Viðskipti Segja meira aðhalds vera þörf Þörf er á frekari hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands til að slá á þenslu og draga úr verðbólgu. Þetta kom fram í viðræðum sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) við sérfræðinga og embættismenn hér sem fram fóru fyrir helgi í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu sjóðsins um íslensk efnahagsmál. Þá segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að stjórnvöld verði að breyta skipulagi íbúðalánasjóðs því öðrum kosti vinni samkeppni hans við bankanna á lánamarkaði á móti peningastefnu Seðlabankans. Viðskipti innlent 8.8.2006 18:06 TM hlýtur samþykki til að eignast NEMI Viðskipti innlent 8.8.2006 09:35 Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Innlent 7.8.2006 14:16 37 milljarða yfirtökutilboð Dótturfélag Avion Group hefur gert 37 milljarða króna yfirtökutilboð í kanadískt kælifyrirtæki. Gangi kaupin eftir mun velta Eimskips nánast tvöfaldast. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 Auknar tekjur Skattskyldar tekjur landsmanna námu 702 milljörðum króna árið 2005 og jukust um 16,8 prósent frá fyrra ári, segir í nýútkomnu Vefriti fjármálaráðuneytisins. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 Átján milljarða vöruskiptahalli Vöruskiptahalli nam átján milljörðum króna í júlí samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur dróst saman um nærri fjórðung og nam sautján milljörðum króna. Flutt var inn fyrir þrjátíu og fimm milljarða króna í mánuðinum. Mest aukning varð á innflutningi á fjárfestingar- og rekstrarvörum. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 Bréf í Atlas hækka Yfirtökutilboð Avion Group olli tuttugu prósenta hækkun á bréfum Atlas Cold Storage. Gengið er nú hærra en tilboð Avion hljóðaði upp á. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 Egla tapar 892 milljónum Eignarhaldsfélagið Egla tapaði 892,4 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Egla er að langstærstum hluta í eigu félaga tengdum Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 FlyMe óskar eftir þrettán milljörðum Nýtt hlutafé nýtt til kaupa á öðrum flugfélögum. Stjórnendur sænska lággjaldaflugfélagsins FlyMe ætla að leggja það til við hluthafa að hlutafé félagsins verði aukið um þrettán milljarða króna. Tillagan verður lögð fyrir á hluthafafundi í lok mánaðarins. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 Glitnir kaupir eigin skuldabréf Bankinn vill ávaxta laust fé og lækka endurfjármögnunarþörf næsta árs. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 ICEX og OMX ræðast við um meira samstarf Getur leitt til samruna íslensku kauphallarinnar við sameiginlegar kauphallir í sex löndum. Horft til samstarfs um skráningu íslenskra félaga á samnorrænan kauphallarlista sem hleypt verður af stokkunum í haust. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 Mala gull úr laxinum Annar stærsti laxeldis- og fóðurframleiðandi heims, norska félagið Cermaq, hagnaðist um 2,8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi sem er 150 prósenta betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 Stórbætt afkoma Alcan Bandaríski álframleiðandinn Alcan hagnaðist um tæpa 32 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi og jókst hagnaðurinn um rúman helming milli ára. Tekjur félagsins námu tæpum 434 milljörðum króna á tímabilinu og jukust um sautján prósent milli ára. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08 BTC hagnast meira Búlgarska símafélagið BTC skilaði 3,6 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi, sem er 58 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Alls nam hagnaður BTC 6,8 milljörðum á fyrri árshelmingi. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33 EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar „Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33 Heimsferðir færa út kvíarnar Heimsferðir hafa fest kaup á finnsku ferðaskrifstofunni Matka Vekka Group. Kaupverð var ekki uppgefið. Matka Vekka Group er stærsta ferðaskrifstofa Finnlands; hjá fyrirtækinu starfa tæplega þrjú hundruð manns og er áætluð velta á þessu ári rúmir tólf milljarðar króna. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33 Fjörutíu milljarðar í vexti á níutíu dögum Hreinar vaxtatekjur banka á öðrum ársfjórðungi eru helmingur af hreinum vaxtatekjum ársins 2005 Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33 Hagnast um 31 milljarð á öðrum árshluta Bankarnir skiluðu um 92 milljörðum í hús á fyrri hluta árs. Hreinar rekstrartekjur drógust saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Eignir bankanna nema nú sjöfaldri landsframleiðslu. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33 Icelandair semur við SAS Icelandair hefur samið við SGS, afgreiðslufyrirtæki í eigu SAS, og mun fyrirtækið sjá um alla farþega- og farangursþjónustu fyrir Icelandair á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33 Straumur kaupir ráðgjafa í London Straumur Burðarás hyggst opna útibú í London. Fyrstu skrefin að innkomu á breska markaðinn hafa verið stigin með kaupum á helmingshlut í virtu ráðgjafafyrirtæki. Viðskipti innlent 30.7.2006 23:09 EasyJet enn verðmætara Fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur hækkað verðmatsgengi sitt á easyJet úr 360 pensum á hlut í 450 og spáir góðu ferðamannasumri eins og sést berlega á farþegatölum í júní. EasyJet kemur einnig vel út þegar kennitölur stærstu lággjaldaflugfélaganna eru bornar saman. Viðskipti innlent 28.7.2006 23:17 Meira selt en keypt Innlendir fjárfestar seldu erlend verðbréf fyrir 6,5 milljarða krónur meira en þeir keyptu í júní. Þetta er 15 milljarða krónu viðsnúningur á þessu fjármagnsflæði frá sama tíma í fyrra, samkvæmt greiningardeild Glitnis banka. Viðskipti innlent 28.7.2006 12:00 Aldrei meiri vöruskiptahalli Vörur voru fluttar út fyrir 22,3 milljarða króna í júní en vörur voru fluttar inn fyrir 38,1 milljarð króna. Vöruskipti vöru því óhagstæð um 15,7 milljarða króna og er það mest vöruskiptahalli í einum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 28.7.2006 09:21 Grunnafkoma LÍ eykst milli fjórðunga Stjórnendur Landsbankans eru ánægðir með grunnafkomu bankans á fyrri hluta ársins sem skilaði 17,6 milljarða króna hagnaði fyrir skatta, samanborið við 6,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 25 milljörðum fyrstu sex mánuði ársins. Hugtakið grunnafkoma felur í sér að gengishagnaður af verðbréfum er bakfærður en á móti er vaxtamunur, sem nemur kostnaði bankans af því að vera með fjármuni geymda í bréfunum, leiðréttur. Grunnafkoman var töluvert betri á öðrum ársfjórðungi en fyrsta fjórðungi, enda var gengishagnaður neikvæður á öðrum en jákvæður á þeim fyrsta. Bankinn hefur það þó ávallt að markmiði að fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum. Viðskipti innlent 27.7.2006 18:22 Methagnaður hjá Bakkavör Bakkavör Group hf. skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og er það eftir 67 prósenta aukning á milli ára. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 2 milljörðum króna sem er 83 prósenta aukning frá sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 27.7.2006 16:53 Benz hagnast en Chrysler tapar Hagnaður bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 1,81 milljarði evra, jafnvirði tæpra 166 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 27.7.2006 14:24 Shell skilaði góðum hagnaði Olíurisinn Shell skilaði 6,3 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 457 milljarða króna, hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 36 prósenta hækkun á milli ára og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um tæpar 218 milljónir króna á hverri klukkustund á tímabilinu. Viðskipti erlent 27.7.2006 09:41 Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 27.7.2006 09:05 Stjóraskipti hjá Icelandic Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri Icelandic France, dótturfyrirtækis Icelandic Group, hefur látið af störfum hjá félaginu. Uppsögnin er samkvæmt samkomulagi og tekur gildi strax, að því er kemur fram í tilkynningu Icelandic Group til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 26.7.2006 18:25 Atlantic til Köben Atlantic Petroleum, færeyska olíufyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands, hyggur á samhliða skráningu í Dönsku kauphöllinni. "Reglur kauphallanna í Kaupmannahöfn og Reykjavík eru áþekkar og það hafði mikil áhrif á þá ákvörðun okkar að skrá félagið í Kaupmannahöfn", sagði Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum. Viðskipti innlent 26.7.2006 18:25 « ‹ 138 139 140 141 142 143 144 145 146 … 223 ›
Segja meira aðhalds vera þörf Þörf er á frekari hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands til að slá á þenslu og draga úr verðbólgu. Þetta kom fram í viðræðum sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) við sérfræðinga og embættismenn hér sem fram fóru fyrir helgi í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu sjóðsins um íslensk efnahagsmál. Þá segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að stjórnvöld verði að breyta skipulagi íbúðalánasjóðs því öðrum kosti vinni samkeppni hans við bankanna á lánamarkaði á móti peningastefnu Seðlabankans. Viðskipti innlent 8.8.2006 18:06
Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Innlent 7.8.2006 14:16
37 milljarða yfirtökutilboð Dótturfélag Avion Group hefur gert 37 milljarða króna yfirtökutilboð í kanadískt kælifyrirtæki. Gangi kaupin eftir mun velta Eimskips nánast tvöfaldast. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
Auknar tekjur Skattskyldar tekjur landsmanna námu 702 milljörðum króna árið 2005 og jukust um 16,8 prósent frá fyrra ári, segir í nýútkomnu Vefriti fjármálaráðuneytisins. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
Átján milljarða vöruskiptahalli Vöruskiptahalli nam átján milljörðum króna í júlí samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur dróst saman um nærri fjórðung og nam sautján milljörðum króna. Flutt var inn fyrir þrjátíu og fimm milljarða króna í mánuðinum. Mest aukning varð á innflutningi á fjárfestingar- og rekstrarvörum. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
Bréf í Atlas hækka Yfirtökutilboð Avion Group olli tuttugu prósenta hækkun á bréfum Atlas Cold Storage. Gengið er nú hærra en tilboð Avion hljóðaði upp á. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
Egla tapar 892 milljónum Eignarhaldsfélagið Egla tapaði 892,4 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Egla er að langstærstum hluta í eigu félaga tengdum Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
FlyMe óskar eftir þrettán milljörðum Nýtt hlutafé nýtt til kaupa á öðrum flugfélögum. Stjórnendur sænska lággjaldaflugfélagsins FlyMe ætla að leggja það til við hluthafa að hlutafé félagsins verði aukið um þrettán milljarða króna. Tillagan verður lögð fyrir á hluthafafundi í lok mánaðarins. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
Glitnir kaupir eigin skuldabréf Bankinn vill ávaxta laust fé og lækka endurfjármögnunarþörf næsta árs. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
ICEX og OMX ræðast við um meira samstarf Getur leitt til samruna íslensku kauphallarinnar við sameiginlegar kauphallir í sex löndum. Horft til samstarfs um skráningu íslenskra félaga á samnorrænan kauphallarlista sem hleypt verður af stokkunum í haust. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
Mala gull úr laxinum Annar stærsti laxeldis- og fóðurframleiðandi heims, norska félagið Cermaq, hagnaðist um 2,8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi sem er 150 prósenta betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
Stórbætt afkoma Alcan Bandaríski álframleiðandinn Alcan hagnaðist um tæpa 32 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi og jókst hagnaðurinn um rúman helming milli ára. Tekjur félagsins námu tæpum 434 milljörðum króna á tímabilinu og jukust um sautján prósent milli ára. Viðskipti innlent 4.8.2006 17:08
BTC hagnast meira Búlgarska símafélagið BTC skilaði 3,6 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi, sem er 58 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Alls nam hagnaður BTC 6,8 milljörðum á fyrri árshelmingi. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33
EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar „Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33
Heimsferðir færa út kvíarnar Heimsferðir hafa fest kaup á finnsku ferðaskrifstofunni Matka Vekka Group. Kaupverð var ekki uppgefið. Matka Vekka Group er stærsta ferðaskrifstofa Finnlands; hjá fyrirtækinu starfa tæplega þrjú hundruð manns og er áætluð velta á þessu ári rúmir tólf milljarðar króna. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33
Fjörutíu milljarðar í vexti á níutíu dögum Hreinar vaxtatekjur banka á öðrum ársfjórðungi eru helmingur af hreinum vaxtatekjum ársins 2005 Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33
Hagnast um 31 milljarð á öðrum árshluta Bankarnir skiluðu um 92 milljörðum í hús á fyrri hluta árs. Hreinar rekstrartekjur drógust saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Eignir bankanna nema nú sjöfaldri landsframleiðslu. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33
Icelandair semur við SAS Icelandair hefur samið við SGS, afgreiðslufyrirtæki í eigu SAS, og mun fyrirtækið sjá um alla farþega- og farangursþjónustu fyrir Icelandair á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Viðskipti innlent 1.8.2006 17:33
Straumur kaupir ráðgjafa í London Straumur Burðarás hyggst opna útibú í London. Fyrstu skrefin að innkomu á breska markaðinn hafa verið stigin með kaupum á helmingshlut í virtu ráðgjafafyrirtæki. Viðskipti innlent 30.7.2006 23:09
EasyJet enn verðmætara Fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur hækkað verðmatsgengi sitt á easyJet úr 360 pensum á hlut í 450 og spáir góðu ferðamannasumri eins og sést berlega á farþegatölum í júní. EasyJet kemur einnig vel út þegar kennitölur stærstu lággjaldaflugfélaganna eru bornar saman. Viðskipti innlent 28.7.2006 23:17
Meira selt en keypt Innlendir fjárfestar seldu erlend verðbréf fyrir 6,5 milljarða krónur meira en þeir keyptu í júní. Þetta er 15 milljarða krónu viðsnúningur á þessu fjármagnsflæði frá sama tíma í fyrra, samkvæmt greiningardeild Glitnis banka. Viðskipti innlent 28.7.2006 12:00
Aldrei meiri vöruskiptahalli Vörur voru fluttar út fyrir 22,3 milljarða króna í júní en vörur voru fluttar inn fyrir 38,1 milljarð króna. Vöruskipti vöru því óhagstæð um 15,7 milljarða króna og er það mest vöruskiptahalli í einum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 28.7.2006 09:21
Grunnafkoma LÍ eykst milli fjórðunga Stjórnendur Landsbankans eru ánægðir með grunnafkomu bankans á fyrri hluta ársins sem skilaði 17,6 milljarða króna hagnaði fyrir skatta, samanborið við 6,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 25 milljörðum fyrstu sex mánuði ársins. Hugtakið grunnafkoma felur í sér að gengishagnaður af verðbréfum er bakfærður en á móti er vaxtamunur, sem nemur kostnaði bankans af því að vera með fjármuni geymda í bréfunum, leiðréttur. Grunnafkoman var töluvert betri á öðrum ársfjórðungi en fyrsta fjórðungi, enda var gengishagnaður neikvæður á öðrum en jákvæður á þeim fyrsta. Bankinn hefur það þó ávallt að markmiði að fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum. Viðskipti innlent 27.7.2006 18:22
Methagnaður hjá Bakkavör Bakkavör Group hf. skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og er það eftir 67 prósenta aukning á milli ára. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 2 milljörðum króna sem er 83 prósenta aukning frá sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 27.7.2006 16:53
Benz hagnast en Chrysler tapar Hagnaður bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 1,81 milljarði evra, jafnvirði tæpra 166 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 27.7.2006 14:24
Shell skilaði góðum hagnaði Olíurisinn Shell skilaði 6,3 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 457 milljarða króna, hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 36 prósenta hækkun á milli ára og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um tæpar 218 milljónir króna á hverri klukkustund á tímabilinu. Viðskipti erlent 27.7.2006 09:41
Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 27.7.2006 09:05
Stjóraskipti hjá Icelandic Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri Icelandic France, dótturfyrirtækis Icelandic Group, hefur látið af störfum hjá félaginu. Uppsögnin er samkvæmt samkomulagi og tekur gildi strax, að því er kemur fram í tilkynningu Icelandic Group til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 26.7.2006 18:25
Atlantic til Köben Atlantic Petroleum, færeyska olíufyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands, hyggur á samhliða skráningu í Dönsku kauphöllinni. "Reglur kauphallanna í Kaupmannahöfn og Reykjavík eru áþekkar og það hafði mikil áhrif á þá ákvörðun okkar að skrá félagið í Kaupmannahöfn", sagði Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum. Viðskipti innlent 26.7.2006 18:25