Viðskipti

Fréttamynd

Barclays afskrifar 1,7 milljarð punda

Breski bankinn Barclays afskrifaði 1,7 milljarð punda úr bókum sínum vegna niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum á fyrsta ársfjórðungi. Þetta jafngildir 253 milljörðum íslenskra króna. Bankinn birtir uppgjör sitt fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins á næstu dögum og er reiknað með því að það verði nokkuð verra en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FL Group og Glitnir skjótast upp í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group skaust upp um þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Glitni hækkaði sömuleiðis um rúm tvö prósent. Viðskiptadagurinn byrjaði rólega en einungis var hreyfing á gengi Existu og Straums.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan styrkist í upphafi dags

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,23 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í rúmum 158 stigum. Gengið styrktist um 0,44 prósent í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir í Noregi gefur út sérvarin skuldabréf

Glitnir í Noregi lauk í dag útgáfu sérvarinnar skuldabréfa fyrir sjö milljarða norskra króna, jafnvirði 109 milljarða íslenskra. BN Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, gefur skuldabréfið út en kaupendur eru norskir fagfjárfestar. Bankinn segir fjármögnun tryggða fyrir starfsemi Glitnis í Noregi út þetta ár og hluta af næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góð uppgjör keyrðu hlutabréfin upp

Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bréf Flögu vakna af blundi

Gengi hlutabréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu rauk upp um 41 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Alla jafna eru afar litlar hreyfingar á gengi bréfa í félaginu og þarf lítið til að hreyfa við þeim hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veikist um tæpt prósent

Gengi krónunnar hefur veikst um tæp prósentustig síðan viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur gengisvísitalan í 153,9 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig eftir páska.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rólegur föstudagsmorgun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Flögu rauk upp um 2,7 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Kaupþingi, sem fór upp um tæpt 1,1 prósent. Gengi Glitnis, SPRON og Straums hækkaði sömuleiðis en undir einu prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðgerðir gegn vogunarsjóðum skila árangri

Aðgerðir íslenskra stjórnavalda og eftirlitsaðila gegn erlendum vogunarsjóðum, sem sakaðir eru um að hafa gert aðför að íslensku efnahagslífi, hefur skilað árangri. Þetta segir breska viðskiptablaðið Financial Times í dag og bendir á því til sönnunar að skuldatryggingarálag ríkis og bankanna hafi lækkað talsvert. Það bendi til að vogunarsjóðirnir hafi dregið sig í hlé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Google fram úr væntingum

Bandaríski netleitarrisinn Google kom talsvert betur inn í árið en spáð hefur verið. Félagið hagnaðist um 1,31 milljarð dala, jafnvirði 98,5 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er þrjátíu prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 4,34 prósent á rauðum degi í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdi SPRON, sem féll um 3,64 prósent. Landsbankinn og Eimskipafélagið voru einu félögin sem enduðu á grænu í lok dags af þeim fyrirtækjum sem mynda Úrvalsvísitöluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyjabanki hækkar í Kauphöllinni

SPRON leiddi hæga hækkun á hlutabréfum í Kauphöll Íslands í byrjun dags. SPRON, sem hafði hækkað um 0,9 prósent, hélt toppsætinu í nokkrar mínútur áður en Færeyjabanki tók það yfir með stökki upp á 2,07 prósent. Úrvalsvísitalan seig lítillega nokkrum mínútum síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stórtap hjá AMR

Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ebay græðir á veikum dal

Bandaríski uppboðsvefurinn Ebay skilaði hagnaði upp 459,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn saman tíma í fyrra nam 377,1 milljón dala. Þetta jafngildir 22 prósenta aukningu á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sprettur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa tók almennt sprettinn á bandarískum fjármálamarkaði í dag. Stærsta þátt í hækkuninni eiga uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, gosdrykkjaframleiðandans Coke Cola og íhlutaframleiðandans Intel, fyrir fyrsta fjórðung ársins. Öll voru þau yfir væntingum. Tíðindin í uppgjörunum gerðu fjárfesta vestanhafs vongóða um að versta hríðin á fjármálamörkuðum sé yfirstaðin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista leiddi hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 2,22 prósent af þeim félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á eftir fylgdi Landsbankinn, sem sömuleiðis hækkaði um rúm tvö prósent. Gengi annarra félaga hækkaði minna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænn litur ráðandi í upphafi dags

Gengi hlutabréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum rauk upp í byrjun dags í Kauphöll Íslands. Straumur og Eimskip eru undantekning. Gengi bréfa í Straumi féll um rúm þrjú prósent og Eimskips um 0,67 prósent. Þá lækkaði gengi Alfesca lítillega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brown vill sjá botninn í lausafjárkrísunni

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er nú staddur í New York í Bandaríkjunum og mun næstu þrjá daga ræða við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra, og aðra lykilmenn í fjármálageiranum þar í landi. Tilgangur hans er að þrýsta á um að bandarískum fjármálaheimum geri hreint fyrir sínum dyrum, opni bækurnar og sýni hversu illa undirmálskreppan hefur komið við þá.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skemmtilegir markaðir á Indlandi og í Kína, segir Jón Ásgeir

Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Baugur Group væri að undirbúa mikið kaupæði víða um heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breskir bankar eiga í erfiðleikum með endurfjármögnun

Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Brown kallar bankastjóra á fund

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur boðað yfirmenn helstu banka og lánafyrirtækja á sérstakan fund í Downingstræti. Erindið er versnandi ástand á húsnæðismarkaði og hvernig hægt er að hjálpa húseigendum að komast í gegnum lánsfjárkreppuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hækkandi matvælaverð gæti orsakað hungurmorð

Mörg hundruð þúsund manns verða hungurmorða víða um heim haldi matvælaverð áfram að hækka. Þetta sagði Dominique Strauss-Khan, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á vorfundi sjóðsins og Alþjóðabankans í Washington í morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færeyjarbanki hækkar vexti

Færeyjarbanki hefur hækkað vexti sína um 0,15-0,74 prósentustig. Lægstu vextir á húsnæðislánum hækka úr 6,10 prósent í 6,25 prósent. Á vefsíðu færeyska fréttamiðilsins Dimmaletting kemur fram að hækkunin tengist lánsfjárkreppu á alþjóðamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heimsins stærstu fasteignaviðskipti

Ashkenazy Acquisition og Carlyle Group tilkynntu í vikunni um stærstu fasteignaviðskipti í heimi þegar fyrirtækin tóku yfir háhýsi í New York. Skrifstofu- og verslunarturninn á Madison breiðstræti númer 650 er rúmlega 55.700 fermetrar. Turninn keyptu fyrirtækin af Hiro fasteignamiðluninni fyrir litlar 680 milljónir dollara sem samsvara rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn dregur úr væntingum vestanhafs

Bandaríkjamenn eru mjög svartsýnir um efnahagshorfur en væntingar þeirra hafa ekki verið minni í heil 26 ár, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman.

Viðskipti erlent