Erlendar

Fréttamynd

Brasilía lagði Ekvador

Brasilíumenn lögðu granna sína Ekvadora 2-1 í vináttulandsleik í Stokkhólmi í kvöld eftir að hafa verið manni fleiri frá 29. mínútu. Ekvadorar komust í 1-0 og voru betra liðið framan af, en Fred jafnaði skömmu fyrir hálfleik og Kaka skoraði sigurmarkið á 74. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Jónas Sævarsson í landsliðið

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið Jónas Guðna Sævarsson úr Keflavík og Ásgeir Gunnar Ágeirsson úr FH í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Svíum á morgun í stað Helga Vals Daníelssonar sem er meiddur. Eins og fram kom í dag er Veigar Páll Gunnarsson veikur og verður ekki með gegn Svíum.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta beina útsendingin á NBA TV í nótt

Í kvöld geta NBA áhugamenn tekið forskot á sæluna þegar NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland verður með fyrstu beinu útsendinguna frá undirbúningstímabilinu og hér er enginn smá leikur á ferðinni - viðureign Miami Heat og Detroit Pistons.

Körfubolti
Fréttamynd

Kallar á stolt og ástríðu

Steve McClaren vill að leikmenn enska landsliðsins sýni stolt sitt og ástríðu þegar þeir sækja Króata heim í undankeppni EM annað kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Veigar Páll og Helgi Valur ekki með gegn Svíum

Þær fréttir voru að berast af íslenska landsliðinu í knattspyrnu að þeir Veigar Páll Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson hafa þurft að draga sig út úr hópnum fyrir leikinn gegn Svíum á morgun.

Sport
Fréttamynd

Brasilía - Ekvador í beinni á Sýn

Brasilíumenn og Ekvadorar spila í kvöld vináttuleik í knattspyrnu í Stokkhólmi í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 17:50. Landsliðsþjálfari Brasilíu hefur ákveðið að gera breytingar á undirbúningi liðsins frá því sem tíðkaðist á HM.

Sport
Fréttamynd

Króatar aðvaraðir

Evrópska knattspyrnusambandið hefur nú sent króatíska knattspyrnusambandinu aðvörun um að hafa hemil á stuðningsmönnum landsliðsins í leiknum gegn Englendingum annað kvöld, en stuðningsmenn króatíska liðsins hafa gerst sekir um kynþáttafordóma að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Sleppur með sekt

Joey Barton sleppur með skrekkinn eftir að hafa berað á sér bossann í leik gegn Everton á dögunum, en aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að sleppa honum með 2000 punda sekt og aðvörun fyrir háttalag sitt. Tekið var mið af því að Barton baðst afsökunar á uppátækinu og var leikmaðurinn ánægður með niðurstöðuna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ledley King meiddur

Miðvörðurinn sterki Ledley King hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Króötum annað kvöld vegna meiðsla á hné, en miklar bólgur hafa tekið sig upp í hné hans eftir leiki í haust vegna aðgerðar sem hann gekkst undir í sumar. Þetta kemur ekki að sök fyrir enska liðið því Rio Ferdinand tekur stöðu hans eftir að snúa sjálfur til baka eftir meiðsli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Haukar mæta Paris Handball

Í dag var dregið í í þriðju umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fá Haukar það verkefni að mæta franska liðinu Paris Handball og verður fyrri leikur liðanna spilaður í París 4. eða 5. næsta mánaðar. Í Áskorendakeppninni dróst Fylkir á móti liði St Gallen í Sviss, en fyrri leikurinn verður hér heima í byrjun næsta mánaðar.

Handbolti
Fréttamynd

Schumacher hefur ekki gefist upp

Michael Schumacher mun fara í Brasilíukappaksturinn með það hugafar að hann geti stolið heimsmeistaratitlinum úr greipum Fernando Alonso, segir Damon Hill fyrrum keppinautur Schumacher.

Sport
Fréttamynd

Alonso vann, vél Ferrari gaf sig

Fernando Alonso sigraði Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Michael Schumacher hafði forystu lengst af en vél Ferrari bíl hans gaf sig þegar lítið var eftir. Það hefur ekki gerst í fimm ár. Eina leið Schumacher til að ná heimsmeistaratitlinum af Alonso er að vinna næsta kappakstur og Alonso má ekki klára.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarlið Íslands gegn Lettum

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt liðið sem byrjar inná fyrir Íslands hönd gegn Lettum í undankeppni EM 2008 í Riga í kvöld. Eyjólfur stillir upp í leikkerfið 4-4-1-1 og verður með Jóhannes Karl Guðjónsson fyrir aftan Eið Smára sem leikur í fremstu víglínu.

Sport
Fréttamynd

Lið Ferrari er ekki árennilegt

Liðsmenn Ferrari tóku sér tíma til þess að stilla sér upp eftir æfingu í morgun. Við bílinn eru aðalökumenn liðsins Brasilíumaðurinn Felipe Massa sem verður á ráspól og Þjóðverjinn Michael Schumacher sem verður næstur á eftir Massa þegar ljósin kvikna á Suzuka brautinni í Japan á morgun.

Sport
Fréttamynd

Saha verður á bekknum gegn Skotum

Framherjinn skæði Louis Saha hjá Manchester United verður ekki í byrjunarliði Frakka á Hamden Park á morgun þegar silfurliðið frá HM mætir Skotum í undankeppni EM. Miðjumaðurinn Patrick Vieira kom aftur vel út úr læknisskoðun í kvöld og hefur verið dæmdur nógu heill til að spila á morgun.

Sport
Fréttamynd

Tainio verður frá í mánuð

Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Tainio verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Tainio verður því ekki með Finnum í landsleikjunum gegn Armeníu og Kazakstan á næstu viku og ljóst er að fjölhæfni hans og baráttugleði verður sárt saknað í herbúðum Tottenham.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mandaric íhugar að kaupa Leicester

Serbneski viðskiptajöfurinn Milan Mandaric, sem nýverið seldi hlut sinn í úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth, segist vera að íhuga að kaupa annað félag á Englandi og viðurkennir að um helmings líkur séu á að hann geri tilboð í Leicester City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Clippers vann sigur í Moskvu

NBA lið Los Angeles Clippers vann sigur á rússneska liðinu BC Khimki í æfingaleik í Moskvu í dag 89-91. Shaun Livingston skoraði 19 stig fyrir bandaríska liðið sem hefur verið í Rússlandi síðan um mánaðamót í æfingabúðum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hoeness og Mihajlovic í bann

Uli Hoeness stjórnarformaður Bayern Munchen og Sinisa Mihajlovic aðstoðarþjálfari Inter Milan voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann fyrir að ausa blótsyrðum hvor á annan á leik Inter og Bayern í Meistaradeildinni á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábærum ferli Jorge Costa lokið

Fyrrum landsliðsmaðurinn Jorge Costa frá Portúgal hefur tilkynnt að hann sé hættur knattspyrnuiðkun. Þessi 34 ára gamli Portúgali spilaði lengst af með Porto, þar sem hann vann 8 meistaratitla, 5 bikarkeppnir, Evrópukeppni félagsliða árið 2003 og Meistaradeildina árið 2004.

Sport
Fréttamynd

Leikmenn ráða engu um leikaðferð liðsins

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að enska landsliðið spili nákvæmlega eins og hann vill gegn Makedóníu á morgun, en fregnir höfðu borist af því í morgun að leikmenn liðsins hefðu mótmælt því að þjálfarinn ætlaði að spila 3-5-2 gegn Makedóníu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tröllið Valuev í beinni annað kvöld

Rússneska þungavigtartröllið Nikolay Valuev verður í eldlínunni á Sýn annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin sýnir beint frá titilvörn hans gegn Bandaríkjamanninum Monte Barrett í Chicago, en hér fyrir neðan má sjá myndaalbúm af tröllinu.

Sport
Fréttamynd

Skaut af byssu til að skakka leikinn

Villingurinn Stephen Jackson og nokkrir félagar hans frá NBA liði Indiana Pacers lentu í vandræðum fyrir utan súlustað í Indianapolis í gærkvöldi þar sem þeir áttu í deilum við nokkra aðra gesti staðarins. Jackson fór verst út úr þessum viðskiptum en hann fékk hnefahögg og því næst var ekið á hann. Jackson stillti sjálfur til friðar með því að skjóta fimm skotum upp í loftið af skammbyssu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Schumacher er yfir í sálfræðistríðinu

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir hinn sigursæla Michael Schumacher ekki hafa verið íþróttinni til mikils sóma á ferlinum, en þykist nokkuð viss um að hann muni enda ferilinn á meistaratitli.

Formúla 1
Fréttamynd

NBA lið í eldlínunni í Evrópu

Um þessar mundir eru fjögur lið úr NBA deildinni í körfubolta á æfingaferðalögum um Evrópu undir yfirskriftinni NBA Europe Live ´06. Körfuboltaáhugamenn geta fylgst með fjórum þessara leikja í beinni útsendingu á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ.

Körfubolti
Fréttamynd

Segir Tevez og Mascherano að fara frá West Ham

Nýráðinn landsliðsþjálfari Argentínu er ekki að skafa af því í viðtali á vefsíðu þar í landi í dag og segir að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez ættu að hypja sig frá West Ham því það henti þeim alls ekki að spila fyrir liðið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Auðveldur sigur hjá Gummersbach

Þýska handknattleiksliðið Gummersbach vann í kvöld auðveldan 36-25 sigur á norsku meisturunum Sandefjord í Meistaradeildinni, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 15-15. Leikurinn fór fram í Leverkusen þar sem heimavöllur Gummersbach er ekki löglegur í Evrópukeppnum.

Handbolti
Fréttamynd

Carlisle fær nýjan samning og stöðuhækkun

Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers í NBA deildinni, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið og hefur þar að auki fengið stöðu í stjórninni. Carlisle hefur þjálfað Pacers í þrjú ár og var meðal annars kjörinn þjálfari ársins í deildinni árið 2002 þegar hann stýrði liði Detroit Pistons.

Körfubolti
Fréttamynd

Barthez að hætta

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hefur tilkynnt að hann ætli að leggja skóna á hilluna. Barthez hefur verið með lausa samninga síðan hann var látinn fara frá Marseille á síðustu leiktíð, en þessi 35 ára gamli markvörður á að baki 87 landsleiki fyrir Frakklands hönd.

Sport
Fréttamynd

Ívar á von á nýjum samningi

Enska úrvalsdeildarfélagið Reading reiknar með að gera nýja og endurbætta samninga við nokkra af lykilmönnum félagsins í kjölfar þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni og hefur þar slegið í gegn í upphafi leiktíðar. Ívar Ingimarsson er einn þeirra sem Sky segir að gæti átt von á að fá nýjan og betri samning í framtíðinni.

Enski boltinn