Fjarskipti

Fréttamynd

„Án orku verður ekki hag­vöxtur“

Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Heið­rún Lind í stjórn Sýnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtti sér tækni sem hringdi í alla gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn sunnudagsmorgun. Þrátt fyrir það komust ekki allir í formannskosninguna sem fór fram þennan sama dag.

Innlent
Fréttamynd

Semja um fjögurra milljarða króna lán

Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, hefur undirritað sjö ára lánasamning við Ljósleiðarann ehf. til að styðja við fjárfestingar í ljósleiðarakerfinu á Íslandi á árunum 2024 til 2026. Lánið nemur fjórum milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjar­skipti eru mikil­vægir inn­viðir til fram­tíðar

Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr sýn og metnaður

Sýn er sterkt og lifandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar – í heimi hraðra breytinga og nýrra áskorana. Við eigum og rekum nokkur af þekktustu vörumerkjum landsins og erum afar stolt af þeirri leiðandi stöðu sem við höfum byggt okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­völd þurfi að sýna að er­lendir fjár­festar séu vel­komnir á Ís­landi

Stjórnandi hjá franska sjóðastýringarfélaginu Ardian, stærsti erlendi innviðafjárfestirinn á Íslandi, segir að stjórnvöld þurfi að gefa út þau skilaboð að alþjóðlegir fjárfestar séu velkomnir hér á landi en þess í stað einkennist viðhorfið fremur af „varðstöðu“ þegar kemur að mögulegri aðkomu þeirra að innviðaverkefnum. Hún telur jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti ekki komist að annarri niðurstöðu en að fella niður kvaðir á hendur Mílu, sem Ardian festi kaup á fyrir tveimur árum, á tilteknum mörkuðum enda sé fjarskiptainnviðafélagið ekki lengur með markaðsráðandi stöðu.

Innherji
Fréttamynd

Bilun hjá Símanum

Bilun stóð yfir í farsímakerfum Símans í dag. Þessar truflanir náðu til ótilgreinds hluta viðskiptavina Símans. Síminn biður viðskiptavini sína afsökunar á þessu.

Neytendur
Fréttamynd

Net­sam­band komið á Skaga­strönd á undan á­ætlun

Viðgerð er lokið á ljósleiðarastrengnum sem tengir Skagaströnd við netið. Viðgerð lauk nokkrum klukkustundum á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að henni myndi ljúka um klukkan þrjú en henni lauk rétt fyrir klukkan eitt. Strengurinn fór í sundur vegna vatnavaxta í Hrafná.

Innlent
Fréttamynd

Skorið á ljós­leiðara í Finn­landi

Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti.

Erlent
Fréttamynd

Breytt skipu­rit og nýir stjórn­endur hjá Sýn

Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill fjöldi fyrir­tækja með ó­full­nægjandi netvarnir

Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026.  Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stórar breytingar fram­undan

Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir

Nokkuð viðamiklar breytingar á skipuriti Símans hafa tekið gildi. Breytingin felur í sér að tvö ný svið verða til og eitt svið er lagt niður. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem var yfir sviðinu sjálfbærni og menning, hefur látið af störfum hjá félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Apple kynnir nýjustu græjurnar

Forsvarsmenn Apple kynna í dag nýjustu græjur fyrirtækisins á viðburði í Kaliforníu. Búist er við því að sýndir verði nýjustu símar fyrirtækisins, snjallúr og önnur tæki. Þá er einnig búist við því að gervigreind muni spila stóra rullu í kynningunni, sem ber titilinn: „It‘s glowtime“.

Viðskipti erlent