Erlendar

Fréttamynd

Stórsigur hjá Gummersbach

Sjö leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum þegar Gummersbach burstaði Grosswallstadt 35-22 en þessi lið berjast í toppbaráttunni í deildinni. Þá töpuðu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg mjög óvænt fyrir Kronau Östringen á útivelli 31-30.

Sport
Fréttamynd

Segir dómara leggja lið sitt í einelti

Paul Jewell var ekki par ánægður með frammistöðu dómarans Alan Wiley eftir 2-2 jafnteflið við Everton í dag, en hann segir dómara í ensku úrvalsdeildinni allt of spjaldaglaða á sitt lið á meðan stóru liðin sleppi ítrekað með sömu brot.

Sport
Fréttamynd

Boðar tiltekt í hópnum

David Moyes var ekki par kátur með að hans menn næðu aðeins 2-2 jafntefli við Wigan á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Moyes gagnrýndi leikmenn sína fyrir að fá á sig tvö óþarfa mörk og boðar breytingar í hóp sínum í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Watford og Villa

Watford og Aston Villa skildu jöfn 0-0 á Vicarage Road í ensku úrvalsdeildinni í dag, þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki og komu í veg fyrir að öðru liðinu tækist að stela sigrinum. Villa hafði mikla yfirburði framan af leiknum, en heimamenn tóku við sér í síðari hálfleik og segja má að jafnteflið hafi verið sanngjörn niðurstaða.

Sport
Fréttamynd

Hargreaves líklega fótbrotinn

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen þurfti að fara meiddur af velli eftir 25 mínútna leik í tapinu gegn Bielefeld í dag og nú eftir nánari skoðun er óttast að hann sé fótbrotinn. Hargreaves var mikið orðaður við lið Manchester United í sumar, en forráðamenn Bayern harðneituðu að selja hann. Hargreaves spilaði á miðjunni hjá Bayern ásamt Mark Van Bommel.

Fótbolti
Fréttamynd

Góður sigur hjá Reading

Íslendingalið Reading nældi sér í þriðja sigur sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði nýliða Sheffield 2-1 á útivelli. Kevin Doyle og Seol Ki-Hyeon skoruðu mörk Reading, en Rob Hulse minnkaði muninn fyrir heimamenn. Everton og Wigan skildu jöfn 2-2 í hörkuleik þar sem Paul Scharner skoraði tvö mörk fyrir Wigan, en þeir Andy Johnson og James Beatty mörk Everton. Bolton og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Óvænt úrslit í dag

Nokkuð var um óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en sex leikir voru á dagskrá. Meistarar Bayern Munchen fengu 2-1 skell fyrir Bielefeld á útivelli og Werder Bremen tapaði 3-2 á heimavelli fyrir Stuttgart. Úrslit dagsins og markaskorara má sjá á Boltavaktinni hérna neðar á síðunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Hannover

Þýska úrvalsdeildarliðið Hannover vann í gærkvöld sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í Wolfsburg 2-1 á útivelli. Hannover skaust upp af fallsvæðinu með sigrinum, en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekki við sögu hjá Hannover í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Reading í fínum málum í hálfleik

Íslendingalið Reading hefur yfir 2-0 í hálfleik á útivelli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Kevin Doyle og Seol Ki-Hyeon skoruðu mörk Reading. Staðan í leik Bolton og Middlesbrough er jöfn 0-0, líkt og í leik Everton og Wigan.

Sport
Fréttamynd

Wayne Rooney hefur ekki gert neitt

Harðjaxlinn Roy Keane er enn með munninn fyrir neðan nefið og í helgarviðtali við breska blaðið The Sun, segir Keane meðal annars að hann haldi aðeins sambandið við sjö af fyrrum félögum sínum í Manchester United og segir að þó Wayne Rooney hafi vissulega bjarta framtíð fyrir sér - þurfi fólk ekkert að missa sig yfir honum, því hann hafi ekki unnið okkurn skapaðan hlut á knattspyrnuvellinum hingað til.

Sport
Fréttamynd

Sár vonbrigði að ná ekki í landsliðið

David Beckham hefur gefið það upp að sér hafi sárnað mikið þegar Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga tilkynnti honum að hann hefði ekki valið hann í hóp sinn eftir HM. Beckham er staðráðinn í að vinna sér sæti í hópnum á ný.

Sport
Fréttamynd

Ívar í byrjunarliði Reading

Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði Reading í dag, en liðið sækir nýliða Sheffield United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading, sem náði raunar forystu í leiknum eftir aðeins 15 sekúndur og þar var að verki Kevin Doyle. Þá eru einnig á dagskrá leikir Bolton og Middlesbrough og Wigan og Everton tekur á móti Wigan.

Sport
Fréttamynd

Frábær byrjun Portsmouth

Portsmouth hefur heldur betur byrjað vel í ensku úrvalsdeildinni og í fyrsta leik dagsins unnu lærisveinar Harry Redknapp góðan sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton 1-0 og eru fyrir vikið komnir í toppsæti deildarinnar með 13 stig eftir 5 leiki. Það var Lomana Lua Lua sem skoraði sigurmark Portsmouth eftir að hafa komið inn sem varamaður, en liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Chelsea á höttunum eftir hinum nýja Ronaldinho

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar að fylgjast mjög náið með brasilíska undrabarninu Anderson hjá Porto, en sá er aðeins 17 ára gamall og er almennt álitinn besti leikmaður Suður-Ameríku á sínum aldri.

Sport
Fréttamynd

Orðaður við bandaríska landsliðið

Sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson, sem lét af störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga eftir HM í sumar, er nú orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Bandaríkjanna. Fréttir frá Bandaríkjunum herma að Eriksson hafi átt fund með knattspyrnusambandinu þar í landi, en auk hans hafa þeir Jurgen Klinsmann og Jose Pekerman verið nefndir til sögunnar sem líklegir eftirmenn Bruce Arena.

Sport
Fréttamynd

Zlatan verður ekki með Svíum gegn Íslendingum

Framherjinn Zlatan Ibrahimovic verður ekki með landsliði Svía þegar það sækir okkur Íslendinga heim í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Zlatan átti fund með Lars Lagerback í gær og þar var ákveðið að hann yrði ekki með landsliðinu í október þegar það mætir Íslendingum og Spánverjum í riðlakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Gagnrýnir sofandi stuðningsmenn

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir stóran hluta stuðningsmanna liðsins vera steinsofandi á deildarleikjum liðsins og kallar eftir því að þeir taki sér stuðningsmenn Glasgow Celtic til fyrirmyndar, því þeir hafi mynda ótrúlega stemmingu á leik liðanna í meistaradeildinni í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Juventus heldur mér nauðugum

Franski framherjinn David Trezeguet heldur því fram við fjölmiðla í heimalandi sínu að forráðamenn Juventus haldi honum nauðugum hjá félaginu eftir að það féll í B-deildina á Ítaliu í kjölfar þátttöku þess í knattspyrnuskandalnum fræga.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry á 10-15% möguleika á að spila

Arsene Wenger gæti lent í nokkrum vandræðum með að manna framherjastöður sínar gegn Manchester United á sunnudaginn. Hann segir að Thierry Henry eigi 10-15% möguleika á að spila leikinn og verði að öllum líkindum ekki einu sinni á varamannabekknum. Sömu sögu er að segja af hollenska framherjanum Robin van Persie, sem er einnig tæpur eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Hamburg í meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Tilbúinn að sættast við Benitez

Jose Mourinho hefur nú tekið undir sáttaumleitanir Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, og segist tilbúinn að taka í hönd hans og gleyma rifrildum fortíðarinnar. Hann varar þó Spánverjann við því að taka í hönd sína ef það sé aðeins til að stilla sér upp fyrir myndatöku.

Sport
Fréttamynd

Chelsea átti aldrei að selja Gallas

Framherjinn Didier Drogba sagði í samtali við breska fjölmiðla í dag að Chelsea hefði aldrei átt að selja franska varnarmanninn William Gallas til Arsenal og segir hann vera einn besta varnarmann í heiminum.

Sport
Fréttamynd

Ekkert að marka sterka byrjun Manchester United

Arsene Wenger segir að enn sé ekki að marka sterka byrjun Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og segir að það taki lágmark tíu leiki að sjá hvar liðið stendur. Arsenal hefur enn ekki unnið leik í deildinni og segja má að Lundúnaliðið sé í vondum málum ef það tapar á Old Trafford á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

Keppnisbanni aflétt í Ísrael

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú aflétt heimaleikjabanninu sem verið hefur á lands- og félagsliðum þar í landi síðan í upphafi ágúst vegna þeirrar miklu ólgu sem verið hefur í landinu. Landslið Ísraela og félagsliðin þar í landi verða þó að halda sig við Tel Aviv, en það er eina borgin sem UEFA vildi gefa grænt ljós á enn sem komið er.

Sport
Fréttamynd

Spilaði sinn síðasta landsleik á Íslandi

Harðjaxlinn Thomas Gravesen hjá Glasgow Celtic hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með danska landsliðinu og því er ljóst að síðasti landsleikur hans á ferlinum var hér á Laugardalsvelli á dögunum. Gravesen er þrítugur og á að baki 66 landsleiki og þrjú stórmót, en hann segist nú ætla að einbeita sér að því að spila með félagsliði sínu.

Sport
Fréttamynd

Sao Paulo - Boca Juniors í beinni í nótt

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar í nótt klukkan hálf eitt þegar erkifjendurnir Sao Paulo og Boca Juniors mætast í meistarakeppni félagsliða í Suður-Ameríku. Þarna mætast tvö af sterkustu liðum Brasilíu og Argentínu á knattspyrnuvellinum og því ljóst að litlir kærleikar verða milli liðanna í nótt.

Sport
Fréttamynd

Arenas ætlar að hefna sín á þjálfurum sínum

Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

West Ham lá á heimavelli

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham tapaði í kvöld 1-0 fyrir ítalska liðinu Palermo á heimavelli í Evrópukeppni félagsliða. Argentínumennirnir Carloz Tevez og Javier Mascherano spiluðu sinn fyrsta leik í byrjunarliði Lundúnaliðsins í kvöld, en þó sá fyrrnefndi hafi virkað sprækur, náði hann ekki að afstýra slæmu tapi gegn öguðu og varnarsinnuðu ítalska liðinu.

Sport
Fréttamynd

Blackburn gerði jafntefli við Salzburg

Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn hafði ekki heppnina með sér í kvöld þegar liðið sótti Salzburg heim í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Salzburg náði forystu eftir hálftíma leik, en enska liðið náði forystu skömmu síðar með mörkum frá Robbie Savage og Benni McCarthy á 7 mínútna kafla. Heimamenn náðu svo að jafna með marki eftir hornspyrnu þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Sport
Fréttamynd

Henry og Van Persie tæpir

Svo gæti farið að bæði Thierry Henry og Robin Van Persie yrðu frá vegna meiðsla á sunnudaginn þegar lið þeirra Arsenal mætir Manchester United í sannkölluðum risaslag í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Lennon fer í aðgerð á laugardag

Breska sjónvarpið hefur nú staðfest að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham muni fara í aðgerð vegna hnémeiðsla á laugardaginn og reiknað er með því að hann verði frá keppni í sex vikur. Þetta er mikið áfall fyrir lið Tottenham, sem þrátt fyrir góðan sigur í Evrópukeppninni í kvöld, hefur byrjað afleitlega í ensku úrvalsdeildinni.

Sport