Frá orðum til athafna Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 22. nóvember 2022 11:31 Aðgerðir fyrirtækja í átt að jafnrétti Atvinnulífið ber ótvíræðan hag af því að allt starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til launa, starfa og starfsþróunar óháð kynferði. Það liggur í augum uppi að ekkert fyrirtæki hefur hagsmuni af því að mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði eða öðrum þáttum eins og kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja lóð sín á vogarskálarnar með greiningu á stöðunni, átaksverkefnum og stöðugu samtali við atvinnulífið. Óhætt að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Einnig hafa fyrirtæki horft til annarra þátta en kyns í stefnumótun sinni og leggja oftar en áður áherslu á fjölbreytileika í starfsemi sinni því ávinningur fyrirtækja af fjölbreytileika er mikill. Með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu. Jafnréttisáætlanir setja tóninn Það er ekki nóg að vera með stefnur og markmið, þeim þarf að hrinda í framkvæmd. Jafnréttisáætlanir fyrirtækja eru kjörinn vettvangur til þess en fyrirtæki þar sem starfa 25 eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eiga að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í mannauðsstefnu sína. Jafnréttisáætlun á ekki að vera plagg sem dregið er fram á tyllidögum eða hvílir ofan í skúffu. Mikilvægt er að fyrirtæki flétti sjónarhorn kynjajafnréttis skýrt inn í mannauðsstefnu sína og geri jafnframt áætlun um hvernig ná skuli þeim markmiðum sem fyrirtæki setur sér í jafnréttismálum. Tilgangurinn með gerð jafnréttisáætlunar tengist því náið þeirri skyldu sem lögð er á vinnuveitendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns. Sumir vinnustaðir hafa farið þá leið að taka fleiri þætti en kyn inn í jafnréttisáætlanir sínar þrátt fyrir að það sé ekki skylt samkvæmt lögum. Sum hafa jafnvel sett sér fjölbreytileikastefnur og dæmi eru um fyrirtæki hafi t.d. markvisst stefnt að því að fjölga starfsfólki af erlendum uppruna í stjórnunarstöðum með stefnumótun og skýrum aðgerðaráætlunum. Mörg stærri fyrirtækja hafa tekið ákvörðun um að tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Markmið 5 fjallar um að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Að tryggð verði full og virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á vinnumarkaði sem og annars staðar. Hvatningarverðlaun jafnréttismála Á undanförnum áratug hafa SA lagt sérstaka áherslu á jafnréttismál og mótað skýra stefnu í málaflokknum. Samtökin vita fullvel að athafnir verða að fylgja orðum í svo mikilvægum málaflokki. Auk þess að eiga fulltrúa í mörgum starfshópum og nefndum sem fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði standa samtökin fyrir öflugri fræðslu til félagsmanna sinna um jafnréttismál. Í sama augnamiði voru Hvatningarverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem markmiðið er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu. Tugir fyrirtækja hafa fengið rós í hnappagatið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála. Þar má nefna Rio Tinto, Orkuveituna, Íslandsbanka, Vodafone, Sagafilm, Landsvirkjun, Sjóvá, Vörð og Samkaup. Í ár eru veittar viðurkenningar í tveimur flokkum þar sem horft er til kynjajafnréttis annars vegar og Jafnréttissprotans hins vegar, vegna áhugaverðs verkefnis eða framtaks m.t.t. fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála. Hægt er að skila inn tilnefningum til og með morgundeginum 23. nóvember hér. Verðlaunin sjálf eru veitt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 30. nóvember. SA hvetja fyrirtæki til að hampa því sem vel er gert og setja sigurvörður á leið sinni að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Ein af þeim vörðum gæti verið Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgerðir fyrirtækja í átt að jafnrétti Atvinnulífið ber ótvíræðan hag af því að allt starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til launa, starfa og starfsþróunar óháð kynferði. Það liggur í augum uppi að ekkert fyrirtæki hefur hagsmuni af því að mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði eða öðrum þáttum eins og kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja lóð sín á vogarskálarnar með greiningu á stöðunni, átaksverkefnum og stöðugu samtali við atvinnulífið. Óhætt að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Einnig hafa fyrirtæki horft til annarra þátta en kyns í stefnumótun sinni og leggja oftar en áður áherslu á fjölbreytileika í starfsemi sinni því ávinningur fyrirtækja af fjölbreytileika er mikill. Með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu. Jafnréttisáætlanir setja tóninn Það er ekki nóg að vera með stefnur og markmið, þeim þarf að hrinda í framkvæmd. Jafnréttisáætlanir fyrirtækja eru kjörinn vettvangur til þess en fyrirtæki þar sem starfa 25 eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eiga að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í mannauðsstefnu sína. Jafnréttisáætlun á ekki að vera plagg sem dregið er fram á tyllidögum eða hvílir ofan í skúffu. Mikilvægt er að fyrirtæki flétti sjónarhorn kynjajafnréttis skýrt inn í mannauðsstefnu sína og geri jafnframt áætlun um hvernig ná skuli þeim markmiðum sem fyrirtæki setur sér í jafnréttismálum. Tilgangurinn með gerð jafnréttisáætlunar tengist því náið þeirri skyldu sem lögð er á vinnuveitendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns. Sumir vinnustaðir hafa farið þá leið að taka fleiri þætti en kyn inn í jafnréttisáætlanir sínar þrátt fyrir að það sé ekki skylt samkvæmt lögum. Sum hafa jafnvel sett sér fjölbreytileikastefnur og dæmi eru um fyrirtæki hafi t.d. markvisst stefnt að því að fjölga starfsfólki af erlendum uppruna í stjórnunarstöðum með stefnumótun og skýrum aðgerðaráætlunum. Mörg stærri fyrirtækja hafa tekið ákvörðun um að tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Markmið 5 fjallar um að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Að tryggð verði full og virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á vinnumarkaði sem og annars staðar. Hvatningarverðlaun jafnréttismála Á undanförnum áratug hafa SA lagt sérstaka áherslu á jafnréttismál og mótað skýra stefnu í málaflokknum. Samtökin vita fullvel að athafnir verða að fylgja orðum í svo mikilvægum málaflokki. Auk þess að eiga fulltrúa í mörgum starfshópum og nefndum sem fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði standa samtökin fyrir öflugri fræðslu til félagsmanna sinna um jafnréttismál. Í sama augnamiði voru Hvatningarverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem markmiðið er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu. Tugir fyrirtækja hafa fengið rós í hnappagatið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála. Þar má nefna Rio Tinto, Orkuveituna, Íslandsbanka, Vodafone, Sagafilm, Landsvirkjun, Sjóvá, Vörð og Samkaup. Í ár eru veittar viðurkenningar í tveimur flokkum þar sem horft er til kynjajafnréttis annars vegar og Jafnréttissprotans hins vegar, vegna áhugaverðs verkefnis eða framtaks m.t.t. fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála. Hægt er að skila inn tilnefningum til og með morgundeginum 23. nóvember hér. Verðlaunin sjálf eru veitt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 30. nóvember. SA hvetja fyrirtæki til að hampa því sem vel er gert og setja sigurvörður á leið sinni að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Ein af þeim vörðum gæti verið Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun