Ástin og lífið

Fréttamynd

Ætlar í blómabað á Balí með manninum sínum

„Ég vil meina að ég hafi að einhverju leyti „alist upp“ á samfélagsmiðlum, hleypt fólki nálægt mér og talað um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og verkefnastjóri. 

Lífið
Fréttamynd

„Siðlausi siðfræðingurinn“ hreyfir ekki við Stefáni Einari

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist aldrei hafa látið uppnefni í opinberri umræðu á sig fá og gefur lítið fyrir að vera stundum uppnefndur „siðlausi siðfræðingurinn.“ Stefán segir slíkt aldagamalt verkfæri til þess að ná sér niður á fólki. Hann segist miklu frekar fá jákvæð viðbrögð við því að vera óhræddur við að viðra skoðanir sínar.

Lífið
Fréttamynd

„Hvar eru allir herra­mennirnir?“

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera í leit að hinum eina sanna, miðað við nýjustu færslu hennar á Instagram. Á myndinni sést hún klædd rauðum, seiðandi síðkjól og er stórglæsileg að vanda!

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Töru Sif meinað að fara í bað

Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Stjörnur landsins skinu skært hvort sem það var í brúðkaupum eða hlaupagallanum í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk.

Lífið
Fréttamynd

Sjóð­heitar og ein­hleypar inn í haustið

Haustið er mætt í allri sinni dýrð, með gulum veðurviðvörunum og notalegum stundum innandyra. Árstíðin er oft talin sú rómantískasta þar sem kertaljós og notaleg stemning ræður ríkjum. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi tekið saman lista af einhleypum, sjóðheitum og glæsilegum konum.

Lífið
Fréttamynd

„Fimm ár af alls­konar og hamingjan er enn hér“

Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis, og Karl Sig­urðsson hljóm­sveit­armeðlim­ur í Baggal­úti, fögnuðu fimm ára trébrúðkaupi í gær. 

Lífið
Fréttamynd

„Það er al­veg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sam­bandið“

„Við vorum ekkert að taka eitt skref í einu, heldur bauð Ásgeir mér á árshátið Stöðvar 2 sem var okkar fyrsta deit enda var hann alveg staðráðinn í því frá fyrsta augnabliki að ég væri sú rétta,“ segir Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, um fyrsta stefnumót hennar og unnusta síns, Ásgeirs Kolbeinssonar, athafna- og fjölmiðlamanns.

Makamál
Fréttamynd

Mis­tök að eyða ekki meiri tíma með börnunum

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segir staðreyndina þá að fjölskyldur á Íslandi eyði ekki nægilega miklum tíma saman. Þetta komi fyrst og fremst niður á börnum og segir Theodór það mikil mistök af hálfu foreldra að eyða ekki meiri tíma með börnum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fékk nóg af því að vera í hringiðu drama í Samtökunum '78 fyrir átta árum síðan og ákvað að flytjast búferlum til Bretlands þegar hún kynntist ástinni sinni óvænt á ráðstefnu erlendis. Ugla segir skrítið að flytja aftur til Íslands eftir átta ár úti, margt hafi breyst.

Lífið
Fréttamynd

Gæsun Maríu Thelmu tók ó­vænta U-beygju

Vinkonur leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur komu henni verulega á óvart liðna helgi með skemmtilegum gæsunardegi. María birti myndir frá deginum á Instagram þar sem hún virðist hafa skemmt sér vel þrátt fyrir óvænta U-beygju á Læknavaktina. 

Lífið
Fréttamynd

Gáfu dótturinni þrjú nöfn

Listaparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, gáfu dóttur sinni nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Parið greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Rat­leikur sem endaði með ó­væntu brúð­kaupi

Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marel og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir giftu sig óvænt í Dómkirkjunni í gær. Árni Oddur og Kristrún hafa verið saman í um tvö ár. Hjónin höfðu ekki boðið til brúðkaups heldur var veislan óvænt. Greint var fyrst frá brúðkaupinu á vef mbl.is í gær. 

Lífið
Fréttamynd

„Háð því að gera hluti sem eru ó­þægi­legir“

„Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Námið var á ensku og var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda, allt sem er auðvelt, maður græðir ekkert rosalega á því,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar. 

Lífið
Fréttamynd

Gullið til­boð í Amsterdam

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV og knattspyrnuþjálfari, og Velina Apostolova, stafrænn leiðtogi hjá Reykjavíkurborg, trúlofuðu sig í Amsterdam í Hollandi. Parið deilir gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Embla Wigum ást­fangin í London

Förðunarfræðingurinn og TikTok stjarnan Embla Wigum er komin á fast. Sá heppni heitir Theo Kontos og er Breti en parið hefur verið að hittast frá því fyrr í sumar og ástin virðist blómstra.  

Lífið
Fréttamynd

Gat varla gengið en hljóp hálf­mara­þon

Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs segist hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina þegar hann hljóp hálfmaraþon. Hann segir það stóran áfanga, hann hafi ekki verið viss um að hann gæti þetta, enda séu ekki mörg ár síðan hann gat varla gengið vegna gigtar og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt.

Lífið
Fréttamynd

Sendi ítar­legan spurningarlista fyrir fyrsta stefnu­mótið

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech byrjuðu saman fyrir tæplega sex árum. Saman eiga þau eina stúlku, Elísu Eyþóru sem er eins árs, og er ólétt af þeirra öðru barni sem er væntanlegt í heiminn á næstu vikum. Katrín Edda segir ást ekki snúast um flugelda og sprengingar.

Lífið
Fréttamynd

Egill og Íris Freyja nefna dótturina

Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, opinberuðu nafn dóttur þeirra í færslu á Instagram í gær. Stúlkan fékk nafnið Maya sól. 

Lífið
Fréttamynd

Eva Dögg greinir frá kyninu

Jógagyðjan og annar eigandi vellíðurnarfyrirtækisins Rvk Ritual Eva Dögg Rúnarsdóttir og Stefán Darri Þórsson handboltamaður eiga von á dreng. Parið greindi frá kyni barnins í myndskeiði á Instagram um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Gylfi Sig og Alexandra til­kynna kynið

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og verslunareigandinn Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á strák. Þau greindu fyrst frá óléttunni í maí og Alexandra greindi frá því að hún væri með „strákabumbu“ á Instragram.

Lífið