Sænski boltinn

Fréttamynd

Menn Milosar upp í þriðja sætið

Malmö, undir stjórn Milosar Milojevic, er komið upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-1 heimasigur á Íslendingaliði Sirius í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Guðni spilar engan fótbolta á þessu ári

Fótboltalífið virtist ljúft hjá Jóni Guðna Fjólusyni í fyrrahaust og hann var á leið í leiki með íslenska landsliðinu en varð þá fyrir alvarlegum meiðslum þegar hann sleit krossband í hné. Vegna bakslags spilar hann engan fótbolta á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Val­geir Lund­dal og fé­lagar aftur á toppinn

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum er BK Häcken vann 5-1 útisigur á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Danmörku kom Aron Elís Þrándarson einnig inn af bekknum en lið hans OB tapaði 0-2 fyrir Nordsjælland.

Fótbolti
Fréttamynd

Óli Valur lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð með Aroni

Óli Valur Ómarsson spilaði í 8 mínútur með Aroni Bjarnasyni hjá Sirius í sigri liðsins gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Óli Valur spilaði alls rúmar 14 mínútur í sínum fyrsta leik með liðinu. Davíð Kristján Ólafsson og Sveinn Aron Guðjohnsen fengu einnig mínútur með sínum liðum í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Milos hafði betur gegn Ara

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn á miðjunni fyrir Norrköping í 0-2 tapi á heimavelli gegn Milos Milojevic og lærisveina hans í Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Óli Valur mættur til Sirius

Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Aron hafði betur gegn Ara Frey

Aron Bjarnason og félagar í Sirius unnu 1-0 útisigur á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði rúmlega stundarfjórðung í 1-1 jafntefli Häcken og Elfsborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór orðaður við endur­komu til Norr­köping

Staðarmiðlar í Norrköping halda því fram að landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson gæti verið að snúa aftur í raðir félagsins. Arnór gerði gott mót með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann færði sig um set til Rússlands.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu Hlín svara hraustlega fyrir sig í nótt eftir EM-valið

Hlín Eiríksdóttir er ein af þeim sem voru allra næst því að ná sæti í EM-hópi Íslands sem tilkynntur var síðasta laugardag en urðu að bíta í það súra epli að fá ekki sæti. Hún sendi landsliðsþjálfaranum skýr skilaboð með frammistöðu sinni í nótt.

Fótbolti