Madeleine McCann Athyglina aftur á leitina að Madeleine Fjölskylda Madeleine McCann kallaði í dag eftir því að endi yrði bundinn á stjórnlausar vangaveltur um málið og að athygli yrði aftur beint að leit stúlkunnar. Clarence Mitchell talsmaður fjölskyldunnar sagði að vangaveltur um hvort Kate og Gerry McCann hefðu harmað dóttur sína væru eins „fáránlegar og þær væru fjarstæðukenndar.“ Erlent 18.9.2007 15:18 Portúgalska lögreglan á ystu nöf? Portúgalskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort þarlend lögregluyfirvöld hafi farið út á ystu nöf með því að bendla foreldra Madeleine við dauða hennar. Efi á sakleysi McCann hjónanna hefur dvínað og almenningsálitið snúist þeim aftur í vil eftir að portúgalskur dómari neitaði að fyrirskipa að Kate skyldi snúa aftur til yfirheyrslu. Erlent 18.9.2007 10:59 McCann hjónin ekki aftur til Portúgals Portúgalskur dómari hefur synjað beiðni lögreglunnar um að kalla McCann hjónin aftur til Portúgals, til frekari yfirheyrslu. Dómarinn ætlar þess í stað að senda bresku lögreglunni lista með spurningum og biðja hana um að leggja þau fyrir hjónin. Erlent 17.9.2007 16:22 McCann hjónin halda tvíburunum Bresk barnaverndaryfirvöld hafa úrskurðað að Gerry og Kate McCann fái að halda tvíburabörnum sínum. Fulltrúar yfirvalda heimsóttu þau á fimmtudag í síðustu viku. Vinir hjónanna segja að þau hafi sjálf beðið um þá heimsókn eftir að fram komu kröfur á bloggsíðum um Erlent 17.9.2007 10:11 Branson styður við vörn McCann-hjónanna Milljarðarmæringurinn Sir Richard Branson hyggst leggja fram 100 þúsund pund, jafnvirði um 13 milljóna króna, í sjóð til þess að hjálpa foreldrum bresku stúlkunnar Madeleine McCann að hreinsa nafn sitt. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu í dag. Erlent 16.9.2007 16:10 Verja yfir 10 milljónum í auglýsingaherferð vegna Madeleine Foreldrar bresku stúlkunnnar Madeleine McCann hafa ákveðið að blása til auglýsingaherferðar um alla Evrópu til þess að reyna blása lífi í leitina að stúlkunni á ný. Erlent 15.9.2007 14:44 Hvað varð um Madeleine McCann? Líklega hefur ekki verið fjallað jafn mikið um lítið barn í heimspressunni og bresku telpuna Madeleine McCann. Erlent 14.9.2007 12:22 Frumsýningu á nýjustu mynd Afflecks frestað í Bretlandi Ákveðið hefur verið að fresta frumsýningu á nýjustu mynd Ben Afflecks, Gone Baby Gone, í Bretlandi. Ástæðan er sú að söguþráður hennar er talinn líkjast um of máli Madeleine litlu McCann sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í byrjun maí. Lífið 13.9.2007 10:00 Leit gerð á heimili McCann hjónanna Portúgalskur dómari sem fer með mál Madeleine McCann hefur farið þess á leit við bresk lögregluyfirvöld að þau fari á heimili foreldra hennar í Leicestershire til þess að leita að sönnunargögnum í málinu. Fréttastofa Sky greinir frá því að líklegast fari leitin fram í dag. Erlent 13.9.2007 08:33 Telja sannanir að finna í dagbók Kate McCann Portúgölsk lögregla vill nú fá aðgang að dagbók Kate McCann, móður Madeleine litlu sem saknað hefur verið frá því í byrjun maí. Breska blaðið Evening Standard segir lögregluna halda að bókin geti varpað ljósi á hvað það var sem raunverulega gerðist kvöldið örlagaríka, þegar stúlkan hvarf frá hótelherbergi fjölskyldunnar í Portúgal. Erlent 12.9.2007 15:18 Foreldrar Madeleine vilja láta rannasaka bílaleigubílinn sjálf Foreldrar Madeleine McCann íhuga nú að láta gera sjálfstæða rannsókn á bílaleigubílnum sem þau leigðu í Portúgal. Bresk lögregla fann lífsýni úr stúlkunni í bílnum, en foreldrarnir tóku hann á leigu um þremur vikum eftir að Madeleine litla hvarf frá hótelíbúð þeirra í Portúgal. Erlent 12.9.2007 12:27 Engar afgerandi sannanir gegn foreldrum Madeleine Portúgalska lögreglan hefur borið til baka fréttir um að hún hafi undir höndum sönnunargögn sem muni leiða til ákæru á hendur foreldrum Madeleine McCann. Ríkislögreglustjóri Portúgals sagði í sjónvarpsviðtali í gær að lögreglan hafi aðeins fengið hluta af sýnum sem send voru til rannsóknar í Bretlandi. Niðurstöður þeirra séu enganvegin jafn afgerandi og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Erlent 11.9.2007 13:07 Portúgalskur saksóknari fær Madeleine gögn Portúgalska lögreglan mun í dag láta af hendi öll rannsóknargögn í máli Madeleine McCann. Portúgalskir saksóknarar munu taka við gögnunum og taka í framhaldi ákvörðun um það hvort foreldrar Madeleine, þau Gerry og Kate McCann verði ákærð í málinu. Erlent 11.9.2007 08:06 Öll spjót beinast að móður Madeleine Portúgalska lögreglan telur sig hafa nægar sannanir til að ákæra móður Madeleine McCann fyrir manndráp af gáleysi. Breska blaðið Times fullyrðir þetta í dag. Í kvöld hafði svo Sky-fréttastofan eftir heimildarmönnum að DNA sýni Madeleine hefðu fundist í bílaleigubíl hjónann sem þau tóku á leigu eftir að hún hvarf. Erlent 10.9.2007 19:07 Nægar sannanir gegn móður Madeleine -The Times Breska blaðið The Times segir að portúgalska lögreglan telji sig hafa nægar sannanir til þess að ákæra móður Madeleine MCann fyrir manndráp af gáleysi. Jafnframt verði hún þá kærð fyrir að fela lík telpunnar. The Times segir að lögreglan hafi orðið fjúkandi reið þegar hætt var við að kæra Kate McCann, eftir að lögfræðingur hennar hafði átt fund með ríkissaksóknara Portúgals. Erlent 10.9.2007 16:39 Saksóknari fær gögn Saksóknari í Portúgal fær í dag í hendurnar gögn vegna rannsóknar á hvarfinu á bresku telpunni Madeleine McCann. Um er að ræða það sem lögregla hefur aflað eftir að foreldrar stúlkunnar fengu réttarstöðu grunaðra í málinu í síðustu viku. Erlent 10.9.2007 11:59 McCann-hjónin komin heim Hjónin Kate og Gerry McCann, sem bæði eru með réttarstöðu grunaðra vegna hvarfs dóttur þeirra Madeleine í Portúgal í vor, eru komin heim til Englands. Heim fóru þau með leyfi portúgalskra yfirvalda. Erlent 9.9.2007 12:11 Foreldrar Madeleine grunaðir Algjör viðsnúningur hefur orðið á framvindu leitarinnar að Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í maí síðast liðnum. Foreldrar stúlkunnar sem hafa með hjálp fjölmiðla ákaft leitað hennar eru nú grunaðir um að hafa myrt stúlkuna. Erlent 8.9.2007 18:59 Móðir Madeleine grunuð Lögreglurannsókn í Portúgal vegna hvarfs breskrar stúlku síðastliðið vor beinist nú að foreldrum stúlkunnar. Móðir Madeleine McCann fékk í dag stöðu grunaðrar hjá yfirvöldum í Portúgal og verið er að yfirheyra föðurinn. Erlent 7.9.2007 18:40 Blóðblettir fundust í bíl McCann hjónanna Kate Mccann, móðir Madeleine litlu sem leitað hefur verið frá því hún hvarf frá hótelherbergi í Portúgal í maí, verður formlega gefin staða grunaðrar, í málinu í dag. Erlent 7.9.2007 08:35 Móðir Madeleine yfirheyrð Lögregla í Portúgal yfirheyrði Kate, móður Madeleine Mccann, í meira en ellefu tíma í gær. Madeleine hefur verið saknað frá því hún hvarf frá hótelherbergi sínu í maí. Móðirin var kölluð til yfirheyrslu vegna nýrra sönnunargagna sem komu fram í málinu. Hún hefur verið yfirheyrð áður, en í þetta var í fyrsta sinn sem lögfræðingur hennar er viðstaddur. Lögreglan hefur sagt að foreldrar Madeleine séu ekki grunuð um að hafa átt þátt í hvarfi hennar. Erlent 7.9.2007 07:17 Spáð handtöku vegna hvarfs Madeleine McCann Breska Sky fréttastofan segir að mikilvæg DNA sýni hafi fundist í íbúðinni sem foreldrar Madeleina McCann bjuggu í ásamt börnum sínum, þegar telpan hvarf. Daily Mirror heldur því fram að sýnin muni leiða til handtöku innan tveggja sólarhringa. Sýnin voru skoðuð í rannsóknarstofu bresku lögreglunnar. Erlent 6.9.2007 11:13 Foreldrar Madeleine að skilja -portúgalskir fjölmiðlar Foreldrar Madeleine McCann eru að því komin að skilja, að sögn fjölmiðla í Portúgal. Hjónin hafa haldið til í Portúgal síðan dóttir þeirra hvarf fyrir tæpum fjórum mánuðum. Þau segjast enn sannfærð um að litla telpan finnist á lífi. Portúgalskir fjölmiðlar virðast orðnir þreyttir á þeim og hafa birt um þau margar særandi fréttir. Gerry og Kate McCann eiga nú í málaferlum við blað sem hélt því blákalt fram að þau hefðu sjálf valdið dauða dóttur sinnar. Erlent 5.9.2007 12:51 Foreldrar Madeleine í mál við portúgalska fjölmiðla Foreldrar Madeleine McCann ætla að höfða meiðyrða mál gegn portúgölsku blaði sem hélt því fram að þau hafi myrt dóttur sína. Samskipti Gerrys og Kate McCann við fjölmiðla hafa versnað stöðugt undanfarnar vikur. Margir portúgalskir fjölmiðlar vilja gera þau ábyrg fyrir hvarfi dótturinnar. Annaðhvort vegna vanrækslu eða vegna þess að þau hafi hreinlega sjálf orðið henni að bana. Erlent 31.8.2007 15:22 Svæfðu Madeleine í hel segja portúgalskir fjölmiðlar Portúgalar hafa af einhverjum orsökum misst alla samúð með foreldrum Madeleine McCann, litlu bresku telpunnar sem nú hefur verið leitað í fjóra mánuði. Fjölmiðlar í landinu eru uppfullir af allskonar slúðurfréttum um málið. Erlent 30.8.2007 10:43 Foreldrar Madeleine að gefast upp Gerry McCann, faðir Madeleine litlu, hefur misst alla trú á rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi dóttur sinnar. Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan stúlkan hvarf. Gerry segist vera þreyttur á því hversu hægt rannsókninni miðar og hversu litlar upplýsingar hann fái um gang mála. Erlent 28.8.2007 07:15 Neitar að hafa orðið Madeleine að bana Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs sem hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Hann segir fullyrðingarnar vera rógburð. Erlent 25.8.2007 11:46 Foreldrar Madeleine vilja kæra portúgalska sjónvarpskonu Foreldrar Madeleine McCann hafa hótað að lögsækja portúgalska fréttakonu fyrir ærumeiðandi ummæli sem hún lét falla í beinni sjónvarpsútsendingu í gær. Þar gaf fréttakonan í skyn að Kate McCann, móðir Madeleine, bæri ábyrgð á hvarfi stúlkunnar. Erlent 24.8.2007 12:32 Telja að Madeleine hafi látist af slysförum Portúgölsk lögregluyfirvöld telja nú að Madeleine McCann hafi látist af slysförum á hótelherbergi sínu í Portúgal samkvæmt heimildum vefútgáfu breska dagblaðsins The Mirror. Heimildarmenn blaðsins segja ennfremur að portúgalska lögreglan hafi undir höndum gögn sem sanni þetta. Erlent 23.8.2007 09:57 Blóðið ekki úr Madeleine litlu Blóðið sem fannst í herberginu þar sem Madeleine McCann var rænt í Portúgal, reyndist ekki vera úr henni. DNA rannsókn í Bretlandi hefur leitt þetta í ljós að sögn Sky fréttastofunnar. Blóðið er sagt vera úr karlmanni. Erlent 16.8.2007 09:54 « ‹ 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Athyglina aftur á leitina að Madeleine Fjölskylda Madeleine McCann kallaði í dag eftir því að endi yrði bundinn á stjórnlausar vangaveltur um málið og að athygli yrði aftur beint að leit stúlkunnar. Clarence Mitchell talsmaður fjölskyldunnar sagði að vangaveltur um hvort Kate og Gerry McCann hefðu harmað dóttur sína væru eins „fáránlegar og þær væru fjarstæðukenndar.“ Erlent 18.9.2007 15:18
Portúgalska lögreglan á ystu nöf? Portúgalskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort þarlend lögregluyfirvöld hafi farið út á ystu nöf með því að bendla foreldra Madeleine við dauða hennar. Efi á sakleysi McCann hjónanna hefur dvínað og almenningsálitið snúist þeim aftur í vil eftir að portúgalskur dómari neitaði að fyrirskipa að Kate skyldi snúa aftur til yfirheyrslu. Erlent 18.9.2007 10:59
McCann hjónin ekki aftur til Portúgals Portúgalskur dómari hefur synjað beiðni lögreglunnar um að kalla McCann hjónin aftur til Portúgals, til frekari yfirheyrslu. Dómarinn ætlar þess í stað að senda bresku lögreglunni lista með spurningum og biðja hana um að leggja þau fyrir hjónin. Erlent 17.9.2007 16:22
McCann hjónin halda tvíburunum Bresk barnaverndaryfirvöld hafa úrskurðað að Gerry og Kate McCann fái að halda tvíburabörnum sínum. Fulltrúar yfirvalda heimsóttu þau á fimmtudag í síðustu viku. Vinir hjónanna segja að þau hafi sjálf beðið um þá heimsókn eftir að fram komu kröfur á bloggsíðum um Erlent 17.9.2007 10:11
Branson styður við vörn McCann-hjónanna Milljarðarmæringurinn Sir Richard Branson hyggst leggja fram 100 þúsund pund, jafnvirði um 13 milljóna króna, í sjóð til þess að hjálpa foreldrum bresku stúlkunnar Madeleine McCann að hreinsa nafn sitt. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu í dag. Erlent 16.9.2007 16:10
Verja yfir 10 milljónum í auglýsingaherferð vegna Madeleine Foreldrar bresku stúlkunnnar Madeleine McCann hafa ákveðið að blása til auglýsingaherferðar um alla Evrópu til þess að reyna blása lífi í leitina að stúlkunni á ný. Erlent 15.9.2007 14:44
Hvað varð um Madeleine McCann? Líklega hefur ekki verið fjallað jafn mikið um lítið barn í heimspressunni og bresku telpuna Madeleine McCann. Erlent 14.9.2007 12:22
Frumsýningu á nýjustu mynd Afflecks frestað í Bretlandi Ákveðið hefur verið að fresta frumsýningu á nýjustu mynd Ben Afflecks, Gone Baby Gone, í Bretlandi. Ástæðan er sú að söguþráður hennar er talinn líkjast um of máli Madeleine litlu McCann sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í byrjun maí. Lífið 13.9.2007 10:00
Leit gerð á heimili McCann hjónanna Portúgalskur dómari sem fer með mál Madeleine McCann hefur farið þess á leit við bresk lögregluyfirvöld að þau fari á heimili foreldra hennar í Leicestershire til þess að leita að sönnunargögnum í málinu. Fréttastofa Sky greinir frá því að líklegast fari leitin fram í dag. Erlent 13.9.2007 08:33
Telja sannanir að finna í dagbók Kate McCann Portúgölsk lögregla vill nú fá aðgang að dagbók Kate McCann, móður Madeleine litlu sem saknað hefur verið frá því í byrjun maí. Breska blaðið Evening Standard segir lögregluna halda að bókin geti varpað ljósi á hvað það var sem raunverulega gerðist kvöldið örlagaríka, þegar stúlkan hvarf frá hótelherbergi fjölskyldunnar í Portúgal. Erlent 12.9.2007 15:18
Foreldrar Madeleine vilja láta rannasaka bílaleigubílinn sjálf Foreldrar Madeleine McCann íhuga nú að láta gera sjálfstæða rannsókn á bílaleigubílnum sem þau leigðu í Portúgal. Bresk lögregla fann lífsýni úr stúlkunni í bílnum, en foreldrarnir tóku hann á leigu um þremur vikum eftir að Madeleine litla hvarf frá hótelíbúð þeirra í Portúgal. Erlent 12.9.2007 12:27
Engar afgerandi sannanir gegn foreldrum Madeleine Portúgalska lögreglan hefur borið til baka fréttir um að hún hafi undir höndum sönnunargögn sem muni leiða til ákæru á hendur foreldrum Madeleine McCann. Ríkislögreglustjóri Portúgals sagði í sjónvarpsviðtali í gær að lögreglan hafi aðeins fengið hluta af sýnum sem send voru til rannsóknar í Bretlandi. Niðurstöður þeirra séu enganvegin jafn afgerandi og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Erlent 11.9.2007 13:07
Portúgalskur saksóknari fær Madeleine gögn Portúgalska lögreglan mun í dag láta af hendi öll rannsóknargögn í máli Madeleine McCann. Portúgalskir saksóknarar munu taka við gögnunum og taka í framhaldi ákvörðun um það hvort foreldrar Madeleine, þau Gerry og Kate McCann verði ákærð í málinu. Erlent 11.9.2007 08:06
Öll spjót beinast að móður Madeleine Portúgalska lögreglan telur sig hafa nægar sannanir til að ákæra móður Madeleine McCann fyrir manndráp af gáleysi. Breska blaðið Times fullyrðir þetta í dag. Í kvöld hafði svo Sky-fréttastofan eftir heimildarmönnum að DNA sýni Madeleine hefðu fundist í bílaleigubíl hjónann sem þau tóku á leigu eftir að hún hvarf. Erlent 10.9.2007 19:07
Nægar sannanir gegn móður Madeleine -The Times Breska blaðið The Times segir að portúgalska lögreglan telji sig hafa nægar sannanir til þess að ákæra móður Madeleine MCann fyrir manndráp af gáleysi. Jafnframt verði hún þá kærð fyrir að fela lík telpunnar. The Times segir að lögreglan hafi orðið fjúkandi reið þegar hætt var við að kæra Kate McCann, eftir að lögfræðingur hennar hafði átt fund með ríkissaksóknara Portúgals. Erlent 10.9.2007 16:39
Saksóknari fær gögn Saksóknari í Portúgal fær í dag í hendurnar gögn vegna rannsóknar á hvarfinu á bresku telpunni Madeleine McCann. Um er að ræða það sem lögregla hefur aflað eftir að foreldrar stúlkunnar fengu réttarstöðu grunaðra í málinu í síðustu viku. Erlent 10.9.2007 11:59
McCann-hjónin komin heim Hjónin Kate og Gerry McCann, sem bæði eru með réttarstöðu grunaðra vegna hvarfs dóttur þeirra Madeleine í Portúgal í vor, eru komin heim til Englands. Heim fóru þau með leyfi portúgalskra yfirvalda. Erlent 9.9.2007 12:11
Foreldrar Madeleine grunaðir Algjör viðsnúningur hefur orðið á framvindu leitarinnar að Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í maí síðast liðnum. Foreldrar stúlkunnar sem hafa með hjálp fjölmiðla ákaft leitað hennar eru nú grunaðir um að hafa myrt stúlkuna. Erlent 8.9.2007 18:59
Móðir Madeleine grunuð Lögreglurannsókn í Portúgal vegna hvarfs breskrar stúlku síðastliðið vor beinist nú að foreldrum stúlkunnar. Móðir Madeleine McCann fékk í dag stöðu grunaðrar hjá yfirvöldum í Portúgal og verið er að yfirheyra föðurinn. Erlent 7.9.2007 18:40
Blóðblettir fundust í bíl McCann hjónanna Kate Mccann, móðir Madeleine litlu sem leitað hefur verið frá því hún hvarf frá hótelherbergi í Portúgal í maí, verður formlega gefin staða grunaðrar, í málinu í dag. Erlent 7.9.2007 08:35
Móðir Madeleine yfirheyrð Lögregla í Portúgal yfirheyrði Kate, móður Madeleine Mccann, í meira en ellefu tíma í gær. Madeleine hefur verið saknað frá því hún hvarf frá hótelherbergi sínu í maí. Móðirin var kölluð til yfirheyrslu vegna nýrra sönnunargagna sem komu fram í málinu. Hún hefur verið yfirheyrð áður, en í þetta var í fyrsta sinn sem lögfræðingur hennar er viðstaddur. Lögreglan hefur sagt að foreldrar Madeleine séu ekki grunuð um að hafa átt þátt í hvarfi hennar. Erlent 7.9.2007 07:17
Spáð handtöku vegna hvarfs Madeleine McCann Breska Sky fréttastofan segir að mikilvæg DNA sýni hafi fundist í íbúðinni sem foreldrar Madeleina McCann bjuggu í ásamt börnum sínum, þegar telpan hvarf. Daily Mirror heldur því fram að sýnin muni leiða til handtöku innan tveggja sólarhringa. Sýnin voru skoðuð í rannsóknarstofu bresku lögreglunnar. Erlent 6.9.2007 11:13
Foreldrar Madeleine að skilja -portúgalskir fjölmiðlar Foreldrar Madeleine McCann eru að því komin að skilja, að sögn fjölmiðla í Portúgal. Hjónin hafa haldið til í Portúgal síðan dóttir þeirra hvarf fyrir tæpum fjórum mánuðum. Þau segjast enn sannfærð um að litla telpan finnist á lífi. Portúgalskir fjölmiðlar virðast orðnir þreyttir á þeim og hafa birt um þau margar særandi fréttir. Gerry og Kate McCann eiga nú í málaferlum við blað sem hélt því blákalt fram að þau hefðu sjálf valdið dauða dóttur sinnar. Erlent 5.9.2007 12:51
Foreldrar Madeleine í mál við portúgalska fjölmiðla Foreldrar Madeleine McCann ætla að höfða meiðyrða mál gegn portúgölsku blaði sem hélt því fram að þau hafi myrt dóttur sína. Samskipti Gerrys og Kate McCann við fjölmiðla hafa versnað stöðugt undanfarnar vikur. Margir portúgalskir fjölmiðlar vilja gera þau ábyrg fyrir hvarfi dótturinnar. Annaðhvort vegna vanrækslu eða vegna þess að þau hafi hreinlega sjálf orðið henni að bana. Erlent 31.8.2007 15:22
Svæfðu Madeleine í hel segja portúgalskir fjölmiðlar Portúgalar hafa af einhverjum orsökum misst alla samúð með foreldrum Madeleine McCann, litlu bresku telpunnar sem nú hefur verið leitað í fjóra mánuði. Fjölmiðlar í landinu eru uppfullir af allskonar slúðurfréttum um málið. Erlent 30.8.2007 10:43
Foreldrar Madeleine að gefast upp Gerry McCann, faðir Madeleine litlu, hefur misst alla trú á rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi dóttur sinnar. Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan stúlkan hvarf. Gerry segist vera þreyttur á því hversu hægt rannsókninni miðar og hversu litlar upplýsingar hann fái um gang mála. Erlent 28.8.2007 07:15
Neitar að hafa orðið Madeleine að bana Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs sem hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Hann segir fullyrðingarnar vera rógburð. Erlent 25.8.2007 11:46
Foreldrar Madeleine vilja kæra portúgalska sjónvarpskonu Foreldrar Madeleine McCann hafa hótað að lögsækja portúgalska fréttakonu fyrir ærumeiðandi ummæli sem hún lét falla í beinni sjónvarpsútsendingu í gær. Þar gaf fréttakonan í skyn að Kate McCann, móðir Madeleine, bæri ábyrgð á hvarfi stúlkunnar. Erlent 24.8.2007 12:32
Telja að Madeleine hafi látist af slysförum Portúgölsk lögregluyfirvöld telja nú að Madeleine McCann hafi látist af slysförum á hótelherbergi sínu í Portúgal samkvæmt heimildum vefútgáfu breska dagblaðsins The Mirror. Heimildarmenn blaðsins segja ennfremur að portúgalska lögreglan hafi undir höndum gögn sem sanni þetta. Erlent 23.8.2007 09:57
Blóðið ekki úr Madeleine litlu Blóðið sem fannst í herberginu þar sem Madeleine McCann var rænt í Portúgal, reyndist ekki vera úr henni. DNA rannsókn í Bretlandi hefur leitt þetta í ljós að sögn Sky fréttastofunnar. Blóðið er sagt vera úr karlmanni. Erlent 16.8.2007 09:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent