Viðskipti Sparisjóðabankanum breytt í Icebank Sparisjóðabanki Íslands hefur fengið nýtt nafn og mun eftirleiðis heita Icebank. Stefnt er að því að fá nýja hluthafa að bankanum og skrá hlutbréf hans í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 23.11.2006 14:59 Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi, einu stærsta hagkerfi evrusvæðisins, á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Greiningardeild Kaupþing segir u töluvert minni vöxt að ræða en á öðrum ársfjórðungi þegar þýska hagkerfið óx um 1,1 prósent á milli fjórðunga. Viðskipti erlent 23.11.2006 16:49 Straumur-Burðarás gefur út skuldabréf Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur gefið út 200 milljóna evra skuldabréf á alþjóðlegum lánamarkaði. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að lánveitingin muni styrkja þátttöku bankans á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og sé mikilvægur áfangi í að auka enn frekar hlutdeild vaxtaberandi eigna og vaxtatekna bankans. Viðskipti innlent 23.11.2006 15:55 Livedoor selur fjármálaarm sinn Japanska netfyrirtækið Livedoor ætlar að selja fjármálaarm fyrirtækisins fyrir 17,6 milljarða jena eða 10,6 milljarða krónur til fjárfestingafélagsins Advantage Partners. Þessi hluti fyrirtækisins hefur fram til þessa verið peningamaskína Livedoor en þaðan koma um 80 prósent af tekjum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 23.11.2006 13:08 Stefnt að samruna Air France KLM og Alitalia Jean-Cyril Spinetta, forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France KLM, greindi frá því í dag að flugfélagið ætti í viðræðum um hugsanlegan samruna við ítalska flugfélagið Alitalia. Samruni flugfélaganna hefur verið á áætlun í langan tíma, að hans sögn. Viðskipti erlent 23.11.2006 12:17 Glitnir spáir 7 prósenta verðbólgu Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli nóvember og desember. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,3 prósentum í 7,0 prósent í desember. Viðskipti innlent 23.11.2006 11:30 Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir vexti sennilega verða hækkaða Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða sennilega hækkaðir í næsta mánuði. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í morgun í viðtali við fréttastofu Bloomberg að vísbendingar séu um að bankinn þyrfti að hækka vexti sína til að ná markmiði um 2,5% verðbólgu innan ásættanlegs tíma. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Glitnis. Innlent 23.11.2006 11:26 Komið í veg fyrir áfengiskaup Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Bretar, sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum löndum á netinu og láta senda sér heim, verði að greiða tolla og gjöld af vörunum. Einhverjum Bretum kann að þykja þetta súrt í broti enda hafa margir keypt vörurnar í öðrum löndum þar sem tollar eru lægri en í Bretlandi og látið senda sér. Viðskipti erlent 23.11.2006 10:24 Kerkorian selur í General Motors Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian er sagður ætla að minnka við sig í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu og einn stærsti einstaki hluthafi þess. Breska ríkisútvarpið segir Kerkorian ætla að selja 14 milljón hluti í félaginu og fara niður í 7,4 prósenta eignarhlut. Viðskipti erlent 23.11.2006 09:56 Peningaskápurinn.. Lyfjafyrirtækið Actavis greindi frá kaupum á ráðandi hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje á þriðjudag. Í tilkynningunni eru stóru lýsingarorðin ekki spöruð. Viðskipti innlent 22.11.2006 22:33 Airbus segir eftirspurn stóraukast á næstu árum Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segir mikinn hagvöxt í Kína og Indlandi á næstu árum kalla á aukna eftirspurn eftir flugvélum. Að sögn forsvarsmanna Airbus benda spár félagsins til þess að hægt verði að selja allt að 22.700 nýjar flugvélar frá félaginu fram til ársins 2025. Viðskipti erlent 22.11.2006 17:34 Minni væntingar vestanhafs Væntingavísitalan mældist 92,1 stig í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Þetta er 1,5 stiga lækkun á milli mánaða og nokkuð meiri lækkun en búist var við. Viðskipti erlent 22.11.2006 17:24 Krónan lækkaði fjórða daginn í röð Töluverðar sviptingar voru á gjaldeyrismarkaði í dag en krónan veiktist hratt í upphafi dags og fór vísitalan hæst í 127,8 stig í morgun. Gengisvísitalan endaði síðan í 126,96 stigum og veiktist því krónan um 0,5 prósent, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Viðskipti innlent 22.11.2006 17:19 Mikill áhugi á skuldabréfum ríkissjóðs Ríkissjóður Íslands lauk í dag skuldabréfaútboði á Evrópumarkaði upp á einn milljað evra eða sem samsvarar 90 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands að mikill áhugi hafi verið fyrir útboðinu og bárust kauptillboð að fjárhæð um 1,7 milljaðar evra frá um 60 aðilum Innlent 22.11.2006 16:55 Bakkavör Group kaupir Fresh Cook Limited Bakkavör Group hefur náð samkomulagi um kaup á öllu útgefnu hlutafé í breska samrekstrarfélaginu Fresh Cook Limited, sem hefur verið í eigu Bakkavarar Group og Rannoch Foods síðan í október 2004. Fresh Cook Limited sérhæfir sig í framleiðslu á réttum sem eru „tilbúnir til eldunar”. Viðskipti innlent 22.11.2006 15:19 Kerkorian vill stóran hlut í spilavítakeðju Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian lýsti því yfir í dag að hann hefði hug á að verja sem nemur 825 milljónum dala eða tæplega 60 milljörðum íslenskra króna til að auka við hlut sinn í MGM Mirage, sem á og rekurhótel- og spilavíti í Las Vegas og Atlantic City í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.11.2006 14:48 Danski bankar klofnir í afstöðu sinni til íslensks efnahagslífs Stærstu bankar Danmerkur eru klofnir í afstöðu sinni til framtíðarþróunar íslensks efnahagslífs, en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur gengi krónunnar lækkað nokkuð að undanförnu. Innlent 22.11.2006 13:59 Alcoa segir upp 5 prósent starfsmanna Álfyrirtækið Alcoa hefur í hyggju að segja upp 6.700 manns um allan heim og loka einni verksmiðju á næsta ári. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu í rekstri fyrirtæksins, að því er fyrirtækið greinir frá. Þá mun álfyrirtækið sömuleiðis hefja sameiginlegan rekstur með Sapa Gropu, einu af dótturfélögum norska stórfyrirtækisins Orkla. Viðskipti erlent 22.11.2006 13:57 Alcatel höfðar mál gegn Microsoft Franski símtækjaframleiðandinn Alcatel hefur höfðað mál gegn bandaríska hugbúnaðarrisanum Microsoft fyrir sjö brot á rétthafalögum. Ekki liggur fyrir hvaða brot nákvæmlega Alcatel telur að Microsoft hafi framið að öðru leyti en því að þau tengjast stafrænum myndaskrám og netsamskiptakerfum. Viðskipti erlent 22.11.2006 11:15 Ábyrgð eða auglýsing? Viðskipti innlent 22.11.2006 10:50 Gengi bréfa í Google rauf 500 dala múrinn Gengi bréfa í bandaríska netfyrirtækinu Google er nú í fyrsta sinn komið yfir 500 dali eða rúmar 35.000 krónur á hlut. Bréf í fyrirtækinu fór hæst í 510 dali á hlut í viðskiptum dagsins á Nasdaq-markaðnum vestanhafs í gær en lokaði í 509,65 dölum. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 22.11.2006 10:02 Fjárfestingafélag kaupir í LSE Bandaríska fjárfestingafélagið Heyman greindi frá því í gær að það hefði yfir að ráða 8,8 prósenta hlut í Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Svo stór eignarhlutur getur komið í veg fyrir yfirtöku og samruna Nasdaq-markaðarins við LSE. Viðskipti erlent 22.11.2006 10:29 Afkoma Dell yfir væntingum Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell skilaði 677 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 606 milljónir dala eða 42,8 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 47,8 milljarða íslenskra króna og er meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Viðskipti erlent 22.11.2006 09:14 Standard & Poor's hækkar mat á NEMI Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað matseinkun norska tryggingafélagsins NEMI ASA í BBB úr BBB- . Matseinkunin var einnig tekin af lánshæfislista (e. CreditWatch) matsfyrirtækisins og segir jafnframt að horfur séu stöðugar. Viðskipti erlent 22.11.2006 09:45 Yfirtökutilboð gert í flugfélagið Qantas Ástralski fjárfestingabankinn Macquarie og bandaríska fjárfestingafélagið Texas Pacific hafa gert yfirtökutilboð í flugfélagið Qantas, sem er eitt það stærsta í Ástralíu. Ekki liggur fyrir hversu hátt tilboðið er en talið er að það hljóði upp á allt að 10,3 milljarða ástralska dali eða 563,7 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 22.11.2006 09:15 Launavísitalan hækkaði um 0,5 prósent í október Launavísitala í október hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 11,0%, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 22.11.2006 09:06 Eiginmaður 7 Margir áhugaverðir fyrirlesarar tóku til máls á málþingi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í síðustu viku. Meðal þeirra var Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sem sagði samfélagsleg gildi og hámarksarðsemi ekki endilega andstæður. Á endanum snerist þetta bara um "að vera góður strákur". Viðskipti innlent 21.11.2006 20:22 Löggild netkvittun hjá Atlantsolíu Atlantsolía tók á föstudag í síðustu viku í notkun nýja gerð kvittana sem fást þegar dælulykill fyrirtækisins er notaður. Dælan sendir kvittun fyrir eldsneytiskaupum sem PDF-skrá í viðhengi í tölvupósti og eru þær gildir reikningar í bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:21 Fyrri til en danskurinn Í Berlinske Tidende um helgina var grein þar sem því var velt upp hverjir gætu verið hver úr Matador þáttunum dönsku sem nú er verið að endurgera. Einn Íslendingur kemst á blað þar sem kandidat í Mads Skjern, en það er Jón Ásgeir Jóhannesson. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:23 Meiri samlegð af Newcastle Þegar fyrirtæki eru keypt er gjarnan bent á að hagræðing náist fram með samlegðar-áhrifum. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér í kaupum Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar á West Ham. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:21 « ‹ 101 102 103 104 105 106 107 108 109 … 223 ›
Sparisjóðabankanum breytt í Icebank Sparisjóðabanki Íslands hefur fengið nýtt nafn og mun eftirleiðis heita Icebank. Stefnt er að því að fá nýja hluthafa að bankanum og skrá hlutbréf hans í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 23.11.2006 14:59
Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi, einu stærsta hagkerfi evrusvæðisins, á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Greiningardeild Kaupþing segir u töluvert minni vöxt að ræða en á öðrum ársfjórðungi þegar þýska hagkerfið óx um 1,1 prósent á milli fjórðunga. Viðskipti erlent 23.11.2006 16:49
Straumur-Burðarás gefur út skuldabréf Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur gefið út 200 milljóna evra skuldabréf á alþjóðlegum lánamarkaði. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að lánveitingin muni styrkja þátttöku bankans á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og sé mikilvægur áfangi í að auka enn frekar hlutdeild vaxtaberandi eigna og vaxtatekna bankans. Viðskipti innlent 23.11.2006 15:55
Livedoor selur fjármálaarm sinn Japanska netfyrirtækið Livedoor ætlar að selja fjármálaarm fyrirtækisins fyrir 17,6 milljarða jena eða 10,6 milljarða krónur til fjárfestingafélagsins Advantage Partners. Þessi hluti fyrirtækisins hefur fram til þessa verið peningamaskína Livedoor en þaðan koma um 80 prósent af tekjum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 23.11.2006 13:08
Stefnt að samruna Air France KLM og Alitalia Jean-Cyril Spinetta, forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France KLM, greindi frá því í dag að flugfélagið ætti í viðræðum um hugsanlegan samruna við ítalska flugfélagið Alitalia. Samruni flugfélaganna hefur verið á áætlun í langan tíma, að hans sögn. Viðskipti erlent 23.11.2006 12:17
Glitnir spáir 7 prósenta verðbólgu Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli nóvember og desember. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,3 prósentum í 7,0 prósent í desember. Viðskipti innlent 23.11.2006 11:30
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir vexti sennilega verða hækkaða Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða sennilega hækkaðir í næsta mánuði. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í morgun í viðtali við fréttastofu Bloomberg að vísbendingar séu um að bankinn þyrfti að hækka vexti sína til að ná markmiði um 2,5% verðbólgu innan ásættanlegs tíma. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Glitnis. Innlent 23.11.2006 11:26
Komið í veg fyrir áfengiskaup Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Bretar, sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum löndum á netinu og láta senda sér heim, verði að greiða tolla og gjöld af vörunum. Einhverjum Bretum kann að þykja þetta súrt í broti enda hafa margir keypt vörurnar í öðrum löndum þar sem tollar eru lægri en í Bretlandi og látið senda sér. Viðskipti erlent 23.11.2006 10:24
Kerkorian selur í General Motors Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian er sagður ætla að minnka við sig í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu og einn stærsti einstaki hluthafi þess. Breska ríkisútvarpið segir Kerkorian ætla að selja 14 milljón hluti í félaginu og fara niður í 7,4 prósenta eignarhlut. Viðskipti erlent 23.11.2006 09:56
Peningaskápurinn.. Lyfjafyrirtækið Actavis greindi frá kaupum á ráðandi hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje á þriðjudag. Í tilkynningunni eru stóru lýsingarorðin ekki spöruð. Viðskipti innlent 22.11.2006 22:33
Airbus segir eftirspurn stóraukast á næstu árum Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segir mikinn hagvöxt í Kína og Indlandi á næstu árum kalla á aukna eftirspurn eftir flugvélum. Að sögn forsvarsmanna Airbus benda spár félagsins til þess að hægt verði að selja allt að 22.700 nýjar flugvélar frá félaginu fram til ársins 2025. Viðskipti erlent 22.11.2006 17:34
Minni væntingar vestanhafs Væntingavísitalan mældist 92,1 stig í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Þetta er 1,5 stiga lækkun á milli mánaða og nokkuð meiri lækkun en búist var við. Viðskipti erlent 22.11.2006 17:24
Krónan lækkaði fjórða daginn í röð Töluverðar sviptingar voru á gjaldeyrismarkaði í dag en krónan veiktist hratt í upphafi dags og fór vísitalan hæst í 127,8 stig í morgun. Gengisvísitalan endaði síðan í 126,96 stigum og veiktist því krónan um 0,5 prósent, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Viðskipti innlent 22.11.2006 17:19
Mikill áhugi á skuldabréfum ríkissjóðs Ríkissjóður Íslands lauk í dag skuldabréfaútboði á Evrópumarkaði upp á einn milljað evra eða sem samsvarar 90 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands að mikill áhugi hafi verið fyrir útboðinu og bárust kauptillboð að fjárhæð um 1,7 milljaðar evra frá um 60 aðilum Innlent 22.11.2006 16:55
Bakkavör Group kaupir Fresh Cook Limited Bakkavör Group hefur náð samkomulagi um kaup á öllu útgefnu hlutafé í breska samrekstrarfélaginu Fresh Cook Limited, sem hefur verið í eigu Bakkavarar Group og Rannoch Foods síðan í október 2004. Fresh Cook Limited sérhæfir sig í framleiðslu á réttum sem eru „tilbúnir til eldunar”. Viðskipti innlent 22.11.2006 15:19
Kerkorian vill stóran hlut í spilavítakeðju Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian lýsti því yfir í dag að hann hefði hug á að verja sem nemur 825 milljónum dala eða tæplega 60 milljörðum íslenskra króna til að auka við hlut sinn í MGM Mirage, sem á og rekurhótel- og spilavíti í Las Vegas og Atlantic City í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.11.2006 14:48
Danski bankar klofnir í afstöðu sinni til íslensks efnahagslífs Stærstu bankar Danmerkur eru klofnir í afstöðu sinni til framtíðarþróunar íslensks efnahagslífs, en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur gengi krónunnar lækkað nokkuð að undanförnu. Innlent 22.11.2006 13:59
Alcoa segir upp 5 prósent starfsmanna Álfyrirtækið Alcoa hefur í hyggju að segja upp 6.700 manns um allan heim og loka einni verksmiðju á næsta ári. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu í rekstri fyrirtæksins, að því er fyrirtækið greinir frá. Þá mun álfyrirtækið sömuleiðis hefja sameiginlegan rekstur með Sapa Gropu, einu af dótturfélögum norska stórfyrirtækisins Orkla. Viðskipti erlent 22.11.2006 13:57
Alcatel höfðar mál gegn Microsoft Franski símtækjaframleiðandinn Alcatel hefur höfðað mál gegn bandaríska hugbúnaðarrisanum Microsoft fyrir sjö brot á rétthafalögum. Ekki liggur fyrir hvaða brot nákvæmlega Alcatel telur að Microsoft hafi framið að öðru leyti en því að þau tengjast stafrænum myndaskrám og netsamskiptakerfum. Viðskipti erlent 22.11.2006 11:15
Gengi bréfa í Google rauf 500 dala múrinn Gengi bréfa í bandaríska netfyrirtækinu Google er nú í fyrsta sinn komið yfir 500 dali eða rúmar 35.000 krónur á hlut. Bréf í fyrirtækinu fór hæst í 510 dali á hlut í viðskiptum dagsins á Nasdaq-markaðnum vestanhafs í gær en lokaði í 509,65 dölum. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 22.11.2006 10:02
Fjárfestingafélag kaupir í LSE Bandaríska fjárfestingafélagið Heyman greindi frá því í gær að það hefði yfir að ráða 8,8 prósenta hlut í Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Svo stór eignarhlutur getur komið í veg fyrir yfirtöku og samruna Nasdaq-markaðarins við LSE. Viðskipti erlent 22.11.2006 10:29
Afkoma Dell yfir væntingum Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell skilaði 677 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 606 milljónir dala eða 42,8 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 47,8 milljarða íslenskra króna og er meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Viðskipti erlent 22.11.2006 09:14
Standard & Poor's hækkar mat á NEMI Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað matseinkun norska tryggingafélagsins NEMI ASA í BBB úr BBB- . Matseinkunin var einnig tekin af lánshæfislista (e. CreditWatch) matsfyrirtækisins og segir jafnframt að horfur séu stöðugar. Viðskipti erlent 22.11.2006 09:45
Yfirtökutilboð gert í flugfélagið Qantas Ástralski fjárfestingabankinn Macquarie og bandaríska fjárfestingafélagið Texas Pacific hafa gert yfirtökutilboð í flugfélagið Qantas, sem er eitt það stærsta í Ástralíu. Ekki liggur fyrir hversu hátt tilboðið er en talið er að það hljóði upp á allt að 10,3 milljarða ástralska dali eða 563,7 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 22.11.2006 09:15
Launavísitalan hækkaði um 0,5 prósent í október Launavísitala í október hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 11,0%, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 22.11.2006 09:06
Eiginmaður 7 Margir áhugaverðir fyrirlesarar tóku til máls á málþingi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í síðustu viku. Meðal þeirra var Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sem sagði samfélagsleg gildi og hámarksarðsemi ekki endilega andstæður. Á endanum snerist þetta bara um "að vera góður strákur". Viðskipti innlent 21.11.2006 20:22
Löggild netkvittun hjá Atlantsolíu Atlantsolía tók á föstudag í síðustu viku í notkun nýja gerð kvittana sem fást þegar dælulykill fyrirtækisins er notaður. Dælan sendir kvittun fyrir eldsneytiskaupum sem PDF-skrá í viðhengi í tölvupósti og eru þær gildir reikningar í bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:21
Fyrri til en danskurinn Í Berlinske Tidende um helgina var grein þar sem því var velt upp hverjir gætu verið hver úr Matador þáttunum dönsku sem nú er verið að endurgera. Einn Íslendingur kemst á blað þar sem kandidat í Mads Skjern, en það er Jón Ásgeir Jóhannesson. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:23
Meiri samlegð af Newcastle Þegar fyrirtæki eru keypt er gjarnan bent á að hagræðing náist fram með samlegðar-áhrifum. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér í kaupum Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar á West Ham. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:21