Erlendar

Fréttamynd

Bryan Robson hættur hjá WBA

Stjórn enska 1. deildafélagsins West Brom hefur komist að samkomulagið við Bryan Robson um að hann láti af störfum sem knattspyrnustjóri félagsins. Robson náði að halda liðinu í úrvalsdeildinni á undraverðan hátt árið 2004, en liðið féll niður um deild í vor og hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er þessari leiktíð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dáist að Jose Mourinho

Roy Keane, stjóri Sunderland og fyrrum fyrirliði Manchester United, viðurkennir að hann dáist að Jose Mourinho sem knattspyrnustjóra og segir að Portúgalinn hafi sálræna yfirburði á alla aðra stjóra í deildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real Madrid lagði Sociedad

Real Madrid lagði Real Sociedad 2-0 á heimavelli sínum í lokaleik kvöldsins í spænska boltanum. Jose Antonio Reyes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real og kom liðinu yfir þegar langt var liðið á síðari hálfleik, en það var svo varamaðurinn David Beckham sem gerði út um leikinn með marki á lokamínútunni. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leik Real, en Fabio Capello þjálfari er enn að slípa það saman eftir miklar breytingar í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Biðst afsökunar á rauða spjaldinu

Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack fór illa að ráði sínu í dag þegar hann fékk beint rautt spjald fyrir að trampa á fætinum á Mohamed Sissoko hjá Liverpool. Ballack hefur nú beðist afsökunar á athæfi sínu og segir að um óviljaverk hafi verið að ræða.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eiður fiskaði vítaspyrnu

Barcelona var ekki í teljandi vandræðum með að leggja lið Racing Santander í spænska boltanum í dag og hafði 3-0 sigur á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta stundarfjórðunginn í leiknum og náði að setja mark sitt á leikinn með því að fiska vítaspyrnu, en úr henni skoraði Ronaldinho örugglega. Ludovic Giuly og Samuel Eto´o voru einnig á skotskónum í liði meistaranna.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslendingarnir á skotskónum

Nokkrir leikir fóru fram í norska boltanum í dag og þar komu Íslendingar nokkuð við sögu. Eskfirðingurinn Stefán Gíslason skoraði mark Lyn þegar liðið gerði jafntefli við Odd Grenland og þá skoraði Birkir Bjarnason sitt fyrsta mark fyrir Viking frá Stavangri þegar liðið lagði Stabæk 3-1. Veigar Páll Gunnarsson var ekki í liði Stabæk þar sem hann tók út leikbann. Ólafur Örn Bjarnason skoraði eitt marka Brann sem burstaði Sandefjörd 5-3. Önnur úrslit má sjá á Boltavaktinni hér á síðunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrirliðinn úr leik eftir samstuð við Heiðar

Portúgalinn Luis Boa Morte, fyrirliði Fulham í ensku úrvalsdeildinni, verður líklega frá keppni í sex vikur eftir að hafa lent í samstuð við félaga sinn Heiðar Helguson í leiknum gegn Tottenham í dag, en fyrirliðinn er sagður með brákað kinnbein. Þetta er mikið áfall fyrir Fulham, enda er Boa Morte einn besti leikmaður liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jets - Patriots í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í kvöld með beina útsendingu frá viðureign New York Jets og New England Patriots úr amerísku ruðningsdeildinni, NFL. Patriots töpuðu titlinum á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið tvö ár í röð, en i kvöld taka mæta þeir Chad Pennington og félögum í Jets sem eru á mikilli uppleið þessa dagana. Útsendingin hefst klukkan 20:30.

Sport
Fréttamynd

Gríðarlega mikilvægur sigur

Arsene Wenger sagði að þó hans menn í Arsenal hefðu vissulega ekki verið úr leik í baráttunni um meistaratitilinn þó þeir hefðu tapað fyrir Manchester United á Old Trafford í dag, hefði það verið leikmönnum sínum áfall sem erfitt hefði verið að komast yfir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barrera varði titil sinn

Marco Antonio Barrera varði í nótt WBC titil sinn í fjaðurvigt þegar hann vann sigur á Rocky Juarez í Las Vegas í Bandaríkjunum. Bardaginn var sýndur beint á Sýn og hafði Barrera meiri yfirburði í þetta sinn en í fyrri bardaga þeirra, þar sem honum var dæmdur sigur á umdeildan hátt.

Sport
Fréttamynd

Sáttur við rauða spjaldið

Jose Mourinho segist ekki mótmæla rauða spjaldinu sem Michael Ballack fékk að líta í leiknum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag, en gat þó ekki stillt sig um að senda dómara leiksins smá pillu á blaðamannafundi eftir leikinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fluttur á sjúkrahús eftir samstuð

Írski markvörðurinn Shay Given hjá Newcastle hefur verið fluttur á sjúkrahús í Lundúnum eftir að hafa lent í samstuði við Marlon Harewood, sóknarmann West Ham í leik liðanna í dag. Given verður á sjúkrahúsi í nótt og fór því ekki norður til Newcastle til með félögum sínum eftir leikinn. Given kenndi sér meins í maganum og því var ákveðið að flytja hann á sjúkrahús.

Enski boltinn
Fréttamynd

Racing - Barcelona í beinni

Leikur Racing Santander og Barcelona er nú að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. Það er hinn óviðjafnanlegi Guðjón Guðmundsson sem lýsir leiknum og vonandi fá áhorfendur tækifæri til að sjá landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen spreyta sig hjá Katalóníuliðinu, en hann er á varamannabekknum í dag. Síðar í kvöld er svo leikur Real Madrid og Real Sociedad sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal stal sigrinum á Old Trafford

Arsenal krækti í sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Manchester United 1-0 á Old Trafford með marki frá Emmanuel Adebayor þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á Old Trafford síðan árið 2002, en Arsenal misnotaði einnig vítaspyrnu þegar Gilberto lét verja frá sér í upphafi leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Newcastle skellti West Ham

Leikjunum þremur sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Newcastle vann góðan 2-0 útisigur á West Ham í Lundúnum, Blackburn skellti Manchester City 4-2 á Ewood Park og Tottenham og Fulham gerðu markalaust jafntefli á White Hart Lane.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Old Trafford

Staðan í leik Manchester United og Arsenal er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign erkifjendanna á Old Trafford. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í leiknum, en besta færi leiksins átti Arsenal. Tomasz Kuszczak markvörður United fékk dæmda á sig mjög vafasama vítaspyrnu eftir aðeins tíu mínútna leik, en Kuszczak gerði sér lítið fyrir og varði vítið frá Gilberto.

Enski boltinn
Fréttamynd

Góður sigur hjá Paul Casey

Enski kylfingurinn Paul Casey vann í dag glæsilegan sigur á heimsmótinu í holukeppni sem fram fór á Wentworth vellinum í Lundúnum. Casey sigraði Bandaríkjamanninn Shaun Micheel 10-8 í úrslitum mótsins, en Casey er fyrsti nýliðinn sem vinnur mótið síðan Ernie Els afrekaði það árið 1994.

Golf
Fréttamynd

Mikið fjör á Ewood Park

Nú er kominn hálfleikur í þremur leikjum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni, en öll fjögur mörkin sem litið hafa dagsins ljós komu á Ewood Park, þar sem staðan í leik Blackburn og Manchester City er 2-2. Markalaust er hjá Tottenham og Fulham á White Hart Lane, eins og hjá West Ham og Newcastle á Upton Park.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kuszczak stendur í marki United

Nú styttist í leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, en þessi stórleikur hefst klukkan 15. Byrjunarliðin eru klár og ljóst er að Tomasz Kuszczak stendur í marki Manchester United í stað Edwin van der Sar, sem er veikur. Thierry Henry er ekki í liði Arsenal vegna meiðsla.

Enski boltinn
Fréttamynd

Glæsimark Drogba tryggði Chelsea sigur

Chelsea lagði Liverpool 1-0 í fyrri stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Didier Drogba sem skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti, en Michael Ballack var vikið af leikvelli í upphafi þess síðari fyrir glórulaust brot. Liverpool sótti nokkuð í sig veðrið í síðari hálfleiknum en náði ekki að nýta sér liðsmuninn og hefur því enn ekki lagt Chelsea í deildinni undir stjórn Rafa Benitez.

Enski boltinn
Fréttamynd

Verður frá í minnst sex vikur

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves verður frá keppni í lágmark sex vikur efir að staðfest er að hann braut bein í fæti sínum í leik gegn Bielefeld í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta þýðir að hann mun missa ef leikjum Englendinga í undankeppni EM í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill frekar halda áfram en vera heima hjá konunni

Sir Alex Ferguson segir í samtali við News of the World um helgina að hann ætli sér að halda áfram að stýra Manchester United í að minnsta kosti tvö ár í viðbót, því ef hann hætti störfum - bíði hans ekkert annað en að hanga heima með konu sinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea yfir gegn Liverpool

Englandsmeistarar Chelsea hafa yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í fyrri stórleik dagsins, en leikið er á Stamford Bridge í Lundúnum. Það var Fílstrendingurinn Didier Drogba sem skoraði mark Chelsea á 42. mínútu með frábæru einstaklingsframtaki, en hann fékk háa sendingu inn á teiginn með bakið í markið, sneri af sér varnarmann og skaut viðstöðulausu vinstrifótarskoti framhjá markverðinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meiddur í nára og lék ekki

Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék ekki með liði sínu Hannover í þýsku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Hannover tognaði Gunnar Heiðar lítillega á æfingu fyrir helgi og gat ekki leikið með af þeim sökum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sendir landsliðsmönnum sínum aðvörun

Steve McClaren hefur sent þeim leikmönnum sem verið hafa inn og út úr enska landsliðshópnum aðvörun og segir að ef menn ætli sér að vinna sér fast sæti í liði sínu - verði þeir á sama hátt að vera fastamenn í félagsliðum sínum.

Sport
Fréttamynd

Deportivo lagði Villarreal

Einn leikur fór fram í spænska boltanum í kvöld. Deportivo La Corunia bar sigurorð af Villarreal 2-0 á heimavelli sínum, þar sem Juan Capdevila skoraði bæði mörk Deportivo. Leikurinn var sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Barrera mætir Rocky Juarez

Bardagi Marcos Antonio Barrera og Rocky Juarez verður aðal viðburður kvöldsins þegar Sýn verður með beina útsendingu frá hnefaleikum frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta verður í annað sinn sem þeir mætast í titilbardaga, en hinum mexíkóska var dæmdur sigur á stigum í fyrri bardaganum og þótti sú ákvörðun mjög umdeild. Útsending hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Sport
Fréttamynd

Varar við of mikilli bjartsýni

Harry Redknapp hefur varað stuðninsmenn Portsmouth við of mikilli bjartsýni í kjölfar þess að liðið náði toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Charlton í dag. Portsmouth hefur hvorki tapað leik né fengið á sig mark það sem af er deildarkeppninni, en stjórinn vill ekki að stuðningsmenn fari að byggja skýjaborgir.

Sport
Fréttamynd

Deportivo yfir í hálfleik

Nú stendur yfir leikur Deportivo la Corunia og Villarreal í spænsku deildinni og hefur Deportivo 1-0 yfir þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Þorsteinn Gunnarsson lýsir leiknum beint á Sýn, en það var Capdevila sem skoraði mark Deportivo í fyrri hálfleik.

Fótbolti