Seðlabankinn

Fréttamynd

Vaxta­hækkun fyrir fjár­málae­litu

Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir­tækin sækja í verð­tryggð lán sam­hliða hækkandi vaxta­stigi

Útlánavöxtur til atvinnulífsins er núna í auknum mæli borinn uppi af verðtryggðum lánum samhliða hækkandi vaxtastigi en ásókn fyrirtækja í slík lán hefur ekki verið meiri um langt skeið. Eftir vísbendingar um að draga væri nokkuð úr nýjum útlánum til fyrirtækja jukust þau talsvert að nýju í liðnum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Not­hing left to cut back

This week, the peningastefnunefnd of the central bank has now seen fit to raise interest rates for the 14th time in a row, under the auspices of controlling inflation by forcing people living in Iceland to spend less, and by making the cost of living prohibitively expensive.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði

Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu

Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skilur gagn­rýnina en Seðla­bankinn þurfi að ná niður háum verð­bólgu­væntingum

„Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð.

Innherji
Fréttamynd

Öfgafullur seðlabanki?

Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við.

Skoðun
Fréttamynd

Hag­kerfið enn­þá yfir­spennt

Seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sagði að hagkerfið væri ennþá yfirspennt þegar nefndin hækkaði stýrivexti fjórtánda skiptið í röð í morgun. Peningastefnan hafi virkað en verkefnið hafi stækkað vegna gríðarlegs hagvaxtar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkar vextina um 50 punkta og sendir harðan tón vegna hættu á „þrálátri“ verðbólgu

Peningastefnunefnd Seðlabankans gekk lengra en flestir greinendur og markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um þegar hún hækkaði meginvexti bankans um 50 punkta í morgun, úr 8,75 prósentum í 9,25 prósent, og vísaði til þess að þrátt fyrir að mæld verðbólga hafi komið niður að undanförnu þá eru verðbólguhorfur til lengri tíma nánast óbreyttar. Hætta er á þrálátri verðbólgu og nefndin telur því nauðsynlegt að herða taumhaldið enn frekar á næstunni. 

Innherji
Fréttamynd

Vaxta­á­lag á lánum banka til heimila og fyrir­tækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Frekari vaxta­hækkanir ó­þarfar

Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Markaðurinn klofinn hversu langt verður gengið við næstu vaxta­hækkun

Skiptar skoðanir eru á því hvort lækkandi verðbólga og kólnun á húsnæðismarkaði, ásamt vísbendingum um minnkandi einkaneyslu, séu nægjanlegt tilefni fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans til að fara í minnstu mögulegu vaxtahækkun eftir þann harða tón sem hún sendi frá sér í lok maí. Naumur meirihluti markaðsaðila væntir þess, samkvæmt könnun Innherja, að vextir bankans verði hækkaðir um 25 punkta á miðvikudaginn á meðan aðrir telja að hann eigi engra annarra kosta völ en að ráðast í 50 punkta hækkun með hliðsjón af óbreyttu verðbólguálagi og mikilvægi þess að ná upp raunstýrivöxtum.

Innherji
Fréttamynd

Háar verð­bólgu­væntingar knýja her­skáan Seðla­banka í 50 punkta vaxta­hækkun

Fyrri yfirlýsingar peningastefnunefndar gefa skýrt til kynna að nefndin sé í „kapphlaupi við tímann“ um að ná niður verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hafa lítið breyst frá síðustu vaxtahækkun, áður en kjaraviðræður hefjast og því er útlit fyrir að vextir Seðlabankans hækki um 0,5 prósentur í næstu viku, að mati greiningar Arion banka. Misvísandi merki eru um að farið sé að hægja á innlendri eftirspurn en hagfræðingar Arion vara við því að hætta sé á að vaxtahækkanir „gangi of langt“ og nefndin vanmeti mögulega skaðlegu áhrifin af þeim á hagkerfið.

Innherji
Fréttamynd

For­stjóri Stoða gagn­rýnir stjórn­völd fyrir á­kvörðunar­fælni í orku­málum

Forstjóri eins stærsta fjárfestingafélagsins landsins gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum og segir ríkisstjórnina virðast vera sátta með að fylgja þeirri stefnu að vona að „þetta reddist“ þótt ljóst sé að ekki er til næg orka í kerfinu. Hann vonar að jákvæð viðbrögð stjórnmálamanna við sölunni á Kerecis marki „vitundarvakningu“ um mikilvægi erlendrar fjárfestingar sem sé forsenda þess að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar meðan lífeyrissjóðirnir horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum.

Innherji
Fréttamynd

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn varar við á­formum um ríkis­lausn í greiðslu­miðlun

Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað.

Innherji
Fréttamynd

Spá 50 punkta vaxta­hækkun vegna stöðunnar á vinnu­markaði

Þrátt fyrir það að árstaktur verðbólgunnar hafi lækkað þrjá mánuði í röð er líklegasta niðurstaðan á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að nefndin hækki vexti um 50 punkta. Þetta er mat skuldabréfamiðlunar Arion banka sem bendir á að Seðlabankinn geti ekki horfti fram hjá því að vinnumarkaðurinn er enn á „yfirsnúningi“.

Innherji
Fréttamynd

Á­formuð lög um inn­lenda smá­greiðslu­lausn sögð brýn

Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 

Innherji
Fréttamynd

Páll segir „hvellskýrt“ að fjár­mála­ráð­herra beri á­byrgð

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga loksins á undanhaldi og gæti hjaðnað hratt

Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka segir þetta góðar fréttir og ef allt gangi að óskum gæti verðbólga verið komin niður í 8 prósent um áramótin.

Innlent