Viðskipti

Fréttamynd

Kaupa hástökkvara

Straumur-Burðarás hefur eignast 5,5 prósenta hlut í norska netleikjaframleiðandanum Funcom. Verðmæti hlutarins er í kringum 750 milljónir króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Strax kaupir more

Velta Strax-samstæðunnar, sem framleiðir aukabúnað fyrir farsíma, verður um 250 milljónir bandaríkjadala á þessu ári, sem samsvarar tæpum sextán milljörðum króna, eftir að félagið keypti þýska dreifingaraðilann more International. Velta samstæðunnar meira en tvöfaldaðist við yfirtökuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Framleiða í Tékklandi

Skortur á verkfræðingum í Danmörku er ástæðan fyrir því að raftækjaframleiðandinn Bang & Olufsen hefur opnað sína fyrstu verksmiðju í útlöndum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupin á Orkla ekki lykilatriði

Dagsbrún ætlar að gefa út fríblað í Danmörku, með Fréttablaðið sem fyrirmynd, hvort sem keypt verður í norsku fjölmiðlasamsteypunni Orkla Media eða ekki. Samkvæmt heimildum blaðsins er stefnt að útgáfu seinnipart sumars eða í haust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjögurra milljarða króna hagnaður

Hagnaður Símans jókst um 30 prósent milli áranna 2004 og 2005. Hagnaður ársins 2005 var 4.032 milljónir króna en 3.090 milljónir króna árið 2004. Rekstrartekjur jukust um tæp 8 prósent á árinu, voru 20.419 milljónir króna árið 2004 en 22.041 milljónir króna nú.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur kaupir í Funcom

Straumur-Burðarás hefur keypt 5,5 prósenta hlut í norska tölvuleikjaframleiðandanum Funcom sem framleiðir netleiki. Hluturinn var keyptur í lokuðu hlutafjárútboði en allur eignarhluti Straums er metinn á tæpar 800 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista með Íslandsmet í hagnaði á einu ári

Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar styrkist

Sérfræðingar telja að markaðurinn hafi brugðist óþægilega hart við skýrslu Fitch í byrjun síðustu viku þar sem breytt var horfum á lánshæfismati ríkisins. Í gærmorgun styrktist gengi krónunnar í kjölfar útgáfu Rabobank á svokölluðum krónubréfum að andvirði nær fimm milljarða króna. Útgáfan er til eins árs og virðist Rabobank því lítið gefa fyrir spár um veikingu krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirtökuviðræðum slitið í Low & Bonar

Formlegum yfirtökuviðræðum í Low & Bonar hefur verið slitið eftir margra vikna viðræður stjórnar félagsins og þriðja aðila. Nafn Atorku Group var nefnt í því sambandi en félagið er stærsti hluthafinn í Low & Bonar með um þriggja milljarða eignarhlut að marksvirði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður OM eykst

Hagnaður Old Mutual (OM) jókst um 30 prósent milli áranna 2004 og 2005 sem skýrist af miklum vexti á suður-afrískum bankamarkaði í gegnum Nedbank. Var uppgjörið fyrir ofan spár markaðarins en hafði ekki áhrif til hækkunar á gengi bréfa félagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gott uppgjör Bakkavarar

Bakkavör Group skilaði 3,5 milljarða hagnaði árið 2005 og var uppgjörið í góðum takti við væntingar markaðarins. Á fjórða ársfjórðungi, sem var besti hluti ársins, skilaði félagið um 1.229 milljóna króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldrei bjartsýnni

Væntingarvísitala Gallup hækkaði í febrúar um rúmlega ellefu stig og fór í sitt hæsta gildi síðan byrjað var að mæla væntingar neytenda með þessum hætti árið 2001. Í Morgunkorni Íslandsbanka er talið líklegt að mikil umfjöllun um gott gengi íslenskra fyrirtækja í ársbyrjun, hækkanir í Kauphöllinni og umræðan um frekari álversframkvæmdir hafi virkað til hækkunar vísitölunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður Sparikassans

Föroya Sparikassi, stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON, skilaði methagnaði á síðasta ári eða 1,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir skatta jókst um 47 prósent. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var um 12,8 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Seld fyrir páskana

Gert er ráð fyrir að söluferlinu á Danól og Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ljúki fyrir páska. Í fyrsta áfanga söluferlisins fá áhugasamir fjárfestar afhent almenn kynningargögn um fyrirtækin og markaðinn og skila inn upplýsingum um sig og ráðgjafa sína. Fjárfestar sem taldir eru koma til greina fá frekari kynningu á fyrirtækjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skortur jafngildir vaxtalækkun

Vextir ríkisvíxla lækkuðu um rúma 50 punkta frá síðasta útboði, en í gær, þriðjudag, voru boðnir út eins mánaðar víxlar í flokknum RIKV 06 0405. Alls bárust 19 gild tilboð upp á 16 milljarða króna, en aðeins var tekið tilboðum að upphæð fimm milljarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka

Úrvalsvísitalan hefur því lækkað um rúm 3% á þeirri viku sem liðin er frá því að Fitch Ratings breytti horfum í lánshæfismati ríkissjóðs Ísland úr stöðugu í neikvætt. Mest lækkuðu hlutabréf í FL-Group í dag eða um tæp 3% en bréf í Straumi lækkuðu um 1,5% prósent. Gengi krónunnar styrktist í dag um 0,5%.

Innlent
Fréttamynd

Óhagstæð um 11,4 milljarða

Halli á viðskiptum við útlönd í janúar nam tæpum 11,4 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam hallinn rúmum 4,3 milljörðum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam útflutningur í janúar 14,1 milljarði króna, en innflutningur 25,5 milljörðum. Á sama tíma í fyrra nam útflutningur 12,9 milljörðum, en innflutningur tæpum 17,3. Miðað er við fast gengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórir úr stjórninni

Sparisjóðir Fjórir af fimm stjórnar­mönnum í Sparisjóði Hafnarfjarðar gengu úr stjórn á aðalfundi sem haldinn var á dögunum. Nýir stjórnarmenn eru Jón Auðunn Jónsson, Magnús Ármann, Matthías Imsland, sparissjóðsstjórinn Magnús Ægir Magnússon og Þórður Magnússon, sem átti sæti í gömlu stjórninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöruskipti óhagstæð um 11,4 milljarða

Halli á viðskiptum við útlönd í janúar nam tæpum 11,4 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam hallinn rúmum 4,3 milljörðum. Mest jókst innflutningur neysluvara og flutningatækja, um 23,6 og 14,2 prósent, meðan innflutningur á mat og drykkjarvöru dróst saman um 5,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fitch staðfestir lánshæfi bankanna

Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest óbreytt lánshæfismat allra íslensku bankanna. Þetta kemur í kjölfar fréttar um að fyrirtækið hafi breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SAM-félagið kaupir kvikmyndahús í Danmörku

Úrás íslenskra kaupsýslumanna nær nú til kvikmyndahúsageirans því SAM-félagið, sem rekur meðal annars Sam-bíóin hér á landi, hefur keypt Cinemaxx-kvikmyndahúsakeðjuna í Danmörku. Með kaupunum má búast við að miðasala SAM-félagsins nærri fjórfaldist.

Innlent
Fréttamynd

Gengislækkun krónunnar hafði áhrif víða um heim

Gengislækkun krónunnar í gær hafði víðtæk áhrif á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði samkvæmt frétt á heimasíðu Financial Times. Þar er sagt að lækkun krónunnar hafi valdið titringi á mörkuðum með jaðargjaldmiðla sem spákaupmenn hafa sótt í að kaupa í von um háa ávöxtun á sama hátt og erlendir aðilar hafa fjárfest í krónunni í stórum stíl.

Innlent