Vinnumarkaður

Fréttamynd

Gundega býður sig fram á móti Vilhjálmi

Gundega Jaunlinina hefur boðið sig fram til embættis þriðja varaforseta ASÍ. Hún er varaformaður verkalýðsfélagsins Hlíf í Hafnarfirði gegndi formennsku í ASÍ-UNG, ungliðahreyfingu Alþýðusambandsins, í þrjú ár. Hún býður sig því fram á móti Vilhjálmi Birgissyni sem var fram að þessu einn í framboði til embættisins. 

Innlent
Fréttamynd

Phoenix vill verða fyrsti vara­for­seti ASÍ

Phoenix Jessica Ramos hefur tilkynnt framboð sitt til fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún fer upp á móti Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, sem hefur verið fyrsti varaforseti undanfarið kjörtímabil og gegnt starfi forseta síðan Drífa Snædal sagði af sér embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Ólöf Helga ætlar í for­manns­slag við Ragnar Þór

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Hún greinir frá framboði sínu í fréttatilkynningu og segist ekki geta látið embættið baráttulaust í hendur fólks sem sé sjúkt í völd.

Innlent
Fréttamynd

Við höfnum gerræði og hótunum innan ASÍ

Línur eru teknar að skýrast varðandi framtíð Alþýðusambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt um forsetaframboð og lýst yfir stuðningi við Kristján Þórð Snæbjarnarson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálm Birgisson í embætti varaforseta.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfum að breyta stjórnun og skipu­lagi til að halda í rétta starfs­fólkið

„Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst?

„Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Skipað í em­bætti án aug­lýsingar í fimmtungi til­fella

Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins

Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn klukkan 15:00 í Borgarleikhúsinu. Þar er ætlunin að stilla saman strengi meðlima Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjaraviðræðna. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“

„Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Orðin lenska að taka langan tíma í kjara­samninga

Yfir 99 prósent kjara­samninga á Ís­landi renna út áður en nýr samningur er gerður. Þetta er of hátt hlut­fall sem skapar ó­vissu fyrir launa­fólk og at­vinnu­rek­endur að mati ríkis­sátta­semjara. Hann vonar að hægt verði að breyta þessari hefð í náinni fram­tíð.

Innlent
Fréttamynd

„Við eigum ekki að haga okkur svona“

Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK hefur ýtt úr vör nýju átaki sem snýr að því að koma í veg fyrir og varpa ljósi á kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Átakið hófst með myndbandi þar sem málefninu er skellt upp með húmor, það mætti segja að orðatiltækið „öllu gríni fylgir einhver alvara“ eigi við hér.

Innlent
Fréttamynd

Ísland best í heimi?

Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd.

Skoðun
Fréttamynd

Dregur enn úr atvinnuleysi sem mælist nú 3,1 prósent

Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1 prósent og minnkaði um 0,1 prósent milli mánaða. Að meðaltali voru 6.009 atvinnulausir í ágúst, 3.276 karlar og 2.733 konur. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 5,3 prósent og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill fá Sólveigu Önnu með sér

Ragnar Þór Ingólfsson hefur lýst því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir verði annar varaforseti Alþýðusambandins. Sjálfur hefur hann gefið kost á sér sem forseti ASÍ.

Innlent