Erlendar

Fréttamynd

Babayaro kærður fyrir að slá til mótherja

Celestine Babayaro hjá Newcastle á nú yfir höfði sér leikbann eftir að hafa verið kærður fyrir að slá til hollenska framherjans Dirk Kuyt hjá Liverpool í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið. Babayaro mun að öllu óbreyttu taka út þriggja leikja bann eftir að atvikið var skoðað á myndbandi, en hann hefur frest fram yfir helgina til að svara fyrir sig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hefur enn ekki fengið gögn frá BBC

Breska knattspyrnusambandið hefur lýst yfir óánægju sinni með breska sjónvarpið í kjölfar þess að sambandinu hafa enn ekki borist gögn frá sjónvarpinu svo hægt sé að fara á fullu í að rannsaka ásakanir á hendur stjórum og leikmönnum sem fram komu í þættinum Panorama á dögunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Falleg knattspyrna er arfleifð Arsene Wenger

Thierry Henry fer fögrum orðum um knattspyrnustjóra sinn Arsene Wenger í viðtali í dag og segir að stjórans verði minnst fyrir þá fallegu knattspyrnu sem liðið hefur spilað undir hans stjórn síðan hann tók við fyrir bráðum áratug.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fjórar milljónir ljósára í Evrópusætið

Martin O´Neill segir að alla hjá Aston Villa dreymi vissulega um að koma liðinu í Evrópukeppnina á ný, þar sem liðið hefur ekki látið að sér kveða síðan árið 1982 þegar liðið vann sigur í Evrópukeppninni. O´Neill er þó hógvær á möguleika liðsins og segir Evrópusætið fjórar milljónir ljósára í burtu á þessum tímapunkti.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rooney verður betri en George Best

Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óvænt úrslit í bikarnum

Mjög óvænt úrslit urðu í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld þegar lið Sandefjord burstaði Rosenborg 5-2 á útivelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitum keppninnar. Sandefjord mætir Fredrikstad í úrslitaleik, en Fredrikstad lagði Start í hinum undanúrslitaleiknum í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Feginn að losna frá Englandi

Spænski framherjinn Fernando Morientes gerði ekki gott mót á þeim mánuðum sem hann lék með Liverpool, en hann hefur nú tekið upp fyrri iðju í heimalandinu og raðar inn mörkunum fyrir Valencia. Hann segist feginn að vera laus frá Englandi, því knattspyrnan þar hafi engan veginn fallið að sínum leikstíl.

Fótbolti
Fréttamynd

Craig Bellamy er strigakjaftur

Terry McDermott, þjálfari hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle, lenti í orðaskaki við framherjann Craig Bellamy hjá Liverpool eftir leik liðanna á Anfield í gærkvöldi, en Bellamy lék áður með Newcastle. McDermott segir að Bellamy sé strigakjaftur sem haldi ætíð að hann sé stærri en liðið sem hann spilar fyrir hverju sinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Konum bannað að kaupa aðgöngumiða

Það er jafnan heitt í kolunum þegar grannaliðin Dinamo og Steua frá Búkarest eigast við á knattspyrnuvellinum, en forráðamenn Dinamo gengu svo langt að banna konum að kaupa miða á leikinn í gær og sökuðu þær um að vera að hamstra miða fyrir gestaliðið. Þá kom einnig til slagsmála í einni miðaröðinni sem seldi Dinamo miða eftir að farsími tók að hringja með stuðningsmannalagi Steua.

Sport
Fréttamynd

Dimitar Berbatov meiddur

Búlgarski landsliðsmaðurinn Dimitar Berbatov verður frá keppni í að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar hjá Tottenham eftir að nárameiðsli hans tóku sig upp að nýju á æfingu í dag. Berbatov hefur lítið geta spilað með Lundúnaliðinu síðan hann var keyptur frá Leverkusen á 11 milljónir í sumar, en þetta er mikið áfall fyrir liðið sem hefur byrjað afleitlega í deildinni og gengur ekkert að skora mörk.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mandaric stígur formlega af stóli

Milan Mandaric, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, hefur nú tilkynnt að hann ætli að segja af sér formennsku að loknum leik Portsmouth og Bolton á mánudaginn. Undir stjórn Gaydamak hefur félagið tekið stórt stökk á nokkrum árum og framtíðin er vissulega björt undir stjórn hins nýja eiganda, Alexandre Gaydamak.

Enski boltinn
Fréttamynd

Reading áformar að stækka heimavöllinn

Forráðamenn Reading segja áform uppi um að stækka Madejski leikvanginn, heimavöll félagsins, um allt að 10.000 sæti. Völlurinn tekur sem stendur aðeins um 24.000 manns í sæti, en vonast er til að stuðningsmönnum úrvalsdeildarliðsins fjölgi í kjölfar góðs gengis liðsins á síðustu misserum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjónvarpsþátturinn var farsi

Harry Redknapp segir að sjónvarpsþátturinn Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu á dögunum hafi verið farsi frá upphafi til enda og segir ásakanir á hendur sér í þættinum algjöra vitleysu. Redknapp var sakaður um að hafa rætt ólöglega við leikmanninn Andy Todd á sínum tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tekur fulla ábyrgð á tapinu

Gareth Southgate segir að skrifa megi tapið fyrir fyrrum lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar í Notts County alfarið á sig, en Southgate stillti upp mikið breyttu liði á heimavelli gegn 3. deildarliðinu og uppskar 1-0 tap.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óttast ekki pressuna

Stuart Pearce segist ekki óttast þá síauknu pressu sem á honum er eftir að Manchester City tapaði enn eina ferðina í gær og nú fyrir Chesterfield í enska deildarbikarnum. Þetta var þriðja tap City og 13 ósigur liðsins í síðustu 16 leikjum í það heila.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mjög sáttur þrátt fyrir að vera á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen segist fullkomlega sáttur við lífið hjá nýja liðinu sínu Barcelona þó hann hafi þurft að verma varamannabekkinn hjá liðinu fyrstu vikurnar, líkt og hann gerði hjá Chelsea. Hann segir að leikstíll þeirra Frank Rijkaard og Jose Mourinho sé hreint ekki svo ólíkur.

Fótbolti
Fréttamynd

Léttir fyrir Liverpool

Liverpool vann í kvöld afar mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle í eina leiknum sem fram fór í ensku úrvalsdeildinni, en leikið var á Anfield. Hollenski framherjinn Dirk Kuyt opnaði markareikning sinn fyrir félagið með marki í fyrri hálfleik og Spánverjinn Xabi Alonso skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi í þeim síðari og tryggði Liverpool þrjú dýrmæt stig eftir að liðið hafði tapað tveimur deildarleikjum í röð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þrjú úrvalsdeildarlið úr leik

Enski deildarbikarinn stóð svo sannarlega undir nafni í kvöld, því þrjú úrvalsdeildarlið féllu úr keppni gegn minni spámönnum í leikjunum fimm sem voru á dagskrá. Aston Villa hélt þó uppi merkjum liða í efstu deild með góðum 2-1 útisigri á Scunthorpe í leik sem sýndur var beint á Sýn. Juan Pablo Angel skoraði bæði mörk Villa í leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Heiðar minnkar muninn fyrir Fulham

Lið Fulham hefur komið einbeittara til leiks í síðari hálfleiknum gegn Wycombe á heimavelli sínum því Heiðar Helguson er búinn að minnka muninn í 2-1 með góðum skalla strax á 47. mínútu leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Aston Villa yfir gegn Scunthorpe

Fimm leikir eru á dagskrá kvöldsins í enska deildarbikarnum og annað kvöldið í röð eru litlu liðin að stríða úrvalsdeildarliðunum. Aston Villa er ekki eitt þeirra, en liðið hefur 1-0 forystu gegn Scunthorpe í leik sem sýndur er beint á Sýn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Orðlaus yfir smekklausum stuðningsmönnum West Ham

