Sport

Schumacher hefur ekki gefist upp

Schumacher vill eflaust setjast í helgan stein með enn einn heimsmeistaratitilinn uppi á arinhillu.
Schumacher vill eflaust setjast í helgan stein með enn einn heimsmeistaratitilinn uppi á arinhillu. MYND/AP

Michael Schumacher mun fara í Brasilíukappaksturinn með það hugafar að hann geti stolið heimsmeistaratitlinum úr greipum Fernando Alonso, segir Damon Hill fyrrum keppinautur Schumacher.

Þjóðverjinn þarf að vinna kappaksturinn og Alonso má ekki vera meðal þeirra átta efstu til að ætlunarverkið gangi eftir.

"Michael hefur sagt að hann sé ekki að hugsa um titilinn. Það er bull, hann gefst aldrei upp. Ef ég væri Alosno þá myndi ég láta lítið fyrir mér fara þangað til eftir kappaksturinn," sagði Hill

"Það má aldrei afskrifa mann eins og Schumi. Hann fer í kappaksturinn hugsandi: hvernig á ég að vinna og Alonso að fá engin stig. Þannig mætir hann til leiks eða hann er ekki Michael Schumacher," sagði Hill að lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×