Vinnumarkaður

Fréttamynd

Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram

Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ham­farir hjá Heilsu­vernd - Hvað kemur næst?

Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Segir kulnun og atgervisflótta í læknastéttinni

„Læknar eru bara orðnir mjög þreyttir. Þeir geta ekki hlaupið hraðar og það er ákveðin kulnun og atgervisflótti í læknastéttinni.“ Þetta segir Theódór Skúli Sigurðarson svæfinga- og gjörgæslulæknir og forsvarsmaður undirskrifasöfnunar meðal lækna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn

Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekki hissa á hópuppsögnum á hjúkrunarheimilum

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, kallar eftir því að Akureyrarbær taki við rekstri öldrunarheimila í bæjarfélaginu. Hann segir það hafa verið fyrirséð að fólki yrði sagt upp þegar einkarekna fyrirtækið Heilsuvernd tók við rekstri hjúkrunarheimila í apríl og telur eðlilegt að þjónusta af þessu tagi sé á forræði ríkis og sveitarfélaga. Tæplega þrjátíu starfsmenn Heilsuverndar hafa misst vinnuna á undanförnum dögum

Innlent
Fréttamynd

Fær um níu milljónir frá Arion banka

Landsréttur hefur dæmt Arion banka til að greiða fyrrverandi starfsmanni bankans um níu milljónir króna vegna fyrirvaralausrar uppsagnar árið 2016. Uppsögnin var að mati starfsmannsins ólögmæt og meiðandi í hans garð, en bankinn taldi starfsmanninn hafa brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sagt upp 64 ára eftir 20 ár í starfi

Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi upp­lýsinga­full­trúi fer fram á 23 milljónir

Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid

„Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Rað­s­vik ríkis­stjórnarinnar!

Nú liggur fyrir að Alþingi er komið í sumarfrí og ljóst að enn og aftur víla stjórnvöld ekki fyrir sér að svíkja verkalýðshreyfinguna gróflega.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær duglegar þjóðir með sama húmor og vinna vel saman

„Við getum í rauninni ekki alveg skýrt það út hvers vegna Íslendingar og Króatar eiga svona auðvelt með að vinna saman. Mögulega er skýringin sú að við erum tvær litlar þjóðir sem höfum þurft að leggja hart að okkur og vera hugrökk og frumleg í því að móta okkar sérstöðu í stórum heimi,“ segir Vlatka Sipos, ein af fjórum stofnendum króatíska fyrirtækisins Resonate, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur unnið fyrir fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki. „Kannski er skýringin bara sú að báðar þjóðirnar eru með svo frábæran húmor,“ segir Vlatka hlæjandi og bætir við: „Reyndar stundum svolítið kaldhæðinn húmor!“

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“

Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar.

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun til fyrir­­­tækja landsins

Það eru þúsundir landsmanna að sækja um auglýst störf um þessar mundir. Því miður örlar á því að fyrirtæki hafi ekki fyrir því að svara fólki. Það að fá engin viðbrögð við áhuga sínum á starfi er niðurbrjótandi og dregur kraftinn úr atvinnuleitendum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgun starfa, fram­kvæmdir og menning í Hafnar­firði

Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 sem eru til þess fallnar að styðja enn frekar við íbúa og atvinnulíf í bæjarfélaginu. Aðgerðirnar eru aukin fjárframlög til fjölgunar starfa, til innviðauppbyggingar og til sérstakra menningarviðburða sumarið 2021.

Skoðun
Fréttamynd

„Einn takki til að sjá rétt laun”

„Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Af hverju hætti ég ekki við að hætta?

Í desember 2019 fór ég á alþjóðlegt námskeið í Kaupmannahöfn þar sem viðfangsefnið var „happiness at work“ og fékk ég viðurkenningarskjal eftir námskeiðið að ég gæti kallað mig „Chief Happiness Officer“.

Skoðun
Fréttamynd

Gerum þetta al­menni­lega

Með hækkandi sól, fleiri bólusetningum og fjölgun ferðamanna lyftist brúnin á landanum og atvinnulífið tekur við sér. Það er einstaklega ánægjulegt að frétta af sífellt fleirum sem fá vinnu eftir langan tíma í atvinnuleit enda gerir það enginn að gamni sínu að draga fram lífið á bótum sem eru einungis hluti af lægstu launum.

Skoðun
Fréttamynd

Verktökum Veitna umbunað fyrir námssamninga

Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi.

Innlent
Fréttamynd

Vaktavinna = mönnunarvandi

Það eru söguleg tímamót að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar, sem mun móta vinnuvænt starfsumhverfi fyrir vaktavinnufólk til framtíðar. Það er því aldrei brýnna en nú að taka höndum saman, hugsa í lausnum og vinna markvisst að því að dæmið gangi upp.

Skoðun