Glenn Roader, stjóri Newcastle og fyrrum stjóri West Ham, segist hafa trúað sínum eigin eyrum þegar hann mætti á Upton Park með nýja liðið sitt á dögunum, en þá sungu stuðningsmenn niðrandi texta um lífshættuleg veikindi sem hann átti við að stríða þegar hann stýrði West Ham á sínum tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kevin Bond ætlar í mál við BBC

Kevin Bond, þjálfari hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle, ætlar að höfða skaðabótamál á hendur breska sjónvarpinu eftir að honum þótti hann borinn þungum og röngum sökum í þættinum Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu í gærkvöld og er að gera allt vitlaust í knattspyrnuheiminum á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Boa Morte verður frá í sex vikur

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Fulham hafa nú staðfest að portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Boa Morte verði frá keppni í sex vikur eins og óttast var í upphafi eftir að hann lenti í samstuði við harðjaxlinn og samherja sinn Heiðar Helguson í leik gegn Tottenham um síðustu viku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Aðgangur að öllum mörkum í farsímanum

Og Vodafone hefur nú aukið þjónustu sína við knattspyrnuáhugamenn til muna en nú geta farsímanotendur séð öll mörkin úr meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í gegn um netið í farsímum sínum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Scunthorpe - Aston Villa í beinni

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá viðureign Scunthorpe og Aston Villa í enska deildarbikarnum í kvöld. Útsending hefst klukkan 18:30, en fimm leikir eru á dagskrá í keppninni í kvöld. Líklegt þykir að tékkneski framherjinn Milan Baros spili sinn fyrsta leik á tímabilinu með Aston Villa í kvöld, en þeir fá eflaust harða mótspyrnu frá liði Scunthorpe sem er um miðja næst efstu deild á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Blackwell rekinn frá Leeds

1. deildarfélagið Leeds United rak í dag knattspyrnustjórann Kevin Blackwell úr starfi, en hann tók við liðinu vorið 2004. Mikil pressa hafði verið á stjóranum að undanförnu, en eftir að Leeds missti naumlega af sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er það nú við botninn í deildinni og það er óásættanlegt. Fyrrum landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson leikur með Leeds.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tapar Liverpool þriðja leiknum í röð?

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en þá tekur Liverpool á móti Newcastle á Anfield. Liverpool hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni, en talið er líklegt að Rafa Benitez tefli fram sama byrjunarliði í kvöld og í síðasta leik og yrði það þá í fyrsta sinn í 92 leiki sem það gerðist.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stóri-Sam neitar ásökunum

Sam Allardyce hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum sem hann var borinn í sjónvarpsþættinum Panorama í breska sjónvarpinu í gær, en þar kom fram að hann hefði tekið við mútugreiðslum frá tveimur umboðsmönnum í leikmannakaupum. "Ég vísa öllum ásökunum sem fram komu í þættinum á bug og málið er nú í höndum lögmanna minna," sagði Allardyce í dag, en neitar annars að tjá sig um málið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skuldir Arsenal jukust um 100 rúmar milljónir punda

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, tilkynnti í dag að skuldir félagsins hefðu aukist úr 153 milljónum punda í 262 milljónir. Þessi gríðarlega aukning er fyrst og fremst komin til vegna flutnings liðsins á nýja heimavöllinn, Emirates Stadium, en innkoma hjá félaginu var að öðru leiti nokkuð jákvæð enda náði liðið langt í meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Falsaðar nektarmyndir af konu Woods í umferð

Ameríski kylfingurinn Tiger Woods á nú í erfiðleikum með að einbeita sér að keppni á Ryder Cup mótinu, eftir að bresk og írsk blöð birtu í dag falsaðar nektarmyndir af konu hans sem höfðu verið í umferð á netinu.

Golf