Norski handboltinn

Fréttamynd

Teitur Örn og fé­lagar í úr­slit

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru komnir í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir öruggan sex marka sigur á Dinamo Búkarest, lokatölur 38-32.

Handbolti
Fréttamynd

Sig­valdi tryggði Kol­stad Noregs­meistara­titilinn

Sigvaldi Guðjónsson og félagar í Kolstad tryggðu sér Noregsmeistaratitilinn annað árið í röð þegar liðið lagði Elverum 29-28 í miklum spennuleik. Enn eru tveir leikir eftir af deildinni en Elverum á ekki lengur möguleika á að ná toppliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Kolstad nálgast deildarmeistaratitil eftir öruggan sigur

Kolstad fór létt með útileik sinn gegn neðsta liði deildarinnar. Lokatölur 28-35 sigur gegn Viking frá Björgvin í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson sneri til baka úr landsliðsverkefni en spilaði lítið og skoraði ekkert en gaf eina stoðsendingu.

Handbolti
Fréttamynd

Fjögur mörk frá Sig­valda í stór­sigri

Sigvaldi Björn Guðjónsson fann netmöskvana í fjögur skipti þegar Kolstad vann sigur í norsku úrvalsdeildinni í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir þurfti hins vegar að sætta sig við tap í Danmörku.

Handbolti
Fréttamynd

Bene­dikt Óskars­son sagður á leið til Kolstad

Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals og besti sóknarmaður Olís deildar karla á síðasta tímabili, er sagður á leið til norska meistaraliðsins Kolstad. Greint er frá því að hann muni klára tímabilið með Val og færa sig um set næsta sumar. 

Handbolti
Fréttamynd

Sig­valdi marka­hæstur er Kolstad komst í undan­úr­slit

Kolstad er komið í undanúrslit norska bikarsins í handbolta eftir 36-23 sigur á Bergen. Kolstad eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur 2022 á Elverum sem hafði unnið bikarinn fjögur ár í röð þar áður. Liðin mætast svo í undanúrslitunum í næstu umferð. 

Handbolti
Fréttamynd

Norsku strákarnir mega það sem Þórir bannaði stelpunum

Norska karlalandsliðið í handbolta lauk leik um helgina í æfingamótinu Gulldeildinni þar sem liðið lék þrjá leiki. Eftir eina sigur liðsins á mótinu tóku leikmenn liðsins liðsmynd með stuðningsmönnum liðsins, nokkuð sem norska kvennalandsliðið fær ekki að gera.

Handbolti
Fréttamynd

Kolstad komið á beinu brautina

Stórlið Kolstad í norska handboltanum vann öruggan sigur á Viking þegar liðin mættust í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson var öflugur í liði Kolstad

Handbolti