Erlendar Stórsigur hjá Gummersbach Sjö leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum þegar Gummersbach burstaði Grosswallstadt 35-22 en þessi lið berjast í toppbaráttunni í deildinni. Þá töpuðu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg mjög óvænt fyrir Kronau Östringen á útivelli 31-30. Sport 16.9.2006 20:11 Segir dómara leggja lið sitt í einelti Paul Jewell var ekki par ánægður með frammistöðu dómarans Alan Wiley eftir 2-2 jafnteflið við Everton í dag, en hann segir dómara í ensku úrvalsdeildinni allt of spjaldaglaða á sitt lið á meðan stóru liðin sleppi ítrekað með sömu brot. Sport 16.9.2006 19:54 Boðar tiltekt í hópnum David Moyes var ekki par kátur með að hans menn næðu aðeins 2-2 jafntefli við Wigan á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Moyes gagnrýndi leikmenn sína fyrir að fá á sig tvö óþarfa mörk og boðar breytingar í hóp sínum í kjölfarið. Sport 16.9.2006 19:44 Jafnt hjá Watford og Villa Watford og Aston Villa skildu jöfn 0-0 á Vicarage Road í ensku úrvalsdeildinni í dag, þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki og komu í veg fyrir að öðru liðinu tækist að stela sigrinum. Villa hafði mikla yfirburði framan af leiknum, en heimamenn tóku við sér í síðari hálfleik og segja má að jafnteflið hafi verið sanngjörn niðurstaða. Sport 16.9.2006 18:26 Hargreaves líklega fótbrotinn Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen þurfti að fara meiddur af velli eftir 25 mínútna leik í tapinu gegn Bielefeld í dag og nú eftir nánari skoðun er óttast að hann sé fótbrotinn. Hargreaves var mikið orðaður við lið Manchester United í sumar, en forráðamenn Bayern harðneituðu að selja hann. Hargreaves spilaði á miðjunni hjá Bayern ásamt Mark Van Bommel. Fótbolti 16.9.2006 17:42 Góður sigur hjá Reading Íslendingalið Reading nældi sér í þriðja sigur sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði nýliða Sheffield 2-1 á útivelli. Kevin Doyle og Seol Ki-Hyeon skoruðu mörk Reading, en Rob Hulse minnkaði muninn fyrir heimamenn. Everton og Wigan skildu jöfn 2-2 í hörkuleik þar sem Paul Scharner skoraði tvö mörk fyrir Wigan, en þeir Andy Johnson og James Beatty mörk Everton. Bolton og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli. Sport 16.9.2006 16:06 Óvænt úrslit í dag Nokkuð var um óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en sex leikir voru á dagskrá. Meistarar Bayern Munchen fengu 2-1 skell fyrir Bielefeld á útivelli og Werder Bremen tapaði 3-2 á heimavelli fyrir Stuttgart. Úrslit dagsins og markaskorara má sjá á Boltavaktinni hérna neðar á síðunni. Fótbolti 16.9.2006 15:43 Loksins sigur hjá Hannover Þýska úrvalsdeildarliðið Hannover vann í gærkvöld sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í Wolfsburg 2-1 á útivelli. Hannover skaust upp af fallsvæðinu með sigrinum, en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekki við sögu hjá Hannover í leiknum. Fótbolti 16.9.2006 15:32 Reading í fínum málum í hálfleik Íslendingalið Reading hefur yfir 2-0 í hálfleik á útivelli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Kevin Doyle og Seol Ki-Hyeon skoruðu mörk Reading. Staðan í leik Bolton og Middlesbrough er jöfn 0-0, líkt og í leik Everton og Wigan. Sport 16.9.2006 14:50 Wayne Rooney hefur ekki gert neitt Harðjaxlinn Roy Keane er enn með munninn fyrir neðan nefið og í helgarviðtali við breska blaðið The Sun, segir Keane meðal annars að hann haldi aðeins sambandið við sjö af fyrrum félögum sínum í Manchester United og segir að þó Wayne Rooney hafi vissulega bjarta framtíð fyrir sér - þurfi fólk ekkert að missa sig yfir honum, því hann hafi ekki unnið okkurn skapaðan hlut á knattspyrnuvellinum hingað til. Sport 16.9.2006 14:38 Sár vonbrigði að ná ekki í landsliðið David Beckham hefur gefið það upp að sér hafi sárnað mikið þegar Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga tilkynnti honum að hann hefði ekki valið hann í hóp sinn eftir HM. Beckham er staðráðinn í að vinna sér sæti í hópnum á ný. Sport 16.9.2006 14:23 Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði Reading í dag, en liðið sækir nýliða Sheffield United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading, sem náði raunar forystu í leiknum eftir aðeins 15 sekúndur og þar var að verki Kevin Doyle. Þá eru einnig á dagskrá leikir Bolton og Middlesbrough og Wigan og Everton tekur á móti Wigan. Sport 16.9.2006 14:10 Frábær byrjun Portsmouth Portsmouth hefur heldur betur byrjað vel í ensku úrvalsdeildinni og í fyrsta leik dagsins unnu lærisveinar Harry Redknapp góðan sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton 1-0 og eru fyrir vikið komnir í toppsæti deildarinnar með 13 stig eftir 5 leiki. Það var Lomana Lua Lua sem skoraði sigurmark Portsmouth eftir að hafa komið inn sem varamaður, en liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í úrvalsdeildinni. Sport 16.9.2006 13:59 Chelsea á höttunum eftir hinum nýja Ronaldinho Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar að fylgjast mjög náið með brasilíska undrabarninu Anderson hjá Porto, en sá er aðeins 17 ára gamall og er almennt álitinn besti leikmaður Suður-Ameríku á sínum aldri. Sport 15.9.2006 20:05 Orðaður við bandaríska landsliðið Sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson, sem lét af störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga eftir HM í sumar, er nú orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Bandaríkjanna. Fréttir frá Bandaríkjunum herma að Eriksson hafi átt fund með knattspyrnusambandinu þar í landi, en auk hans hafa þeir Jurgen Klinsmann og Jose Pekerman verið nefndir til sögunnar sem líklegir eftirmenn Bruce Arena. Sport 15.9.2006 18:40 Zlatan verður ekki með Svíum gegn Íslendingum Framherjinn Zlatan Ibrahimovic verður ekki með landsliði Svía þegar það sækir okkur Íslendinga heim í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Zlatan átti fund með Lars Lagerback í gær og þar var ákveðið að hann yrði ekki með landsliðinu í október þegar það mætir Íslendingum og Spánverjum í riðlakeppninni. Sport 15.9.2006 18:55 Gagnrýnir sofandi stuðningsmenn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir stóran hluta stuðningsmanna liðsins vera steinsofandi á deildarleikjum liðsins og kallar eftir því að þeir taki sér stuðningsmenn Glasgow Celtic til fyrirmyndar, því þeir hafi mynda ótrúlega stemmingu á leik liðanna í meistaradeildinni í vikunni. Sport 15.9.2006 17:30 Juventus heldur mér nauðugum Franski framherjinn David Trezeguet heldur því fram við fjölmiðla í heimalandi sínu að forráðamenn Juventus haldi honum nauðugum hjá félaginu eftir að það féll í B-deildina á Ítaliu í kjölfar þátttöku þess í knattspyrnuskandalnum fræga. Fótbolti 15.9.2006 16:39 Henry á 10-15% möguleika á að spila Arsene Wenger gæti lent í nokkrum vandræðum með að manna framherjastöður sínar gegn Manchester United á sunnudaginn. Hann segir að Thierry Henry eigi 10-15% möguleika á að spila leikinn og verði að öllum líkindum ekki einu sinni á varamannabekknum. Sömu sögu er að segja af hollenska framherjanum Robin van Persie, sem er einnig tæpur eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Hamburg í meistaradeildinni. Sport 15.9.2006 16:19 Tilbúinn að sættast við Benitez Jose Mourinho hefur nú tekið undir sáttaumleitanir Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, og segist tilbúinn að taka í hönd hans og gleyma rifrildum fortíðarinnar. Hann varar þó Spánverjann við því að taka í hönd sína ef það sé aðeins til að stilla sér upp fyrir myndatöku. Sport 15.9.2006 16:04 Chelsea átti aldrei að selja Gallas Framherjinn Didier Drogba sagði í samtali við breska fjölmiðla í dag að Chelsea hefði aldrei átt að selja franska varnarmanninn William Gallas til Arsenal og segir hann vera einn besta varnarmann í heiminum. Sport 15.9.2006 15:28 Ekkert að marka sterka byrjun Manchester United Arsene Wenger segir að enn sé ekki að marka sterka byrjun Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og segir að það taki lágmark tíu leiki að sjá hvar liðið stendur. Arsenal hefur enn ekki unnið leik í deildinni og segja má að Lundúnaliðið sé í vondum málum ef það tapar á Old Trafford á sunnudaginn. Sport 15.9.2006 15:09 Keppnisbanni aflétt í Ísrael Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú aflétt heimaleikjabanninu sem verið hefur á lands- og félagsliðum þar í landi síðan í upphafi ágúst vegna þeirrar miklu ólgu sem verið hefur í landinu. Landslið Ísraela og félagsliðin þar í landi verða þó að halda sig við Tel Aviv, en það er eina borgin sem UEFA vildi gefa grænt ljós á enn sem komið er. Sport 15.9.2006 14:43 Spilaði sinn síðasta landsleik á Íslandi Harðjaxlinn Thomas Gravesen hjá Glasgow Celtic hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með danska landsliðinu og því er ljóst að síðasti landsleikur hans á ferlinum var hér á Laugardalsvelli á dögunum. Gravesen er þrítugur og á að baki 66 landsleiki og þrjú stórmót, en hann segist nú ætla að einbeita sér að því að spila með félagsliði sínu. Sport 15.9.2006 13:53 Sao Paulo - Boca Juniors í beinni í nótt Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar í nótt klukkan hálf eitt þegar erkifjendurnir Sao Paulo og Boca Juniors mætast í meistarakeppni félagsliða í Suður-Ameríku. Þarna mætast tvö af sterkustu liðum Brasilíu og Argentínu á knattspyrnuvellinum og því ljóst að litlir kærleikar verða milli liðanna í nótt. Sport 14.9.2006 22:28 Arenas ætlar að hefna sín á þjálfurum sínum Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust. Körfubolti 14.9.2006 21:58 West Ham lá á heimavelli Enska úrvalsdeildarliðið West Ham tapaði í kvöld 1-0 fyrir ítalska liðinu Palermo á heimavelli í Evrópukeppni félagsliða. Argentínumennirnir Carloz Tevez og Javier Mascherano spiluðu sinn fyrsta leik í byrjunarliði Lundúnaliðsins í kvöld, en þó sá fyrrnefndi hafi virkað sprækur, náði hann ekki að afstýra slæmu tapi gegn öguðu og varnarsinnuðu ítalska liðinu. Sport 14.9.2006 21:22 Blackburn gerði jafntefli við Salzburg Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn hafði ekki heppnina með sér í kvöld þegar liðið sótti Salzburg heim í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Salzburg náði forystu eftir hálftíma leik, en enska liðið náði forystu skömmu síðar með mörkum frá Robbie Savage og Benni McCarthy á 7 mínútna kafla. Heimamenn náðu svo að jafna með marki eftir hornspyrnu þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 14.9.2006 21:10 Henry og Van Persie tæpir Svo gæti farið að bæði Thierry Henry og Robin Van Persie yrðu frá vegna meiðsla á sunnudaginn þegar lið þeirra Arsenal mætir Manchester United í sannkölluðum risaslag í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.9.2006 20:43 Lennon fer í aðgerð á laugardag Breska sjónvarpið hefur nú staðfest að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham muni fara í aðgerð vegna hnémeiðsla á laugardaginn og reiknað er með því að hann verði frá keppni í sex vikur. Þetta er mikið áfall fyrir lið Tottenham, sem þrátt fyrir góðan sigur í Evrópukeppninni í kvöld, hefur byrjað afleitlega í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.9.2006 20:37 « ‹ 113 114 115 116 117 118 119 120 121 … 264 ›
Stórsigur hjá Gummersbach Sjö leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum þegar Gummersbach burstaði Grosswallstadt 35-22 en þessi lið berjast í toppbaráttunni í deildinni. Þá töpuðu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg mjög óvænt fyrir Kronau Östringen á útivelli 31-30. Sport 16.9.2006 20:11
Segir dómara leggja lið sitt í einelti Paul Jewell var ekki par ánægður með frammistöðu dómarans Alan Wiley eftir 2-2 jafnteflið við Everton í dag, en hann segir dómara í ensku úrvalsdeildinni allt of spjaldaglaða á sitt lið á meðan stóru liðin sleppi ítrekað með sömu brot. Sport 16.9.2006 19:54
Boðar tiltekt í hópnum David Moyes var ekki par kátur með að hans menn næðu aðeins 2-2 jafntefli við Wigan á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Moyes gagnrýndi leikmenn sína fyrir að fá á sig tvö óþarfa mörk og boðar breytingar í hóp sínum í kjölfarið. Sport 16.9.2006 19:44
Jafnt hjá Watford og Villa Watford og Aston Villa skildu jöfn 0-0 á Vicarage Road í ensku úrvalsdeildinni í dag, þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki og komu í veg fyrir að öðru liðinu tækist að stela sigrinum. Villa hafði mikla yfirburði framan af leiknum, en heimamenn tóku við sér í síðari hálfleik og segja má að jafnteflið hafi verið sanngjörn niðurstaða. Sport 16.9.2006 18:26
Hargreaves líklega fótbrotinn Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen þurfti að fara meiddur af velli eftir 25 mínútna leik í tapinu gegn Bielefeld í dag og nú eftir nánari skoðun er óttast að hann sé fótbrotinn. Hargreaves var mikið orðaður við lið Manchester United í sumar, en forráðamenn Bayern harðneituðu að selja hann. Hargreaves spilaði á miðjunni hjá Bayern ásamt Mark Van Bommel. Fótbolti 16.9.2006 17:42
Góður sigur hjá Reading Íslendingalið Reading nældi sér í þriðja sigur sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði nýliða Sheffield 2-1 á útivelli. Kevin Doyle og Seol Ki-Hyeon skoruðu mörk Reading, en Rob Hulse minnkaði muninn fyrir heimamenn. Everton og Wigan skildu jöfn 2-2 í hörkuleik þar sem Paul Scharner skoraði tvö mörk fyrir Wigan, en þeir Andy Johnson og James Beatty mörk Everton. Bolton og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli. Sport 16.9.2006 16:06
Óvænt úrslit í dag Nokkuð var um óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en sex leikir voru á dagskrá. Meistarar Bayern Munchen fengu 2-1 skell fyrir Bielefeld á útivelli og Werder Bremen tapaði 3-2 á heimavelli fyrir Stuttgart. Úrslit dagsins og markaskorara má sjá á Boltavaktinni hérna neðar á síðunni. Fótbolti 16.9.2006 15:43
Loksins sigur hjá Hannover Þýska úrvalsdeildarliðið Hannover vann í gærkvöld sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í Wolfsburg 2-1 á útivelli. Hannover skaust upp af fallsvæðinu með sigrinum, en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekki við sögu hjá Hannover í leiknum. Fótbolti 16.9.2006 15:32
Reading í fínum málum í hálfleik Íslendingalið Reading hefur yfir 2-0 í hálfleik á útivelli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Kevin Doyle og Seol Ki-Hyeon skoruðu mörk Reading. Staðan í leik Bolton og Middlesbrough er jöfn 0-0, líkt og í leik Everton og Wigan. Sport 16.9.2006 14:50
Wayne Rooney hefur ekki gert neitt Harðjaxlinn Roy Keane er enn með munninn fyrir neðan nefið og í helgarviðtali við breska blaðið The Sun, segir Keane meðal annars að hann haldi aðeins sambandið við sjö af fyrrum félögum sínum í Manchester United og segir að þó Wayne Rooney hafi vissulega bjarta framtíð fyrir sér - þurfi fólk ekkert að missa sig yfir honum, því hann hafi ekki unnið okkurn skapaðan hlut á knattspyrnuvellinum hingað til. Sport 16.9.2006 14:38
Sár vonbrigði að ná ekki í landsliðið David Beckham hefur gefið það upp að sér hafi sárnað mikið þegar Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga tilkynnti honum að hann hefði ekki valið hann í hóp sinn eftir HM. Beckham er staðráðinn í að vinna sér sæti í hópnum á ný. Sport 16.9.2006 14:23
Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði Reading í dag, en liðið sækir nýliða Sheffield United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading, sem náði raunar forystu í leiknum eftir aðeins 15 sekúndur og þar var að verki Kevin Doyle. Þá eru einnig á dagskrá leikir Bolton og Middlesbrough og Wigan og Everton tekur á móti Wigan. Sport 16.9.2006 14:10
Frábær byrjun Portsmouth Portsmouth hefur heldur betur byrjað vel í ensku úrvalsdeildinni og í fyrsta leik dagsins unnu lærisveinar Harry Redknapp góðan sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton 1-0 og eru fyrir vikið komnir í toppsæti deildarinnar með 13 stig eftir 5 leiki. Það var Lomana Lua Lua sem skoraði sigurmark Portsmouth eftir að hafa komið inn sem varamaður, en liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í úrvalsdeildinni. Sport 16.9.2006 13:59
Chelsea á höttunum eftir hinum nýja Ronaldinho Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar að fylgjast mjög náið með brasilíska undrabarninu Anderson hjá Porto, en sá er aðeins 17 ára gamall og er almennt álitinn besti leikmaður Suður-Ameríku á sínum aldri. Sport 15.9.2006 20:05
Orðaður við bandaríska landsliðið Sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson, sem lét af störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga eftir HM í sumar, er nú orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Bandaríkjanna. Fréttir frá Bandaríkjunum herma að Eriksson hafi átt fund með knattspyrnusambandinu þar í landi, en auk hans hafa þeir Jurgen Klinsmann og Jose Pekerman verið nefndir til sögunnar sem líklegir eftirmenn Bruce Arena. Sport 15.9.2006 18:40
Zlatan verður ekki með Svíum gegn Íslendingum Framherjinn Zlatan Ibrahimovic verður ekki með landsliði Svía þegar það sækir okkur Íslendinga heim í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Zlatan átti fund með Lars Lagerback í gær og þar var ákveðið að hann yrði ekki með landsliðinu í október þegar það mætir Íslendingum og Spánverjum í riðlakeppninni. Sport 15.9.2006 18:55
Gagnrýnir sofandi stuðningsmenn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir stóran hluta stuðningsmanna liðsins vera steinsofandi á deildarleikjum liðsins og kallar eftir því að þeir taki sér stuðningsmenn Glasgow Celtic til fyrirmyndar, því þeir hafi mynda ótrúlega stemmingu á leik liðanna í meistaradeildinni í vikunni. Sport 15.9.2006 17:30
Juventus heldur mér nauðugum Franski framherjinn David Trezeguet heldur því fram við fjölmiðla í heimalandi sínu að forráðamenn Juventus haldi honum nauðugum hjá félaginu eftir að það féll í B-deildina á Ítaliu í kjölfar þátttöku þess í knattspyrnuskandalnum fræga. Fótbolti 15.9.2006 16:39
Henry á 10-15% möguleika á að spila Arsene Wenger gæti lent í nokkrum vandræðum með að manna framherjastöður sínar gegn Manchester United á sunnudaginn. Hann segir að Thierry Henry eigi 10-15% möguleika á að spila leikinn og verði að öllum líkindum ekki einu sinni á varamannabekknum. Sömu sögu er að segja af hollenska framherjanum Robin van Persie, sem er einnig tæpur eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Hamburg í meistaradeildinni. Sport 15.9.2006 16:19
Tilbúinn að sættast við Benitez Jose Mourinho hefur nú tekið undir sáttaumleitanir Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, og segist tilbúinn að taka í hönd hans og gleyma rifrildum fortíðarinnar. Hann varar þó Spánverjann við því að taka í hönd sína ef það sé aðeins til að stilla sér upp fyrir myndatöku. Sport 15.9.2006 16:04
Chelsea átti aldrei að selja Gallas Framherjinn Didier Drogba sagði í samtali við breska fjölmiðla í dag að Chelsea hefði aldrei átt að selja franska varnarmanninn William Gallas til Arsenal og segir hann vera einn besta varnarmann í heiminum. Sport 15.9.2006 15:28
Ekkert að marka sterka byrjun Manchester United Arsene Wenger segir að enn sé ekki að marka sterka byrjun Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og segir að það taki lágmark tíu leiki að sjá hvar liðið stendur. Arsenal hefur enn ekki unnið leik í deildinni og segja má að Lundúnaliðið sé í vondum málum ef það tapar á Old Trafford á sunnudaginn. Sport 15.9.2006 15:09
Keppnisbanni aflétt í Ísrael Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú aflétt heimaleikjabanninu sem verið hefur á lands- og félagsliðum þar í landi síðan í upphafi ágúst vegna þeirrar miklu ólgu sem verið hefur í landinu. Landslið Ísraela og félagsliðin þar í landi verða þó að halda sig við Tel Aviv, en það er eina borgin sem UEFA vildi gefa grænt ljós á enn sem komið er. Sport 15.9.2006 14:43
Spilaði sinn síðasta landsleik á Íslandi Harðjaxlinn Thomas Gravesen hjá Glasgow Celtic hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með danska landsliðinu og því er ljóst að síðasti landsleikur hans á ferlinum var hér á Laugardalsvelli á dögunum. Gravesen er þrítugur og á að baki 66 landsleiki og þrjú stórmót, en hann segist nú ætla að einbeita sér að því að spila með félagsliði sínu. Sport 15.9.2006 13:53
Sao Paulo - Boca Juniors í beinni í nótt Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar í nótt klukkan hálf eitt þegar erkifjendurnir Sao Paulo og Boca Juniors mætast í meistarakeppni félagsliða í Suður-Ameríku. Þarna mætast tvö af sterkustu liðum Brasilíu og Argentínu á knattspyrnuvellinum og því ljóst að litlir kærleikar verða milli liðanna í nótt. Sport 14.9.2006 22:28
Arenas ætlar að hefna sín á þjálfurum sínum Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust. Körfubolti 14.9.2006 21:58
West Ham lá á heimavelli Enska úrvalsdeildarliðið West Ham tapaði í kvöld 1-0 fyrir ítalska liðinu Palermo á heimavelli í Evrópukeppni félagsliða. Argentínumennirnir Carloz Tevez og Javier Mascherano spiluðu sinn fyrsta leik í byrjunarliði Lundúnaliðsins í kvöld, en þó sá fyrrnefndi hafi virkað sprækur, náði hann ekki að afstýra slæmu tapi gegn öguðu og varnarsinnuðu ítalska liðinu. Sport 14.9.2006 21:22
Blackburn gerði jafntefli við Salzburg Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn hafði ekki heppnina með sér í kvöld þegar liðið sótti Salzburg heim í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Salzburg náði forystu eftir hálftíma leik, en enska liðið náði forystu skömmu síðar með mörkum frá Robbie Savage og Benni McCarthy á 7 mínútna kafla. Heimamenn náðu svo að jafna með marki eftir hornspyrnu þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 14.9.2006 21:10
Henry og Van Persie tæpir Svo gæti farið að bæði Thierry Henry og Robin Van Persie yrðu frá vegna meiðsla á sunnudaginn þegar lið þeirra Arsenal mætir Manchester United í sannkölluðum risaslag í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.9.2006 20:43
Lennon fer í aðgerð á laugardag Breska sjónvarpið hefur nú staðfest að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham muni fara í aðgerð vegna hnémeiðsla á laugardaginn og reiknað er með því að hann verði frá keppni í sex vikur. Þetta er mikið áfall fyrir lið Tottenham, sem þrátt fyrir góðan sigur í Evrópukeppninni í kvöld, hefur byrjað afleitlega í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.9.2006 20:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent