Viðskipti

Fréttamynd

Launaskrið á bankastjórum

Forstjórar viðskiptabankanna fengu allir yfir áttatíu milljónir króna í laun á síðasta ári. Mest hækkuðu laun Sigurjóns Þ. Árnasonar og Jóns Sigurðssonar á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opna gleraugnaverslun í apótekum

Lyf og heilsa hefur opnað tvær nýjar gleraugnaverslanir í apótekum sínum á höfuðborgarsvæðinu undir heitinu Augastaður. Verslanirnar eru í nýju apóteki Lyfja og heilsu í Hamraborg í Kópavogi og í JL-húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur. Í fyrra var einnig opnuð verslun í Apótekaranum í Hafnarstræti á Akureyri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutur Fons í sölumeðferð

Tæplega 62 prósenta hlutur Fons Eignarhaldsfélags, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, í Plastprenti, er nú í sölumeðferð hjá MP Fjárfestingabanka hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búist við tilboði fasteignajöfurs í kráakeðju

Búist er við því að íranski fasteignaauðjöfurinn Robert Tchenguiz geri fjögurra milljarða punda tilboð í bresku bjór- og veitingahúsakeðjuna Mitchells & Butlers í næstu viku. Bankarnir Royal Bank of Scotland, HBOS og Kaupþing koma að fjármögnun Tchenguiz auk Goldman Sachs, sem einnig er ráðgefandi við tilboðið, að því er fram kom í vefútgáfu breska dagblaðsins Times í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mæla með bankabréfum

Þýski bankinn DrKW telur í nýrri greiningu að álag á skuldabréf íslensku bankanna sé of hátt. Bankinn segir að það álag sem sé á bréfunum sé töluvert umfram það sem áhættan réttlæti að hans mati.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Sparisjóði Svarfdæla

Sparisjóður Svarfdæla skilaði 403 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en um methagnað er að ræða í sögu sparisjóðsins. Þetta er 220 milljónum króna meira en árið 2004. Arðsemi eigin fjár var 58,3 prósent á síðasta ári en var 36,4 prósent árið á undan. Eigið fé nam rúmum milljarði króna í árslok og hafði aukist um 404 milljónir eða tæp 64 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki í hættu

Íslenska bankakerfið er fjarri því að vera í einhverri hættu vegna gagnrýni erlendra fjölmiðla, segir fjármálaráðherra. Danska fjárfestingafélagið Nykredit beindi því umbúðalaust til fjárfesta sinna í dag að losa sig við skuldabréf í íslensku bönkunum.

Innlent
Fréttamynd

1,6 prósent atvinnuleysi í febrúar

Atvinnuleysi í síðasta mánuði nam 1,6 prósentum og lækkaði örlítið milli mánaða. Sé leiðrétt fyrir árstíðasveiflum kemur einnig í ljós óbreytt staða milli mánaða, 1,4% eins og í janúar. Heildarfjöldi atvinnulausra var 2.338. Í janúar voru 2.443 atvinnulausir og minnkaði atvinnuleysi því um 4,3% milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blaðaútgáfur sameinast í Bandaríkjunum

Bandaríska útgáfufyrirtækið Knight Ridder Inc., sem er næststærsta dagblaðaútgáfa Bandaríkjanna, hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans McClatchy Co. sem er mun smærra fyrirtæki. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 4,5 milljarða Bandaríkjadali. Eftir sameiningu útgáfufyrirtækjanna á fyrirtækið 32 dagblöð og 50 önnur blöð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Schering hækkaði um fjórðung

Gengi hlutabréfa í þýska lyfjafyrirtækinu Schering hækkaði um 25 prósent í dag eftir að fjárfestar bjuggust við að þýski lyfjarisinn Merck myndi gera nýtt yfirtökutilboð í fyrirtækið. Merk gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Schering í gær og hljóðað tilboðið upp á 14,9 milljarða evrur eða 77 evrur á hlut. Forsvarsmenn Schering sögðu tilboðið of lágt og hvöttu hluthafa í lyfjafyrirtækinu til að hunsa það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan niður fyrir 6000 stig

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rétt tæp 4% frá opnun markaðar í morgun. Hún er nú komin niður fyrir 6000 stig. Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur lækkað töluvert í dag og hefur lækkunin verið einna mest hjá fjármálastofnunum.

Innlent
Fréttamynd

Standard & Poor's staðfestir lánshæfismat á Íbúðalánasjóði

Alþjóða matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest fyrra lánshæfismat sitt á Íbúðalánasjóði og segir horfur sjóðsins vera neikvæðar. Matsfyrirtækið gaf Íbúðalánasjóði lánshæfiseinkunnina AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt 10. mars síðastliðinn og setti sjóðinn á athugunarlista með neikvæðum horfum út annan ársfjórðung 2006.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Gengi hlutabréfa hækkaði á flestum mörkuðum í Asíu í kjölfar hlutabréfahækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í síðustu viku. Gengi hlutabréfa hækkaði jafnframt á mörkuðum á Nýja-Sjálandi og hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bitist um Lundúnakauphöllina

Verðið á Kauphöllinni í Lundúnum hækkaði um 22 prósent í morgun í kjölfar vangaveltna um hvort Nasdaq og Kauphöllin í New York taki að bítast um að kaup á kauphöllinni. Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins greinir frá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

GM innkallar 900.000 pallbíla

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors Corp. tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að innkalla 900.000 pallbíla af gerðinni Chevrolet Silverado, Chevrolet Avalance, Cadillac Escalade EXT og GMS Sierra vegna galla í festingum sem styður við lok á palli bílanna. Bílarnir eru allir settir á markað á árunum 1999 til 2000.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Evrópu

Hlutabréf lækkuðu nokkuð á helstu mörkuðum í Evrópu í dag og hefur gengi bréfa á helstu mörkuðum álfunnar ekki verið lægra í þrjár vikur. Ástæðan er lækkuninni er sú að búist er við minni vexti fyrirtækja en væntingar spáðu fyrir um auk þess sem evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í annað sinn á þremur mánuðunum í byrjun þessa mánaðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FL Group stærsti hluthafinn í easyJet

FL Group hefur aukið hlut sinn í easyJet í 16,9 prósent. Markaðsvirði hlutarins nam í gær um tæpum 31 milljarði króna. Með þessu á FL Group orðinn stærsti hluthafi easyJet en stofnandinn Stelios Haji-Ioannou á 16,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi 4,8 prósent í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi mældist 4,8 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er það 1,1 prósentustiga aukning frá janúarmánuði. Þrátt fyrir þetta urðu 243.000 ný störf urðu til í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Aukning atvinnuleysisins kemur fjármálasérfræðingum á óvart þar sem þeir spáðu óbreyttu atvinnuleysi á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður FL Group 17,3 milljarðar

Hagnaður FL Group fyrir skatta árið 2005 var rúmir 20,5 milljarðar króna samanborið við rúma 4,3 milljarða krónur árið áður. Eftir skatta var var hagnaður fyrirtækisins tæpir 17,3 milljarðar króna, samanborið við tæpa 3,6 milljarða króna árið áður. Þetta er besta afkoma fyrirtækisins fram til þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óskað eftir gjaldþroti Yukos

Nokkrir bankar, sem lánuðu rússneska olíufyrirtækinu Yukos fé, hafa farið fram að að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota. Olíufyrirtækið hefur rambað á barmi gjaldþrots allt frá því það var dæmt til að greiða 32 milljarða Bandaríkjadala skattaskuld við ríkið. Bankarnir sem farið hafa fram á að Yukos verði lýst gjaldþrota lánuðu fyrirtækinu 480 milljónir dollara áður en Yukos lenti í fjárhagskröggum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbóla eykst um 1,12 prósent

Verðbólguvísitalan hækkaði um 1,12 prósent milli febrúar og mars samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Hækkunin er heldur meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Verðbólga án húsnæðis hækkaði um 1,17 prósent frá því í febrúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miklar breytingar framundan

Miklar breytingar eru framundan á nafni og ásýnd Íslandsbanka. Athygli hefur vakið að á undanförnum dögum hefur merki bankans verið fjarlægt af allflestum útibúum hans.

Innlent
Fréttamynd

Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu

Björgólfur Thor Björgólfsson er númer 350 á lista yfir ríkustu menn veraldar sem Forbes viðskiptatímaritið birtir. Eignir Björgólfs eru metnar á 2,2 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur tæpum 140 miljörðum króna. Hann færst upp um heil 138 sæti síðan á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Tillögur starfshóps ekki studdar lögum

Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, segir skorta lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfhóps um hugsanleg áföll í efnahagslífinu. Guðjón Rúnarsson fagnar gerð viðbragðsáætlunar en segir mikilvægt að hún sé alþjóðamiðuð.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að slá á efasemdir

Mikill áhugi Dana á íslensku efnahagslífi kom berlega í ljós í gær þegar þúsund manns mættu til að hlýða á erindi fimm frammámanna úr íslensku viðskiptalífi í Kaupmannahöfn. En töluverð umfjöllun hefur verið um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Danmörku síðastliðið ár og um stöðu íslensks efnahagskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Íslandspóstur hagnast vel

Íslandspóstur hagnaðist um 237 milljónir króna á síðasta ári og var afkoman betri en stjórnendur félagsins reiknuðu með. Heildartekjur félagsins námu fimm milljörðum króna sem er um 400 milljóna króna aukning á milli ára.

Viðskipti innlent