Íþróttir Óttaðist að verða seldur frá United Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United greinir frá því í óútkominni bók sinni að hann hafi óttast mjög að verða seldur frá félaginu í kjölfar þess að myndir náðust af honum og Peter Kenyon, yfirmanni knattspyrnumála hjá Chelsea, á veitingahúsi í fyrra. Ferdinand segist aldrei hafa séð Alex Ferguson jafn reiðan og í kjölfarið. Enski boltinn 19.9.2006 13:27 Vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina Framherjinn Stan Collymore hefur hvergi nærri gefið upp alla von með að snúa aftur til keppni í ensku úrvalsdeildinni, þó hann hafi ekki spilað alvöru leik í mörg ár og sé orðinn 35 ára gamall. Collymore hefur getið sér gott orð sem leikari á síðustu misserum og fór síðast á kostum í stórmyndinni Basic Instinct 2 við hlið kynbombunnar Sharon Stone. Enski boltinn 19.9.2006 13:05 Þáttur um spillingu í knattspyrnunni á BBC í kvöld Nú ríkir nokkur titringur á Englandi vegna sjónvarpsþáttarins Panorama sem sýndur verður á BBC sjónvarpsstöðinni í kvöld, en þar verður til rannsóknar meint spilling umboðsmanna og knattspyrnustjóra í landinu. Sagt er að nokkur úrvalsdeildarfélög muni jafnvel fá á baukinn í þættinum, en frekari frétta af málinu er að vænta í kvöld. Enski boltinn 19.9.2006 12:48 Lehmann til rannsóknar hjá lögreglu Jens Lehmann, markvörður Arsenal, er nú til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester eftir að henni bárust athugasemdir um að markvörðurinn hefði sparkað vatnsbrúsa í átt að stuðningsmönnum United í stúkunni á leik liðanna á sunnudag. Enski boltinn 19.9.2006 11:59 Lerner tekinn við stjórnarformennsku hjá Aston Villa Ameríski auðkýfingurinn Randy Lerner hefur nú tekið formlega við stjórnarformennsku hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa, eftir að Doug Ellis steig af stóli í morgun. Ellis hefur verið í stjórn Villa síðan 1968 og hefur verið gerður að heiðursforseta, en nú tekur Lerner við stjórnartaumunum. Lerner er hársbreidd frá því að eignast 90% hlut í félaginu. Enski boltinn 19.9.2006 11:54 Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. Fótbolti 18.9.2006 20:38 Mínus tvö stig í síðustu fimm leikjum Eftir afar gott gengi í fyrri hluta móts í sænsku úrvalsdeildinni hefur Stokkhólmsliðið Hammarby ekki náð sér á strik á undanförnum vikum. Auk þess sem leikur liðsins gegn Djurgården var blásinn af í síðasta mánuði vegna óláta áhorfenda hefur liðið nú ekki unnið síðustu fimm leiki í röð og tapað fjórum þeirra. Hammarby var lengi vel í efsta sæti deildarinnar framan af sumri en er nú fallið í sjötta sæti. Til að bæta gráu á svart voru þrjú stig dregin af liðinu vegna fyrrnefndra óláta. Fótbolti 18.9.2006 20:38 McClaren vill fá Scholes aftur í landsliðið Terry Venables, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, segir að Steve McClaren landsliðsþjálfari hafi sett sig í samband við Paul Scholes hjá Manchester United með það fyrir augum að fá hann til að taka landsliðsskóna fram að nýju í kjölfar þess að Owen Hargreaves fótbrotnaði um helgina. Enski boltinn 18.9.2006 15:41 Mótum fjölgar á næsta ári Í dag var ákveðið að fjölga mótum á keppnistímabilinu í Formúlu 1 úr 17 í 18 og útlit er fyrir að San Marino-kappaksturinn á Imola muni halda áfram eftir allt. Þetta var ákveðið á fundi í París í dag, þar sem Alþjóða akstursíþróttasambandið og fulltrúar bílaframleiðenda og keppnisliðanna komu saman. Formúla 1 18.9.2006 19:19 Vonast enn eftir landsliðssæti Varnarmaðurinn Sol Campbell hjá enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth segist enn ekki hafa gefið upp alla von með að spila fleiri leiki fyrir hönd enska landsliðsins, en þessi 32 ára gamli fyrrum fastamaður í liðinu hefur byrjað leiktíðina afar vel með Portsmouth. Enski boltinn 18.9.2006 18:02 Handboltavertíðin hefst á morgun Á morgun hefst handboltavertíð vetrarins með formlegum hætti þegar kvennalið ÍBV og Hauka leiða saman hesta sína í Vestmannaeyjum í meistarakeppni HSÍ. Á miðvikudaginn er svo komið að körlunum þar sem Fram og Stjarnan eigast við í Framhúsinu. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19. Handbolti 18.9.2006 16:51 Stefnan sett á 100.000 áhorfendur Knattspyrnusamband Íslands greinir frá því á vef sínum í dag að ekki sé ólíklegt að aðsóknarmetið í efstu deild karla í knattspyrnu verði slegið um næstu helgi þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar fer fram. Stefnan er sett á að fá 100 þúsund manns á völlinn í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 18.9.2006 16:39 Peterborough - Everton í beinni annað kvöld Sýn verður með beinar útsendingar frá leikjum í enska deildarbikarnum annað kvöld og á miðvikudagskvöldið, en þá fer fram fjöldi leikja í keppninni. Annað kvöld verður viðureign Peterborough og Everton í beinni útsendingu og hefst útsending klukkan 18:35 og á sama tíma á miðvikudagskvöldið verður leikur Scunthorpe í beinni á sama tíma. Enski boltinn 18.9.2006 17:46 Einn besti dagur í lífi mínu Jose Antonio Reyes, leikmaður Real Madrid á Spáni, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í gærkvöld þegar það lagði Real Sociedad 2-0 á heimavelli sínum. Reyes var að spila sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið og sagðist ekki hafa geta beðið um betri byrjun. Fótbolti 18.9.2006 16:30 Meistaradeildin á Fjölvarpinu Eurosport hefur gert samning við Handknattleikssamband Evrópu um beinar útsendingar frá meistaradeildinni í handbolta og verða leikir þýsku liðanna allir í beinni útsendingu næstu þrjú árin. Þetta þýðir að þeim sem hafa aðgang að fjölvarpinu á Digital Ísland geta séð Íslensku leikmennina fara á kostum með liðum sínum í vetur. Handbolti 18.9.2006 17:04 Hætti hjá Renault vegna óvissu um framtíð liðsins Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault, sem gengur í raðir McLaren á næsta tímabili, hefur gefið það upp að hann hafi ákveðið að yfirgefa liðið vegna óvissu um framtíð liðsins í Formúlu 1. Formúla 1 18.9.2006 16:18 Útilokar að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni David Beckham segir ekki koma til greina fyrir sig að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni af þeirri einföldu ástæðu að hann geti ekki hugsað sér að spila gegn Manchester United. "Ég er stuðningsmaður Manchester United og elska félagið, svo ég gæti aldrei farið í búning annars liðs og spilað á móti þeim," sagði fyrrum landsliðsfyrirliðinn sem vonast enn til að vinna titil með spænska liðinu Real Madrid áður en hann leggur skóna á hilluna. Enski boltinn 18.9.2006 16:11 Leroy Lita sleppur Framherjinn Leroy Lita hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading, verður ekki sóttur til saka fyrir að skalla mann á næturklúbbi á dögunum eftir að lögreglan í Bristol ákvað að hætta við að höfða mál gegn honum í ljósi þess að maðurinn sem kærði hann dró vitnisburð sinn til baka. Enski boltinn 18.9.2006 15:36 Schumacher launahæstur þrátt fyrir að vera hættur Umboðsmaður þýska ökuþórsins Michael Schumacher fullyrðir í samtali við þýska blaðið Bild, að Schumacher muni hala inn meiri tekjur en helstu keppinautar hans Kimi Raikkönen og Fernando Alonso á næsta ári - þó hann setjist aldrei upp í bíl. Formúla 1 18.9.2006 15:21 Hnémeiðslin munu ekki ógna ferli Owen Bandaríski sérfræðingurinn Richard Steadman hefur lofað enska landsliðsframherjanum Michael Owen að hnémeiðsli hans muni ekki ógna ferli hans sem knattspyrnumanns. Owen fór í aðgerð hjá Bandaríkjamanninum á dögunum og er sagður á ágætum batavegi. Enski boltinn 18.9.2006 14:58 Boro semur um kaupverð á Woodgate Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segir að félagið hafi þegar komist að samkomulagi við spænska félagið Real Madrid á miðverðinum Jonathan Woodgate, sem gekk í raðir enska liðsins sem lánsmaður á dögunum. Enski boltinn 18.9.2006 14:16 Shay Given fór í aðgerð Írski landsliðsmarkvörðurinn Shay Given gekkst undir aðgerð á kvið á sjúkrahúsi í London í nótt eftir að hafa lent í slæmu samstuði í leik með liði sínu Newcastle gegn West Ham í gær. Given verður frá keppni í einhvern tíma í kjölfarið, en enn hefur ekki verið gefið upp hve lengi hann verður frá. Enski boltinn 18.9.2006 14:05 Bryan Robson hættur hjá WBA Stjórn enska 1. deildafélagsins West Brom hefur komist að samkomulagið við Bryan Robson um að hann láti af störfum sem knattspyrnustjóri félagsins. Robson náði að halda liðinu í úrvalsdeildinni á undraverðan hátt árið 2004, en liðið féll niður um deild í vor og hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er þessari leiktíð. Enski boltinn 18.9.2006 14:01 Dáist að Jose Mourinho Roy Keane, stjóri Sunderland og fyrrum fyrirliði Manchester United, viðurkennir að hann dáist að Jose Mourinho sem knattspyrnustjóra og segir að Portúgalinn hafi sálræna yfirburði á alla aðra stjóra í deildinni. Enski boltinn 17.9.2006 16:45 Real Madrid lagði Sociedad Real Madrid lagði Real Sociedad 2-0 á heimavelli sínum í lokaleik kvöldsins í spænska boltanum. Jose Antonio Reyes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real og kom liðinu yfir þegar langt var liðið á síðari hálfleik, en það var svo varamaðurinn David Beckham sem gerði út um leikinn með marki á lokamínútunni. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leik Real, en Fabio Capello þjálfari er enn að slípa það saman eftir miklar breytingar í sumar. Fótbolti 17.9.2006 21:30 Biðst afsökunar á rauða spjaldinu Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack fór illa að ráði sínu í dag þegar hann fékk beint rautt spjald fyrir að trampa á fætinum á Mohamed Sissoko hjá Liverpool. Ballack hefur nú beðist afsökunar á athæfi sínu og segir að um óviljaverk hafi verið að ræða. Enski boltinn 17.9.2006 20:02 Eiður fiskaði vítaspyrnu Barcelona var ekki í teljandi vandræðum með að leggja lið Racing Santander í spænska boltanum í dag og hafði 3-0 sigur á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta stundarfjórðunginn í leiknum og náði að setja mark sitt á leikinn með því að fiska vítaspyrnu, en úr henni skoraði Ronaldinho örugglega. Ludovic Giuly og Samuel Eto´o voru einnig á skotskónum í liði meistaranna. Fótbolti 17.9.2006 20:13 Íslendingarnir á skotskónum Nokkrir leikir fóru fram í norska boltanum í dag og þar komu Íslendingar nokkuð við sögu. Eskfirðingurinn Stefán Gíslason skoraði mark Lyn þegar liðið gerði jafntefli við Odd Grenland og þá skoraði Birkir Bjarnason sitt fyrsta mark fyrir Viking frá Stavangri þegar liðið lagði Stabæk 3-1. Veigar Páll Gunnarsson var ekki í liði Stabæk þar sem hann tók út leikbann. Ólafur Örn Bjarnason skoraði eitt marka Brann sem burstaði Sandefjörd 5-3. Önnur úrslit má sjá á Boltavaktinni hér á síðunni. Fótbolti 17.9.2006 19:53 Fyrirliðinn úr leik eftir samstuð við Heiðar Portúgalinn Luis Boa Morte, fyrirliði Fulham í ensku úrvalsdeildinni, verður líklega frá keppni í sex vikur eftir að hafa lent í samstuð við félaga sinn Heiðar Helguson í leiknum gegn Tottenham í dag, en fyrirliðinn er sagður með brákað kinnbein. Þetta er mikið áfall fyrir Fulham, enda er Boa Morte einn besti leikmaður liðsins. Enski boltinn 17.9.2006 19:43 Jets - Patriots í beinni í kvöld Sjónvarpsstöðin Sýn verður í kvöld með beina útsendingu frá viðureign New York Jets og New England Patriots úr amerísku ruðningsdeildinni, NFL. Patriots töpuðu titlinum á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið tvö ár í röð, en i kvöld taka mæta þeir Chad Pennington og félögum í Jets sem eru á mikilli uppleið þessa dagana. Útsendingin hefst klukkan 20:30. Sport 17.9.2006 19:36 « ‹ 138 139 140 141 142 143 144 145 146 … 334 ›
Óttaðist að verða seldur frá United Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United greinir frá því í óútkominni bók sinni að hann hafi óttast mjög að verða seldur frá félaginu í kjölfar þess að myndir náðust af honum og Peter Kenyon, yfirmanni knattspyrnumála hjá Chelsea, á veitingahúsi í fyrra. Ferdinand segist aldrei hafa séð Alex Ferguson jafn reiðan og í kjölfarið. Enski boltinn 19.9.2006 13:27
Vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina Framherjinn Stan Collymore hefur hvergi nærri gefið upp alla von með að snúa aftur til keppni í ensku úrvalsdeildinni, þó hann hafi ekki spilað alvöru leik í mörg ár og sé orðinn 35 ára gamall. Collymore hefur getið sér gott orð sem leikari á síðustu misserum og fór síðast á kostum í stórmyndinni Basic Instinct 2 við hlið kynbombunnar Sharon Stone. Enski boltinn 19.9.2006 13:05
Þáttur um spillingu í knattspyrnunni á BBC í kvöld Nú ríkir nokkur titringur á Englandi vegna sjónvarpsþáttarins Panorama sem sýndur verður á BBC sjónvarpsstöðinni í kvöld, en þar verður til rannsóknar meint spilling umboðsmanna og knattspyrnustjóra í landinu. Sagt er að nokkur úrvalsdeildarfélög muni jafnvel fá á baukinn í þættinum, en frekari frétta af málinu er að vænta í kvöld. Enski boltinn 19.9.2006 12:48
Lehmann til rannsóknar hjá lögreglu Jens Lehmann, markvörður Arsenal, er nú til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester eftir að henni bárust athugasemdir um að markvörðurinn hefði sparkað vatnsbrúsa í átt að stuðningsmönnum United í stúkunni á leik liðanna á sunnudag. Enski boltinn 19.9.2006 11:59
Lerner tekinn við stjórnarformennsku hjá Aston Villa Ameríski auðkýfingurinn Randy Lerner hefur nú tekið formlega við stjórnarformennsku hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa, eftir að Doug Ellis steig af stóli í morgun. Ellis hefur verið í stjórn Villa síðan 1968 og hefur verið gerður að heiðursforseta, en nú tekur Lerner við stjórnartaumunum. Lerner er hársbreidd frá því að eignast 90% hlut í félaginu. Enski boltinn 19.9.2006 11:54
Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. Fótbolti 18.9.2006 20:38
Mínus tvö stig í síðustu fimm leikjum Eftir afar gott gengi í fyrri hluta móts í sænsku úrvalsdeildinni hefur Stokkhólmsliðið Hammarby ekki náð sér á strik á undanförnum vikum. Auk þess sem leikur liðsins gegn Djurgården var blásinn af í síðasta mánuði vegna óláta áhorfenda hefur liðið nú ekki unnið síðustu fimm leiki í röð og tapað fjórum þeirra. Hammarby var lengi vel í efsta sæti deildarinnar framan af sumri en er nú fallið í sjötta sæti. Til að bæta gráu á svart voru þrjú stig dregin af liðinu vegna fyrrnefndra óláta. Fótbolti 18.9.2006 20:38
McClaren vill fá Scholes aftur í landsliðið Terry Venables, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, segir að Steve McClaren landsliðsþjálfari hafi sett sig í samband við Paul Scholes hjá Manchester United með það fyrir augum að fá hann til að taka landsliðsskóna fram að nýju í kjölfar þess að Owen Hargreaves fótbrotnaði um helgina. Enski boltinn 18.9.2006 15:41
Mótum fjölgar á næsta ári Í dag var ákveðið að fjölga mótum á keppnistímabilinu í Formúlu 1 úr 17 í 18 og útlit er fyrir að San Marino-kappaksturinn á Imola muni halda áfram eftir allt. Þetta var ákveðið á fundi í París í dag, þar sem Alþjóða akstursíþróttasambandið og fulltrúar bílaframleiðenda og keppnisliðanna komu saman. Formúla 1 18.9.2006 19:19
Vonast enn eftir landsliðssæti Varnarmaðurinn Sol Campbell hjá enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth segist enn ekki hafa gefið upp alla von með að spila fleiri leiki fyrir hönd enska landsliðsins, en þessi 32 ára gamli fyrrum fastamaður í liðinu hefur byrjað leiktíðina afar vel með Portsmouth. Enski boltinn 18.9.2006 18:02
Handboltavertíðin hefst á morgun Á morgun hefst handboltavertíð vetrarins með formlegum hætti þegar kvennalið ÍBV og Hauka leiða saman hesta sína í Vestmannaeyjum í meistarakeppni HSÍ. Á miðvikudaginn er svo komið að körlunum þar sem Fram og Stjarnan eigast við í Framhúsinu. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19. Handbolti 18.9.2006 16:51
Stefnan sett á 100.000 áhorfendur Knattspyrnusamband Íslands greinir frá því á vef sínum í dag að ekki sé ólíklegt að aðsóknarmetið í efstu deild karla í knattspyrnu verði slegið um næstu helgi þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar fer fram. Stefnan er sett á að fá 100 þúsund manns á völlinn í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 18.9.2006 16:39
Peterborough - Everton í beinni annað kvöld Sýn verður með beinar útsendingar frá leikjum í enska deildarbikarnum annað kvöld og á miðvikudagskvöldið, en þá fer fram fjöldi leikja í keppninni. Annað kvöld verður viðureign Peterborough og Everton í beinni útsendingu og hefst útsending klukkan 18:35 og á sama tíma á miðvikudagskvöldið verður leikur Scunthorpe í beinni á sama tíma. Enski boltinn 18.9.2006 17:46
Einn besti dagur í lífi mínu Jose Antonio Reyes, leikmaður Real Madrid á Spáni, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í gærkvöld þegar það lagði Real Sociedad 2-0 á heimavelli sínum. Reyes var að spila sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið og sagðist ekki hafa geta beðið um betri byrjun. Fótbolti 18.9.2006 16:30
Meistaradeildin á Fjölvarpinu Eurosport hefur gert samning við Handknattleikssamband Evrópu um beinar útsendingar frá meistaradeildinni í handbolta og verða leikir þýsku liðanna allir í beinni útsendingu næstu þrjú árin. Þetta þýðir að þeim sem hafa aðgang að fjölvarpinu á Digital Ísland geta séð Íslensku leikmennina fara á kostum með liðum sínum í vetur. Handbolti 18.9.2006 17:04
Hætti hjá Renault vegna óvissu um framtíð liðsins Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault, sem gengur í raðir McLaren á næsta tímabili, hefur gefið það upp að hann hafi ákveðið að yfirgefa liðið vegna óvissu um framtíð liðsins í Formúlu 1. Formúla 1 18.9.2006 16:18
Útilokar að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni David Beckham segir ekki koma til greina fyrir sig að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni af þeirri einföldu ástæðu að hann geti ekki hugsað sér að spila gegn Manchester United. "Ég er stuðningsmaður Manchester United og elska félagið, svo ég gæti aldrei farið í búning annars liðs og spilað á móti þeim," sagði fyrrum landsliðsfyrirliðinn sem vonast enn til að vinna titil með spænska liðinu Real Madrid áður en hann leggur skóna á hilluna. Enski boltinn 18.9.2006 16:11
Leroy Lita sleppur Framherjinn Leroy Lita hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading, verður ekki sóttur til saka fyrir að skalla mann á næturklúbbi á dögunum eftir að lögreglan í Bristol ákvað að hætta við að höfða mál gegn honum í ljósi þess að maðurinn sem kærði hann dró vitnisburð sinn til baka. Enski boltinn 18.9.2006 15:36
Schumacher launahæstur þrátt fyrir að vera hættur Umboðsmaður þýska ökuþórsins Michael Schumacher fullyrðir í samtali við þýska blaðið Bild, að Schumacher muni hala inn meiri tekjur en helstu keppinautar hans Kimi Raikkönen og Fernando Alonso á næsta ári - þó hann setjist aldrei upp í bíl. Formúla 1 18.9.2006 15:21
Hnémeiðslin munu ekki ógna ferli Owen Bandaríski sérfræðingurinn Richard Steadman hefur lofað enska landsliðsframherjanum Michael Owen að hnémeiðsli hans muni ekki ógna ferli hans sem knattspyrnumanns. Owen fór í aðgerð hjá Bandaríkjamanninum á dögunum og er sagður á ágætum batavegi. Enski boltinn 18.9.2006 14:58
Boro semur um kaupverð á Woodgate Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segir að félagið hafi þegar komist að samkomulagi við spænska félagið Real Madrid á miðverðinum Jonathan Woodgate, sem gekk í raðir enska liðsins sem lánsmaður á dögunum. Enski boltinn 18.9.2006 14:16
Shay Given fór í aðgerð Írski landsliðsmarkvörðurinn Shay Given gekkst undir aðgerð á kvið á sjúkrahúsi í London í nótt eftir að hafa lent í slæmu samstuði í leik með liði sínu Newcastle gegn West Ham í gær. Given verður frá keppni í einhvern tíma í kjölfarið, en enn hefur ekki verið gefið upp hve lengi hann verður frá. Enski boltinn 18.9.2006 14:05
Bryan Robson hættur hjá WBA Stjórn enska 1. deildafélagsins West Brom hefur komist að samkomulagið við Bryan Robson um að hann láti af störfum sem knattspyrnustjóri félagsins. Robson náði að halda liðinu í úrvalsdeildinni á undraverðan hátt árið 2004, en liðið féll niður um deild í vor og hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er þessari leiktíð. Enski boltinn 18.9.2006 14:01
Dáist að Jose Mourinho Roy Keane, stjóri Sunderland og fyrrum fyrirliði Manchester United, viðurkennir að hann dáist að Jose Mourinho sem knattspyrnustjóra og segir að Portúgalinn hafi sálræna yfirburði á alla aðra stjóra í deildinni. Enski boltinn 17.9.2006 16:45
Real Madrid lagði Sociedad Real Madrid lagði Real Sociedad 2-0 á heimavelli sínum í lokaleik kvöldsins í spænska boltanum. Jose Antonio Reyes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real og kom liðinu yfir þegar langt var liðið á síðari hálfleik, en það var svo varamaðurinn David Beckham sem gerði út um leikinn með marki á lokamínútunni. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leik Real, en Fabio Capello þjálfari er enn að slípa það saman eftir miklar breytingar í sumar. Fótbolti 17.9.2006 21:30
Biðst afsökunar á rauða spjaldinu Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack fór illa að ráði sínu í dag þegar hann fékk beint rautt spjald fyrir að trampa á fætinum á Mohamed Sissoko hjá Liverpool. Ballack hefur nú beðist afsökunar á athæfi sínu og segir að um óviljaverk hafi verið að ræða. Enski boltinn 17.9.2006 20:02
Eiður fiskaði vítaspyrnu Barcelona var ekki í teljandi vandræðum með að leggja lið Racing Santander í spænska boltanum í dag og hafði 3-0 sigur á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta stundarfjórðunginn í leiknum og náði að setja mark sitt á leikinn með því að fiska vítaspyrnu, en úr henni skoraði Ronaldinho örugglega. Ludovic Giuly og Samuel Eto´o voru einnig á skotskónum í liði meistaranna. Fótbolti 17.9.2006 20:13
Íslendingarnir á skotskónum Nokkrir leikir fóru fram í norska boltanum í dag og þar komu Íslendingar nokkuð við sögu. Eskfirðingurinn Stefán Gíslason skoraði mark Lyn þegar liðið gerði jafntefli við Odd Grenland og þá skoraði Birkir Bjarnason sitt fyrsta mark fyrir Viking frá Stavangri þegar liðið lagði Stabæk 3-1. Veigar Páll Gunnarsson var ekki í liði Stabæk þar sem hann tók út leikbann. Ólafur Örn Bjarnason skoraði eitt marka Brann sem burstaði Sandefjörd 5-3. Önnur úrslit má sjá á Boltavaktinni hér á síðunni. Fótbolti 17.9.2006 19:53
Fyrirliðinn úr leik eftir samstuð við Heiðar Portúgalinn Luis Boa Morte, fyrirliði Fulham í ensku úrvalsdeildinni, verður líklega frá keppni í sex vikur eftir að hafa lent í samstuð við félaga sinn Heiðar Helguson í leiknum gegn Tottenham í dag, en fyrirliðinn er sagður með brákað kinnbein. Þetta er mikið áfall fyrir Fulham, enda er Boa Morte einn besti leikmaður liðsins. Enski boltinn 17.9.2006 19:43
Jets - Patriots í beinni í kvöld Sjónvarpsstöðin Sýn verður í kvöld með beina útsendingu frá viðureign New York Jets og New England Patriots úr amerísku ruðningsdeildinni, NFL. Patriots töpuðu titlinum á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið tvö ár í röð, en i kvöld taka mæta þeir Chad Pennington og félögum í Jets sem eru á mikilli uppleið þessa dagana. Útsendingin hefst klukkan 20:30. Sport 17.9.2006 19:36