Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Kennari fyrir norðan dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda

Kennari á fertugsaldri á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn fimmtán ára nemanda sínum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Víta­lía kærir Þórð, Ara og Hregg­við fyrir kyn­ferðis­brot

Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020. 

Innlent
Fréttamynd

Kinn­hestar og kyn­ferðis­brot

Ég las frétt um daginn um nýfallinn dóm sem varðaði ógeðfelldan glæp. Faðir hafði misnotað dóttur sína og tvær systurdætur. Dóttir mannsins var 12 ára gamalt barn þegar hann braut á henni og systurdætur hans voru einnig á barnsaldri.

Skoðun
Fréttamynd

Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019.

Innlent
Fréttamynd

Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni

Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Öfgar höfnuðu samstarfi við Róbert Wessman

Félagasamtökin Öfgar neituðu beiðni Róberts Wessman um aðstoð við verkefni sem sneri að opnun nýs úrræðis fyrir þolendur ofbeldis. Öfgar segja að Róbert sé ekki einstaklingur sem samræmist þeirra gildum.

Innlent
Fréttamynd

Við­snúningur í nauðgunar­máli í Lands­rétti

Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar.

Innlent
Fréttamynd

Er allt í góðu?

Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Er allt í góðu á djamminu?

Skemmtanalífið á að vera öllum öruggt og til ánægju. Þess vegna tölum við um skemmtanalíf, ekki satt? Við vitum þó að skemmtanalífið á sér sínar skuggahliðar og ein er sú að það er helsti vettvangur kynferðisofbeldis.

Skoðun
Fréttamynd

Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu

Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki.

Innlent
Fréttamynd

Ertu nauðgari? - Þitt eigið nauðgarahandrit

*TW*Lokaðu augunum, andaðu djúpt og farðu í huganum yfir kynlífið sem þú hefur stundað með öðru fólki um ævina. Vertu heiðarlegur, það er enginn að hlusta nema vonandi þú sjálfur.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölga á til­kynningum um kyn­ferðis­brot til lög­reglu

Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Braut gegn dóttur sinni og tveimur systur­dætrum

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni og tveimur systurdætrum sínum. Honum er gert að greiða stúlkunum samanlagt fimm og hálfa milljóna króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Samstarfsmaður Epstein fannst látinn í fangaklefa

Franski tískumógúllinn Jean-Luc Brunel fannst látinn í fangaklefa sínum í París í gær. Brunel var náinn vinur bandaríska auðkýfingins og kynferðsibrotamannsins Jeffrey Epstein. Hafði Brunel verið handtekinn í tengslum við rannsókn franskra yfirvalda á kynferðisbrotum Epstein.

Erlent
Fréttamynd

Sagt upp hjá PLAY vegna gruns um ofbeldi

Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Millistjórnandinn er samkvæmt heimildum fréttastofu grunaður um ofbeldi gagnvart samstarfsmanni, flugliða hjá félaginu.

Innlent