Viðskipti Viðbragða er þörf Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Viðskipti innlent 6.6.2006 17:57 Boðið í breska flugvelli Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 6.6.2006 15:34 Hagnaður Ryanair umfram væntingar Hagnaður írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair nam 302 milljónum evra á síðasta rekstrarári, sem lauk í mars, og er það 12 prósentum meiri hagnaður en árið á undan. Þá er hagnaðurinn sjö milljónum evrum meiri en stjórn flugfélagsins hafði búist við. Viðskipti erlent 6.6.2006 13:44 4 prósentum fleiri gistinætur Gistinætur á hótelum í apríl voru 80.300 eða 3.000 fleiri en á sama tíma fyrir ári sem jafngildir 4 prósenta aukningu á milli ára. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.800 í 2.200 milli ára. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 5.800 í 6.500, sem jafngildir 13 prósenta aukningu. Viðskipti innlent 6.6.2006 09:55 Óbreytt lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s tilkynnti í gær að lánshæfismat Glitnis (A-/Stable/A-2) héldist óbreytt þrátt fyrir að lánshæfismatsfyrirtækið hefði breytt horfum fyrir íslenska ríkið í neikvæðar úr stöðugum (Lánshæfiseinkunn íslenska lýðveldisins í erlendri mynt'AA-/A-1+'; í íslenskum krónum 'AA+/A-1+'). Viðskipti innlent 6.6.2006 09:45 Sparisjóður Siglufjarðar tekur yfir reksturinn Glitnir hefur ákveðið að hjætta rekstri útibús á Siglufirði og hefur tekist samkomulag um að Sparisjóður Siglufjarðar kaupi og taki yfir rekstur útibúsins. Markmiðiði er að tryggja viðskiptavinum á Siglufirði áframhaldandi þjónustu í heimabæ en Glitnir telur ljóst að ekki sé rekstrarlegur grundvöllur fyrir tvær fjármálastofnanir í bænum. Innlent 5.6.2006 11:57 Áætlaður kostnaður helmingaður Fyrirtækið Opin kerfi átti lægsta boð uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggir á internetstöðlum fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Kárahnjúkastöð, tæpar 3,7 milljónir króna. Viðskipti innlent 2.6.2006 21:23 Breytingar í stjórn Wyndeham Stjórn breska prentfyrirtækisins Wyndeham, sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar, hefur látið af störfum og ný stjórn tekin við. Nýir stjórnarmenn eru stjórnarmenn í Dagsbrún. Viðskipti innlent 2.6.2006 17:14 Lítil fjölgun starfa í Bandaríkjunum Fjölgun starfa í Bandaríkjunum í síðasta mánuði var sú minnsta í 7 mánuði auk þess sem dró úr launahækkunum á sama tíma. Hvort tveggja var undir væntingum markaðsaðila og hefur í kjölfarið dregið úr verðbólguvæntingum . Þá eru horfur á að stýrivaxtahækkanir séu á næsta leiti í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 2.6.2006 17:00 Lyfjafyrirtæki berjast um keppinaut Líkur er sagðar á því að breski lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline ætli að bjóða rúma 15 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði 1.078 milljarða íslenskra króna , í bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer Inc., sem er eitt það stærsta í heimi. Verði af kaupum GlaxoSmithKline í Pfizer Inc. er talið víst að það muni tryggja stöðu fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Viðskipti erlent 2.6.2006 11:12 NYSE og Euronext sameinast Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. Viðskipti erlent 2.6.2006 09:40 Tap Flögu minnkar Flaga Group hf. tapaði 877 þúsund Bandaríkjadölum, jafnvirði 63 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 228 þúsund dölum eða tæpum 16,4 milljónum krónum minna tap en á sama tímabili fyrir ári. Þá nam tap fyrirtækisins fyrir skatta rúmri 1,1 milljón dala, jafnvirði 79 milljóna króna, sem er 350 þúsund dölum eða 25,1 milljón króna minna tap en fyrir ári. Viðskipti innlent 1.6.2006 17:01 Heinz segir upp starfsfólki Stjórn bandaríska matvælaframleiðandans Heinz, sem þekktastur er fyrir samnefndar tómatsósur, greindi frá því að fyrirtækið ætli að segja upp 2.700 starfsmönnum á næstu tveimur árum. Þetta jafngildir 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins en vonast er til að uppsagnirnar muni spara fyrirtækinu 355 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 1.6.2006 15:10 Góð smásöluverslun í Bandaríkjunum Smásöluverslun var með besta móti í Bandaríkjunum í maí og fór hún langt fram úr væntingum. Óvíst er með áframhaldandi vöxt smásöluverslunar vegna stöðu efnahagsmála og eru neytendur svartsýnir um hvað næsta hálfa árið beri í skauti sér. Viðskipti erlent 1.6.2006 14:51 Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar ótta fjárfesta við að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstunni til að koma í veg fyrir aukna verðbólgu í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi innan aðildarríkja ESB og er búist við prósenta aukningu út árið. Samfelldur hagvöxtur sem þessi hefur ekki mælst innan ESB síðan um mitt ár 2000. Viðskipti erlent 1.6.2006 12:18 Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka á helstu mörkuðum í dag í kjöfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti yfir vilja í gær til að hefja beinar samningaviðræður við Íransstjórn vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Viðskipti erlent 1.6.2006 11:11 Skýrr og Teymi sameinast Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 1.6.2006 10:51 Bjartsýni á evrusvæðinu Væntingarvísitala neytenda og fyrirtækja á evrusvæðinu mældist 106,7 stig í maí og hefur ekki verið hærri frá því í apríl fyrir fimm árum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að vöxtur á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu mánuðum og styðji væntingarnar enn frekar þá þróun. Viðskipti erlent 31.5.2006 17:21 Stýrivextir hækka í Noregi Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina. Viðskipti erlent 31.5.2006 17:03 Víetnamar semja við Bandaríkjastjórn Fulltrúar stjórnvalda frá Víetnam og Bandaríkjunum skrifuðu undir samkomulag þess efnis í Ho Chi Minh í Víetnam í dag að gjöld á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum til Víetnam verði lækkuð. Þetta eykur líkurnar á því að Víetnamar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Viðskipti erlent 31.5.2006 15:32 Breytingar hjá Kaupþing banka Heikki Niemela, forstjóri Kaupþings banka í Finnlandi, hefur verið ráðinn í nýtt starf innan bankans og mun flytjast til Lundúna í Bretlandi. Tommi Salunen hefur verið ráðinn forstjóri Kaupthing Bank Oyj, dótturfélags Kaupþings banka hf. í Finnaldi og tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 31.5.2006 11:59 Exista eignast VÍS Kaupþing banki seldi í morgun Exista ehf. 24 prósenta hlut bankans í VÍS eignarhaldsfélaginu hf. Við kaupin verður Exista eigandi alls hlutafjár í VÍS, sem á 100 prósent hlutafjár í Vátryggingafélagi Íslands hf. Viðskipti innlent 31.5.2006 11:08 Stela fyrir milljarða Fyrirtæki hér eru eins og í ríkjum Asíu og Austur-Evrópu hvað hugbúnaðarstuld varðar. Kallað er eftir hugarfarsbreytingu svo við komumst í flokk með Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 30.5.2006 19:48 Ráðherraskipti í Bandaríkjunum Henry Paulson, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, hefur verið tilnefndur sem næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann tekur við embætti af John Snow, sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra vestra síðastliðin þrjú ár. Viðskipti erlent 30.5.2006 13:31 Ekki búist við breytingum á olíuframleiðslu Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð. Viðskipti erlent 30.5.2006 12:59 Stofna dreifingarfyrirtæki í Danmörku Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar, hafa komist að samkomulagi um stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis í Danmörku. Viðskipti innlent 30.5.2006 12:58 Laun forstjóra Tesco hækka um 25 prósent Laun Terry Leahys, forstjóra bresku verslunarkeðjunnar Tesco, hafa hækkað um 25 prósent á milli ára. Árslaun forstjórans nema nú fjórum milljónum punda, jafnvirði rúmlega 524 milljóna íslenskra króna. Innifalin í launum hans eru hlunnindagreiðslur upp á 2,8 milljón pund, jafnvirði tæpra 380 milljóna íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.5.2006 16:50 Hagnaður Fiskmarkaðar Íslands 39,6 milljónir Fiskmarkaður Íslands hf. hagnaðist um 39,6 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Velta félagsins, sem rekur uppboðsmarkað fyrir fisk m.a. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík, Þorlákshöfn, nam 207,3 milljónum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 29.5.2006 11:47 Samið um dreifingu Nyhedsavisen Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar munu koma á fót sameiginlegu dreifingarfyrirtæki í Danmörku. Fyrsta verkefni fyrirtækisins verður að annast dreifingu Nyhedsavisen á landsvísu, með sér-stakri áherslu á Kaupmannahafnarsvæðið, Óðinsvé og Árósa. Viðskipti innlent 29.5.2006 09:44 Barr býður hærra í Pliva Breska viðskiptablaðið Financial Times segir bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hafa boðið 2,1 milljarð Bandaríkjadal, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna, í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Tilboðið er 250 milljónum dölum hærra en tilboðið sem Actavis gerði í Pliva í apríl. Viðskipti erlent 29.5.2006 09:16 « ‹ 147 148 149 150 151 152 153 154 155 … 223 ›
Viðbragða er þörf Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Viðskipti innlent 6.6.2006 17:57
Boðið í breska flugvelli Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 6.6.2006 15:34
Hagnaður Ryanair umfram væntingar Hagnaður írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair nam 302 milljónum evra á síðasta rekstrarári, sem lauk í mars, og er það 12 prósentum meiri hagnaður en árið á undan. Þá er hagnaðurinn sjö milljónum evrum meiri en stjórn flugfélagsins hafði búist við. Viðskipti erlent 6.6.2006 13:44
4 prósentum fleiri gistinætur Gistinætur á hótelum í apríl voru 80.300 eða 3.000 fleiri en á sama tíma fyrir ári sem jafngildir 4 prósenta aukningu á milli ára. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.800 í 2.200 milli ára. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 5.800 í 6.500, sem jafngildir 13 prósenta aukningu. Viðskipti innlent 6.6.2006 09:55
Óbreytt lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s tilkynnti í gær að lánshæfismat Glitnis (A-/Stable/A-2) héldist óbreytt þrátt fyrir að lánshæfismatsfyrirtækið hefði breytt horfum fyrir íslenska ríkið í neikvæðar úr stöðugum (Lánshæfiseinkunn íslenska lýðveldisins í erlendri mynt'AA-/A-1+'; í íslenskum krónum 'AA+/A-1+'). Viðskipti innlent 6.6.2006 09:45
Sparisjóður Siglufjarðar tekur yfir reksturinn Glitnir hefur ákveðið að hjætta rekstri útibús á Siglufirði og hefur tekist samkomulag um að Sparisjóður Siglufjarðar kaupi og taki yfir rekstur útibúsins. Markmiðiði er að tryggja viðskiptavinum á Siglufirði áframhaldandi þjónustu í heimabæ en Glitnir telur ljóst að ekki sé rekstrarlegur grundvöllur fyrir tvær fjármálastofnanir í bænum. Innlent 5.6.2006 11:57
Áætlaður kostnaður helmingaður Fyrirtækið Opin kerfi átti lægsta boð uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggir á internetstöðlum fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Kárahnjúkastöð, tæpar 3,7 milljónir króna. Viðskipti innlent 2.6.2006 21:23
Breytingar í stjórn Wyndeham Stjórn breska prentfyrirtækisins Wyndeham, sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar, hefur látið af störfum og ný stjórn tekin við. Nýir stjórnarmenn eru stjórnarmenn í Dagsbrún. Viðskipti innlent 2.6.2006 17:14
Lítil fjölgun starfa í Bandaríkjunum Fjölgun starfa í Bandaríkjunum í síðasta mánuði var sú minnsta í 7 mánuði auk þess sem dró úr launahækkunum á sama tíma. Hvort tveggja var undir væntingum markaðsaðila og hefur í kjölfarið dregið úr verðbólguvæntingum . Þá eru horfur á að stýrivaxtahækkanir séu á næsta leiti í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 2.6.2006 17:00
Lyfjafyrirtæki berjast um keppinaut Líkur er sagðar á því að breski lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline ætli að bjóða rúma 15 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði 1.078 milljarða íslenskra króna , í bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer Inc., sem er eitt það stærsta í heimi. Verði af kaupum GlaxoSmithKline í Pfizer Inc. er talið víst að það muni tryggja stöðu fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Viðskipti erlent 2.6.2006 11:12
NYSE og Euronext sameinast Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. Viðskipti erlent 2.6.2006 09:40
Tap Flögu minnkar Flaga Group hf. tapaði 877 þúsund Bandaríkjadölum, jafnvirði 63 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 228 þúsund dölum eða tæpum 16,4 milljónum krónum minna tap en á sama tímabili fyrir ári. Þá nam tap fyrirtækisins fyrir skatta rúmri 1,1 milljón dala, jafnvirði 79 milljóna króna, sem er 350 þúsund dölum eða 25,1 milljón króna minna tap en fyrir ári. Viðskipti innlent 1.6.2006 17:01
Heinz segir upp starfsfólki Stjórn bandaríska matvælaframleiðandans Heinz, sem þekktastur er fyrir samnefndar tómatsósur, greindi frá því að fyrirtækið ætli að segja upp 2.700 starfsmönnum á næstu tveimur árum. Þetta jafngildir 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins en vonast er til að uppsagnirnar muni spara fyrirtækinu 355 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 1.6.2006 15:10
Góð smásöluverslun í Bandaríkjunum Smásöluverslun var með besta móti í Bandaríkjunum í maí og fór hún langt fram úr væntingum. Óvíst er með áframhaldandi vöxt smásöluverslunar vegna stöðu efnahagsmála og eru neytendur svartsýnir um hvað næsta hálfa árið beri í skauti sér. Viðskipti erlent 1.6.2006 14:51
Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar ótta fjárfesta við að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstunni til að koma í veg fyrir aukna verðbólgu í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi innan aðildarríkja ESB og er búist við prósenta aukningu út árið. Samfelldur hagvöxtur sem þessi hefur ekki mælst innan ESB síðan um mitt ár 2000. Viðskipti erlent 1.6.2006 12:18
Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka á helstu mörkuðum í dag í kjöfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti yfir vilja í gær til að hefja beinar samningaviðræður við Íransstjórn vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Viðskipti erlent 1.6.2006 11:11
Skýrr og Teymi sameinast Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 1.6.2006 10:51
Bjartsýni á evrusvæðinu Væntingarvísitala neytenda og fyrirtækja á evrusvæðinu mældist 106,7 stig í maí og hefur ekki verið hærri frá því í apríl fyrir fimm árum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að vöxtur á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu mánuðum og styðji væntingarnar enn frekar þá þróun. Viðskipti erlent 31.5.2006 17:21
Stýrivextir hækka í Noregi Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina. Viðskipti erlent 31.5.2006 17:03
Víetnamar semja við Bandaríkjastjórn Fulltrúar stjórnvalda frá Víetnam og Bandaríkjunum skrifuðu undir samkomulag þess efnis í Ho Chi Minh í Víetnam í dag að gjöld á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum til Víetnam verði lækkuð. Þetta eykur líkurnar á því að Víetnamar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Viðskipti erlent 31.5.2006 15:32
Breytingar hjá Kaupþing banka Heikki Niemela, forstjóri Kaupþings banka í Finnlandi, hefur verið ráðinn í nýtt starf innan bankans og mun flytjast til Lundúna í Bretlandi. Tommi Salunen hefur verið ráðinn forstjóri Kaupthing Bank Oyj, dótturfélags Kaupþings banka hf. í Finnaldi og tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 31.5.2006 11:59
Exista eignast VÍS Kaupþing banki seldi í morgun Exista ehf. 24 prósenta hlut bankans í VÍS eignarhaldsfélaginu hf. Við kaupin verður Exista eigandi alls hlutafjár í VÍS, sem á 100 prósent hlutafjár í Vátryggingafélagi Íslands hf. Viðskipti innlent 31.5.2006 11:08
Stela fyrir milljarða Fyrirtæki hér eru eins og í ríkjum Asíu og Austur-Evrópu hvað hugbúnaðarstuld varðar. Kallað er eftir hugarfarsbreytingu svo við komumst í flokk með Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 30.5.2006 19:48
Ráðherraskipti í Bandaríkjunum Henry Paulson, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, hefur verið tilnefndur sem næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann tekur við embætti af John Snow, sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra vestra síðastliðin þrjú ár. Viðskipti erlent 30.5.2006 13:31
Ekki búist við breytingum á olíuframleiðslu Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð. Viðskipti erlent 30.5.2006 12:59
Stofna dreifingarfyrirtæki í Danmörku Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar, hafa komist að samkomulagi um stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis í Danmörku. Viðskipti innlent 30.5.2006 12:58
Laun forstjóra Tesco hækka um 25 prósent Laun Terry Leahys, forstjóra bresku verslunarkeðjunnar Tesco, hafa hækkað um 25 prósent á milli ára. Árslaun forstjórans nema nú fjórum milljónum punda, jafnvirði rúmlega 524 milljóna íslenskra króna. Innifalin í launum hans eru hlunnindagreiðslur upp á 2,8 milljón pund, jafnvirði tæpra 380 milljóna íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.5.2006 16:50
Hagnaður Fiskmarkaðar Íslands 39,6 milljónir Fiskmarkaður Íslands hf. hagnaðist um 39,6 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Velta félagsins, sem rekur uppboðsmarkað fyrir fisk m.a. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík, Þorlákshöfn, nam 207,3 milljónum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 29.5.2006 11:47
Samið um dreifingu Nyhedsavisen Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar munu koma á fót sameiginlegu dreifingarfyrirtæki í Danmörku. Fyrsta verkefni fyrirtækisins verður að annast dreifingu Nyhedsavisen á landsvísu, með sér-stakri áherslu á Kaupmannahafnarsvæðið, Óðinsvé og Árósa. Viðskipti innlent 29.5.2006 09:44
Barr býður hærra í Pliva Breska viðskiptablaðið Financial Times segir bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hafa boðið 2,1 milljarð Bandaríkjadal, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna, í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Tilboðið er 250 milljónum dölum hærra en tilboðið sem Actavis gerði í Pliva í apríl. Viðskipti erlent 29.5.2006 09:16