinni í vor. Fótbolti 13.9.2006 22:26
Carlos spilaði 100. leikinn Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hjá Real Madrid vill eflaust gleyma leiknum gegn Lyon í meistaradeildinni í kvöld sem fyrst, en hann náði þó merkum áfanga í leiknum. Carlos spilaði í kvöld sinn 100. leik í meistaradeildinni, en leikjahæstur frá stofnum deildarinnar er félagi hans Raul með 102 leiki. Fótbolti 13.9.2006 20:58
Hrósaði baráttuglöðum löndum sínum Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með góðan sigur sinna manna í Manchester United á Celtic í kvöld, en tók sér tíma til að hrósa löndum sínum fyrir að gefast aldrei upp. United vann leikinn verðskuldað 3-2, en skoska liðið stóð sig þó með mikilli prýði. Fótbolti 13.9.2006 21:55
United vann baráttuna um Bretland Manchester United hafði betur í baráttunni um Bretland í meistaradeildinni í kvöld þegar liðið lagði Glasgow Celtic 3-2 í æsilegum leik á Old Trafford. Louis Saha skoraði tvö mörk fyrir United og Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Arsenal vann sigur á Hamburg á útivelli eftir að vera manni fleiri allan leikinn og Real Madrid steinlá gegn Lyon í Frakklandi. Fótbolti 13.9.2006 20:29
Solskjær kemur United yfir Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær kom Manchester United yfir 3-2 í byrjun síðari hálfleiks gegn Celtic á Old Trafford. Louis Saha átti fast skot að markinu sem var varið, en Solskjær fylgdi vel eftir. Arsenal er komið í 2-0 gegn Hamburg, þar sem Tomas Rosicky skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með frábærum þrumufleyg. Lyon er að yfirspila Real Madrid gjörsamlega og hefur enn yfir 2-0. Fótbolti 13.9.2006 20:00
Frábær fyrri hálfleikur á Old Trafford Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í meistaradeild Evrópu. Mesta fjörið hefur klárlega verið á Old Trafford, þar sem staðan í leik heimamanna Manchester United og Celtic er jöfn 2-2 eftir stórkostlegan fyrri hálfleik - allt í beinni á Sýn. Fótbolti 13.9.2006 19:32
Saha jafnar fyrir United Franski sóknarmaðurinn Louis Saha er búinn að jafna metin fyrir Manchester United gegn Celtic á 30. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Markvörður Celtic var sakaður um að hafa brugðið Ryan Giggs í teignum og Lubos Michel dæmdi vítaspyrnu, en í endursýningu mátti sjá að dómurinn var út í hött. Leikurinn er engu að síður í hæsta gæðaflokki og hefur United sótt án afláts síðan liðið lenti undir. Fótbolti 13.9.2006 19:14
Celtic komið yfir á Old Trafford Hollendingurinn Jan Vennegoor of Hesselink hefur komið skoska liðinu Glasgow Celtic yfir gegn Manchester United á Old Trafford í leik liðanna í meistaradeildinni sem sýndur er beint á Sýn. Markið kom eftir skyndisókn skoska liðsins og ekki laust við að Rio Ferdinand hafi farið illa að ráði sínu í vörninni þegar hann lét Hollendinginn leika á sig. Fótbolti 13.9.2006 19:06
Arsenal komið yfir gegn Hamburg Nú er aðeins liðinn um stundarfjórðungur af leikjum kvöldsins í meistaradeild Evrópu, en þar er strax farið að draga til tíðinda. Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Hamburg í Þýskalandi, þar sem markverði þýska liðsins var vikið af leikvelli eftir brot á Robin Van Persie og Gilberto skoraði mark Arsenal úr víti í kjölfarið. Fred hefur komið Lyon yfir gegn Real Madrid og Inzaghi hefur komið AC Milan yfir gegn AEK. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér neðar á síðunni. Fótbolti 13.9.2006 19:01
Byrjunarlið Arsenal gegn Hamburg Leikur Hamburg og Arsenal í meistaradeild Evrópu er nú hafinn á Sýn Extra 2 og byrjunarlið Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Fyrirliði enska liðsins, Thierry Henry, er ekki með liðinu í Þýskalandi í kvöld vegna meiðsla. Fótbolti 13.9.2006 18:44
Man Utd - Celtic að hefjast "Baráttan um Bretland" eins og leikur Manchester United og Celtic hefur verið kallaður, er nú senn að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og þar ber hæst að þeir Paul Scholes og Wayne Rooney koma inn í lið Manchester United eftir leikbann. Fótbolti 13.9.2006 18:20
Park frá í þrjá mánuði Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United fékk þau leiðinlegu tíðindi í dag að Suður-Kóreumaðurinn Park Ji-sung verði frá kepppni næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst á ökkla í leiknum við Tottenham um síðustu helgi. Þetta er mikið áfall fyrir United, sem eins og kunnugt er hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í sumar. Sport 13.9.2006 18:04
Ferrari hafði ekkert með ákvörðun mína að gera Michael Schumacher blæs á sögusagnir sem hafa verið í gangi í dag um að forráðamenn Ferrari hafi þröngvað honum út í að hætta keppni í lok tímabils. Schumacher segir þvert á móti að Ferrari hafi veitt sér góðan stuðning alla tíð. Formúla 1 13.9.2006 16:56
Finnar lögðu Georgíu Finnar eru komnir í efsta sætið í C-riðli okkar Íslendingar í B-deild Evrópumótsins í körfuknattleik eftir góðan 91-81 sigur á Georgíumönnum á heimavelli nú síðdegis. Petri Virtanen skoraði 27 stig fyrir Finna og Teemu Rannikko 20, en Zaza Pachulia fór hamförum hjá Georgíu og skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst. Finnar hafa því unnið sigur í öllum þremur leikjum sínum í riðlinum, en Georgía hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Körfubolti 13.9.2006 17:08
Veislan heldur áfram í kvöld Knattspyrnuveislan sem fylgir meistaradeild Evrópu heldur áfram á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar áskrifendur geta valið um þrjá stórleiki til að fylgjast með í beinni útsendingu. "Baráttan um Bretland" - leikur Manchester United og Celtic, verður sýndur beint á Sýn. Leikur Lyon og Real Madrid er sýndur beint á Sýn Extra og þá verður slagur Hamburg og Arsenal í beinni á Sýn Extra 2. Útsending frá öllum leikjunum hefst klukkan 18:30. Fótbolti 13.9.2006 15:55
Líkir Gravesen við Kaka Gordon Strachan, stjóri Glasgow Celtic, gat ekki farið leynt með hrifningu sína á danska landsliðsmanninum Thomas Gravesen eftir að hann spilaði sinn fyrsta leik með skoska liðinu um helgina. Fótbolti 13.9.2006 14:46
Tony Kukoc íhugar að hætta Króatíski framherjinn Tony Kukoc sem leikið hefur með Milwaukee Bucks undanfarin fjögur ár, segir að hann muni líklega leggja skóna á hilluna á næstu dögum eða vikum. Kukoc er 38 ára gamall og er líklega þekktastur fyrir að leika með gullaldarliði Chicago Bulls sem vann titilinn á árunum 1996-98. Körfubolti 13.9.2006 14:29
Leikmenn Arsenal voru latir Ashley Cole lætur fyrrum félaga sína í Arsenal hafa það óþvegið í ævisögu sinni sem fljótlega kemur út, en kaflar úr henni hafa verið birtir í dagblaðinu The Times. Þar segir Cole að aðalástæða þess að Arsenal gekk illa í deildinni á síðustu leiktíð hafi verið leti og aumingjaskapur leikmanna. Sport 13.9.2006 14:08
Verðum að vera þolinmóðir í kvöld Arsene Wenger segir að þolinmæði verði lykillinn að góðum úrslitum í kvöld þegar hans menn fá það erfiða verkefni að sækja þýska liðið Hamburg heim í meistaradeild Evrópu, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. Fótbolti 13.9.2006 13:56
Síðbúnu tilboði í Senna var hafnað Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að félagið hafi gert endurbætt tilboð í miðjumanninn Marcos Senna hjá Villarreal á síðustu stundu fyrir lokun félagaskiptagluggans, en því hafi verið hafnað. Ferguson var lengi á eftir Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen, en gerði eina lokatilraun við Senna eftir að Þjóðverjarnir neituðu alfarið að selja Hargreaves. Sport 13.9.2006 13:50
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent