Samgönguslys

Fréttamynd

Fjögur ungmenni á slysadeild eftir árekstur í Kópavogi

Bíl var ekið gegn rauðu ljósi yfir gatnamót og inn í hlið bifreiðar með fjórum ungmennum undir lögaldri um borð á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ungmennin voru flutt á bráðadeild en upplýsingar um meiðsli þeirra liggja ekki fyrir, að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nógu mikil árvekni orsakaði strand Ópals

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að orsök strands farþegaskipsins Ópals við Lundey í febrúar á þessu ári hafi verið sú að mikilvæg árvekni við stjórn skipsins hafi ekki verið viðhöfð í aðdraganda strandsins.

Innlent
Fréttamynd

Harmar van­trausts­yfir­lýsingu Snigla

Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur

Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði

Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt.

Innlent