Viðskipti

Fréttamynd

Stórfelld uppbygging sameini fylkingar

Framkvæmdastjóri Jáverks segir að uppbyggingu í ferðaþjónustu sé að ljúka þar sem erfiðara sé orðið að fjármagna stór verkefni. Þá telur hann að ákall um stórfellda uppbyggingu íbúða geti sameinað fylkingar í þeirri kjaradeilu sem vofir yfir vinnumarkaðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja rannsókn Samkeppniseftirlitsins ólögmæta

Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion

Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug

Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku

Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur fært allar eignir sem hann var með í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum yfir til Kviku. Sjóðurinn er hluthafi í báðum fjármálafyrirtækjunum. Eignastýring Kviku stækkað mjög síðustu misseri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör

Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuldir Gagnaveitunnar jukust um fjóra milljarða á síðasta ári

Aukin innviðauppbygging varð til þess að skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar, jukust um tæpa fjóra milljarða í fyrra. Fjárfest var fyrir 3,2 milljarða í fyrra. Áætlun sem kynnt var borgarstjórn í árslok 2016 gerði ráð fyrir fjárfestingu upp á 3,9 milljarða til fimm ára. Örari vöxtur skýringin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brim hf. verður Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.

Brim hf. heitir nú Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. en þetta var ákveðið á hluthafafundi félagsins í dag. Runólfur Viðar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Ægir Páll Friðbertsson lét af starfi framkvæmdastjóra í gær.

Viðskipti innlent