Miðflokkurinn

Fréttamynd

Vísar á heil­brigðis­ráð­herra að borga bílastæðagjöldin

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Það er þetta við­varandi ó­lög­mæti“

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega.

Innlent
Fréttamynd

Van­trausts­til­laga lögð fram

Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýsti hlaðvarp Mið­flokksins í pontu

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins uppskar hlátur í lok ræðu sinnar í eldhúsdagsumræðum í kvöld þegar hann auglýsti hlaðvarp flokksins, Sjónvarpslausa fimmtudaga, sem hann og Sigmundur Davíð flokksbróðir hans halda uppi.

Innlent
Fréttamynd

For­sendur ríkis­stjórnarinnar hafi verið slegnar af borðinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir endurnýjaða ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa lagt áherslu á mál sem Miðflokkurinn hafi verið búinn að hamast á þar á undan. Ríkistjórnin sé síðan ekki búin að gera neitt í þessum málum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frum­varpið ekki í gegn

Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Enn bætir Mið­flokkurinn við sig

Samfylkingin heldur enn forystu sinni í könnunum, er með 27,3 prósent og munar tíu prósentustigum á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki sem kemur næstur með 17,5 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæði eða fall?

Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. 

Skoðun
Fréttamynd

„Tjónið af þessum slóða­skap hleypur á fleiri milljörðum“

Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum.

Innlent
Fréttamynd

„Nú­tíminn er trunta“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki hrifinn af ýmis konar nútímavæðingu í arkítektúr og innanhússhönnun. Nú eru það nýr hurðarhúnn á Alþingi sem fær sinn skerf af gagnrýni frá þessum reynda þingmanni. 

Lífið
Fréttamynd

Er fyrir­myndar­ríkið Ís­land í ruslflokki í sorpmálum?

Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“.

Skoðun
Fréttamynd

Mið­flokkurinn stað­festir sig sem þriðji stærsti flokkurinn

Samfylkingin nýtur mesta fylgis flokka á Alþingi og er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins fjórtánda mánuðinn í röð, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðflokkurinn er að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

Snorri tekinn í bólinu af Miðflokksmönnum

Snorri Másson fjölmiðlamaður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason mættu í heimsókn til hans á Tómasarhagann í morgun. Þeir sögðust hafa verið í hverfinu og þurft að ræða við Snorra.

Lífið
Fréttamynd

Veiðum hval - virðum lög

Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórn Bjarna „nýtt hræðslu­banda­lag“

Stjórnarandstæðingar eru ekki hrifnir af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist sjá litlar breytingar með endursmíðaðri stjórn sem hann kallar „hræðslubandalag“. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi Vinstri grænn, segir þá sem kusu VG hafa keypt köttinn í sekknum.

Innlent
Fréttamynd

„Þau eru að rífast um forsætisráðherrastólinn“

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag um framtíð stjórnarinnar vegna forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur. Formaður flokks fólksins segir að um slag um forsætisráðherrastólinn sé að ræða. Formaður Miðflokksins furðar sig á hve óundirbúnir stjórnarflokkarnir voru undir ákvörðun Katrínar. 

Innlent
Fréttamynd

At­huga­semdir við eigna­um­sýslu Lands­banka Ís­lands

Allmikil umræða hefur skapast um vilja stjórnenda Landsbanka Íslands til að endurvekja Brunabótafélag Íslands í endurnýjaðri mynd með kaupum á Tryggingamiðstöðinni,TM. Eins og vant er hafa allir aðilar máls mundað fingurinn og benda sem ákafast hver á annan.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er að verða komið gott“

Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um að­gerðir ríkis­stjórnar á Al­þingi

Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum.

Innlent
Fréttamynd

Kerfið lúti stjórn öfga­manna

Reglugerðardrög matvælaráðherra um sjálfbæra landnýtingu hafa víðs vegar vakið upp hörð viðbrögð. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu alvarlegar athugasemdir við drögin í aðsendri grein í Bændablaðinu í gær. Sigmundur Davíð segir þetta aðför að íslenskum landbúnaði. 82 umsagnir bárust í samráðsgátt, en drögin hafa lokið umsagnarferli.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór stríðir Sam­fylkingunni

Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið.

Innlent