Tvöfölduðu launin á fjórum árum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 17:32 Vipers frá Kristiansand unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð. EPA-EFE/Tibor Illyes Það er líklega engin tilviljun að norska handknattleiksfélagið Vipers frá Kristiansand hafi rambað á barmi gjaldþrots. Þetta stórveldi í handbolta kvenna hefur á síðustu fjórum árum tvöfaldað launakostnað vegna leikmanna. Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti