Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Mið­flokkurinn nartar í hæla Sjálf­stæðis­flokksins

Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra.

Innlent
Fréttamynd

And­rúms­loftið í ríkis­stjórninni hafi lagast eftir að Katrín hætti

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir Bjarna Benediktsson eiga mjög mikið undir við að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi fram yfir næsta vor. Það sé augljós djúpstæður ágreiningur innan þess en þau fái núna, við þinglok, nokkrar vikur til að jafna sig á því. Hann muni þó taka sig aftur upp þegar þing kemur aftur saman í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“

„Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“

Innlent
Fréttamynd

For­manni VG ekki skemmt yfir ræðu Jóns á þingi í dag

Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Jón og Guðmund Inga á Alþingi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG

Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða.

Innlent
Fréttamynd

Jón sat hjá

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Tillagan var felld með talsverðum meirihluta greiddra atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Gull­húðun um­fangs­meiri en búist var við

Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi van­trausts­til­laga verður felld“

Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Það er þetta við­varandi ó­lög­mæti“

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­mála­menn sem reiða sig á gleymsku kjós­enda

Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili.

Skoðun
Fréttamynd

Hvergi betra að búa en á Ís­landi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp á Austurvelli í dag á áttatíu ára afmæli lýðveldisins. Hann sagði að það hefði þurft kjark og óbilandi trú á framtíðarmöguleika íslensku þjóðarinnar til að berjast fyrir fullveldinu. Lýðveldissan hafi einkennst af stórtækum framförum á öllum sviðum. Nú sé hvergi betra að búa en hér.

Innlent
Fréttamynd

„Ríkis­stjórnin verður að hætta að hringja í lög­regluna“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Fyrirspurnin sneri meðal annars að bréfaskrifum Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra til lögreglunnar. Hún snéri þá uppá mál sitt og minnti á afskipti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þá dómsmálaráðherra af vinnubrögðum lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin – Með og á móti

Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál.

Skoðun
Fréttamynd

Ljúgandi mál­pípa Sjálf­stæðis­flokksins

Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“.

Skoðun
Fréttamynd

Fara í saumana á sendiherraskipunum

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru engar eðli­legar eða venju­legar dýra­veiðar“

Matvælaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir ákvörðun sína um að heimila hvalveiðar úr mörgum ólíkum áttum. Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands og Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru yfir málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent