Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Virðist úti­loka sam­starf með Sam­fylkingu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir valkostina eftir kosningarnar aðeins tvo; annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna séu skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lengir fjöldaflóttavernd enn frekar

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga, sem felst í því að hámarkstími dvalarleyfa, sem veitt eru á grundvelli sameiginlegrar verndar í kjölfar fjöldaflótta, verði lengdur úr þremur árum í fimm. Með breytingunni geta Úkraínumenn sem hingað komu í kjölfar innrásar Rússa dvalið hér til mars árið 2027 hið skemmsta.

Innlent
Fréttamynd

„Fullt af aug­ljósum á­rekstrum þarna“

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi að­gerð lukkaðist vel“

Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar.

Innlent
Fréttamynd

Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Krist­rúnu

Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu telur stjórnarmyndun nú snúast um líf og dauða fyrir bæði Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ljóst að möguleikarnir til stjórnarmyndunar séu nokkrir, en hann hefur trú á því að Flokkur fólksins verði til í málamiðlanir. Samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sé pólitískur ómöguleiki. 

Innlent
Fréttamynd

Margir mögu­leikar á þriggja flokka stjórn

Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sig­mundi

Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata spáir því að næsta ríkisstjórn verði sett saman af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Samfylkingunni. Erfitt sé fyrir Samfylkingu og Viðreisn að fara í stjórn með Flokki fólksins því Inga Sæland geti ekki slegið af sínum kröfum. 

Innlent
Fréttamynd

Bjarni og Sig­mundur segja eðli­legt að Krist­rún fái fyrst um­boð

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fái stjórnarmyndunarumboð fyrst. Það vinni ekki margt með Sjálfstæðisflokknum svo hann geti gert kröfu um að fá það fyrst. Samfylkingin eigi að fá tilraun til þess að vinna úr því hann er stærstur flokka á þingi. Þetta kom fram í formannaspjalli við Heimi Má Pétursson eftir kvöldfréttir.

Innlent
Fréttamynd

„En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“

Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september

Innlent
Fréttamynd

Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í nafla­skoðun

Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður segist, í grátklökku kveðjubréfi, líklega vera að setja Íslandsmet í að hætta í pólitík en nú er komið að leiðarlokum hjá þessari Facebookstjörnu Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Væri æski­legt að geta séð niður­stöður eftir kjör­stöðum

Formaður Sjálfstæðisflokksins segist klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins sem fjármálaráðherra til langs tíma. Margt sem flokkurinn hafi talað fyrir myndi kosta ríkissjóð verulega. Bjarni segir æskilegt að hægt yrði að sjá nánara niðurbrot atkvæða í kjördæmunum. 

Innlent
Fréttamynd

Nú reynir á konurnar þrjár

Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

„Af­hroð vinstrisins er rosa­legt“

Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins  sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

„Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“

„Þetta hefur nú alltaf legið fyrir sko,“ svaraði Sunna Kristín Hilmarsdóttir, fyrrverandi kosningastjóri og núverandi sjálfboðaliði Viðreisnar, spurð að því í kosningaþætti gærkvöldsins hvort hún hefði alltaf vitað að hún ætti í sambandi við Sjálfstæðismann.

Innlent
Fréttamynd

Merkir hægribylgju en ekki von­brigði

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju.

Innlent