Ísafjarðarbær Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð. Innlent 4.11.2021 17:45 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. Innlent 28.10.2021 22:46 Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Innlent 28.10.2021 13:18 Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Viðskipti innlent 28.10.2021 08:21 Ólafur Ragnar vonar að samferðafólki á æskuárum bregði ekki við nýja bók hans Ólafur Ragnar Grímsson vonar að samferðafólki hans verði ekki brugðið við lestur nýrrar bókar hans um æskuárini fyrir vestan og í þingholtunum í Reykjavík sem kom út í dag. Þetta er önnur bók hans á innan við ári samhliða því sem hann undirbjó Hringborð norðurslóða fyrr í þessum mánuði. Menning 26.10.2021 19:21 Fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar krefst þess að skoðaður verði möguleiki á vatnsaflsvirkjun í friðlandi Vatnsfjarðar, sem hann telur bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en aðra valkosti. Orkubú Vestfjarða telur að með virkjuninni mætti tífalda grænt varaafl á Vestfjörðum. Innlent 25.10.2021 10:18 Sóttu sjómann sem fékk togvír í andlitið Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi vegna skipverja á togara sem fékk togvír í andlitið. Innlent 21.10.2021 07:55 Bíður enn eftir rétta kaupandanum Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu. Innlent 10.10.2021 16:25 Gæslan bjargar fjórum skipverjum eftir strand við Æðey Landhelgisgæslan kom fjórum skipverjum til bjargar í nótt eftir að skúta þeirra strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi. Fjórmenningarnir voru hífðir um borð í þyrlu Gæslunnar um klukkan tvö í nótt og flogið með þá til Ísafjarðar til aðhlynningar. Innlent 5.10.2021 06:15 Jón Þór: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan“ „Við slógum Íslandsmeistarana út í 8 liða úrslitum og núna þurfum við aftur að slá Íslandsmeistarana út í undanúrslitum“, segir Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra sem mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum á morgun. Hann harmar þó að leikurinn geti ekki farið fram á Ísafirði. Fótbolti 2.10.2021 09:00 Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. Innlent 29.9.2021 21:22 Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð. Innlent 29.9.2021 13:44 Snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili á varnargarðinn á Flateyri Nokkur snjóflóð hafa fallið á Flateyri í nótt og í morgun. Stórt flóð féll úr Innra-Bæjargili og á varnargarðinn fyrir ofan þorpið og þá hafa önnur fallið fyrir ofan Flateyrarveg. Innlent 29.9.2021 10:38 Auglýsa eftir snjóblásurum en spila líklega í boði liðs sem vill að þeir tapi „Hvað eru til margir snjóblásarar hér í bænum?“ Svo spyr Samúel Samúelsson í stjórn Vestra en Vestfirðingar ætla að reyna allt sem þeir geta til að geta spilað á Ísafirði um helgina, gegn Íslandsmeisturum Víkings í Mjólkurbikarnum. Íslenski boltinn 28.9.2021 12:30 Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. Fótbolti 27.9.2021 14:16 Bíll endaði í sjónum á Ísafirði Bíll endaði út í sjó á Ísafirði í morgun vegna slæmrar færðar á vegum. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vestfjörðum var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Lögreglan segir leiðindafærð á svæðinu en allt hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir það. Innlent 27.9.2021 11:57 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. Innlent 22.9.2021 22:44 „Miklu hvassara en maður bjóst við“ Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu. Innlent 21.9.2021 18:29 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. Innlent 20.9.2021 22:11 Húsnæðisskorturinn verði vonandi úr sögunni strax á næsta ári Lýðskólinn á Flateyri hefur þurft að vísa frá umsækjendum vegna húsnæðisskorts í bænum. Ráða á bót á húsnæðisvandanum með byggingu nemendagarða, fyrstu íbúðarhúsum sem byggð verða í bænum í 25 ár. Innlent 17.9.2021 09:01 „Eins og ber að skilja er enginn sigurvegari í þessu máli“ Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls. Innlent 30.8.2021 21:53 Tugir í sýnatöku eftir að tveir nemendur greindust smitaðir á Ísafirði Tveir nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Ísafirði greindust smitaðir af kórónuveirunni og hafa tugir verið sendir í sýnatöku og sóttkví vegna þess. Engir fleiri hafa greinst smitaðir í þeim hraðprófum sem hafa verið tekin í dag. Innlent 29.8.2021 14:40 Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. Innlent 28.8.2021 13:13 Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Innlent 27.8.2021 11:39 Tekur við sem bankastjóri Blábankans á Þingeyri Stjórn Blábankans hefur ráðið Birtu Bjargardóttur sem næsta bankastjóra Blábankans á Þingeyri. Viðskipti 25.8.2021 13:31 Starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða greindist smitaður í gær Starfsmaður HVEST greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Tveir samstarfsmenn og átta skjólstæðingar starfsmannsins eru komnir í sóttkví. Innlent 13.8.2021 14:08 Yfir þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn landsins hafa spilað í garðinum hjá Láru Fleiri en þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn Íslands hafa troðið upp í garði einum við ósköp venjulegt fjölskylduheimili á Þingeyri á Vestfjörðum. Það eru hjónin Lára Dagbjört Halldórsdóttir og Pétur Sigurðsson sem standa fyrir tónleikunum sem eru gestum að kostnaðarlausu. Lífið 12.8.2021 15:35 Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Innlent 12.8.2021 13:00 27 milljón króna miðar keyptir á Þingeyri og í Varmahlíð Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut. Innlent 7.8.2021 19:48 Ernst & Young velur Guðmund Fertram einn af frumkvöðlum ársins Ernst & Young í Bandaríkjunum hefur útnefnt Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra Kerecis, sem einn af ellefu frumkvöðlum ársins 2021 í Mið-Atlantshafsflokknum. Verðlaunin eru á meðal þeirra stærstu sem í boði eru fyrir frumkvöðlastörf. Viðskipti innlent 7.8.2021 10:06 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 31 ›
Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð. Innlent 4.11.2021 17:45
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. Innlent 28.10.2021 22:46
Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Innlent 28.10.2021 13:18
Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Viðskipti innlent 28.10.2021 08:21
Ólafur Ragnar vonar að samferðafólki á æskuárum bregði ekki við nýja bók hans Ólafur Ragnar Grímsson vonar að samferðafólki hans verði ekki brugðið við lestur nýrrar bókar hans um æskuárini fyrir vestan og í þingholtunum í Reykjavík sem kom út í dag. Þetta er önnur bók hans á innan við ári samhliða því sem hann undirbjó Hringborð norðurslóða fyrr í þessum mánuði. Menning 26.10.2021 19:21
Fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar krefst þess að skoðaður verði möguleiki á vatnsaflsvirkjun í friðlandi Vatnsfjarðar, sem hann telur bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en aðra valkosti. Orkubú Vestfjarða telur að með virkjuninni mætti tífalda grænt varaafl á Vestfjörðum. Innlent 25.10.2021 10:18
Sóttu sjómann sem fékk togvír í andlitið Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi vegna skipverja á togara sem fékk togvír í andlitið. Innlent 21.10.2021 07:55
Bíður enn eftir rétta kaupandanum Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu. Innlent 10.10.2021 16:25
Gæslan bjargar fjórum skipverjum eftir strand við Æðey Landhelgisgæslan kom fjórum skipverjum til bjargar í nótt eftir að skúta þeirra strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi. Fjórmenningarnir voru hífðir um borð í þyrlu Gæslunnar um klukkan tvö í nótt og flogið með þá til Ísafjarðar til aðhlynningar. Innlent 5.10.2021 06:15
Jón Þór: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan“ „Við slógum Íslandsmeistarana út í 8 liða úrslitum og núna þurfum við aftur að slá Íslandsmeistarana út í undanúrslitum“, segir Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra sem mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum á morgun. Hann harmar þó að leikurinn geti ekki farið fram á Ísafirði. Fótbolti 2.10.2021 09:00
Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. Innlent 29.9.2021 21:22
Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð. Innlent 29.9.2021 13:44
Snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili á varnargarðinn á Flateyri Nokkur snjóflóð hafa fallið á Flateyri í nótt og í morgun. Stórt flóð féll úr Innra-Bæjargili og á varnargarðinn fyrir ofan þorpið og þá hafa önnur fallið fyrir ofan Flateyrarveg. Innlent 29.9.2021 10:38
Auglýsa eftir snjóblásurum en spila líklega í boði liðs sem vill að þeir tapi „Hvað eru til margir snjóblásarar hér í bænum?“ Svo spyr Samúel Samúelsson í stjórn Vestra en Vestfirðingar ætla að reyna allt sem þeir geta til að geta spilað á Ísafirði um helgina, gegn Íslandsmeisturum Víkings í Mjólkurbikarnum. Íslenski boltinn 28.9.2021 12:30
Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. Fótbolti 27.9.2021 14:16
Bíll endaði í sjónum á Ísafirði Bíll endaði út í sjó á Ísafirði í morgun vegna slæmrar færðar á vegum. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vestfjörðum var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Lögreglan segir leiðindafærð á svæðinu en allt hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir það. Innlent 27.9.2021 11:57
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. Innlent 22.9.2021 22:44
„Miklu hvassara en maður bjóst við“ Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu. Innlent 21.9.2021 18:29
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. Innlent 20.9.2021 22:11
Húsnæðisskorturinn verði vonandi úr sögunni strax á næsta ári Lýðskólinn á Flateyri hefur þurft að vísa frá umsækjendum vegna húsnæðisskorts í bænum. Ráða á bót á húsnæðisvandanum með byggingu nemendagarða, fyrstu íbúðarhúsum sem byggð verða í bænum í 25 ár. Innlent 17.9.2021 09:01
„Eins og ber að skilja er enginn sigurvegari í þessu máli“ Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls. Innlent 30.8.2021 21:53
Tugir í sýnatöku eftir að tveir nemendur greindust smitaðir á Ísafirði Tveir nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Ísafirði greindust smitaðir af kórónuveirunni og hafa tugir verið sendir í sýnatöku og sóttkví vegna þess. Engir fleiri hafa greinst smitaðir í þeim hraðprófum sem hafa verið tekin í dag. Innlent 29.8.2021 14:40
Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. Innlent 28.8.2021 13:13
Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Innlent 27.8.2021 11:39
Tekur við sem bankastjóri Blábankans á Þingeyri Stjórn Blábankans hefur ráðið Birtu Bjargardóttur sem næsta bankastjóra Blábankans á Þingeyri. Viðskipti 25.8.2021 13:31
Starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða greindist smitaður í gær Starfsmaður HVEST greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Tveir samstarfsmenn og átta skjólstæðingar starfsmannsins eru komnir í sóttkví. Innlent 13.8.2021 14:08
Yfir þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn landsins hafa spilað í garðinum hjá Láru Fleiri en þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn Íslands hafa troðið upp í garði einum við ósköp venjulegt fjölskylduheimili á Þingeyri á Vestfjörðum. Það eru hjónin Lára Dagbjört Halldórsdóttir og Pétur Sigurðsson sem standa fyrir tónleikunum sem eru gestum að kostnaðarlausu. Lífið 12.8.2021 15:35
Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Innlent 12.8.2021 13:00
27 milljón króna miðar keyptir á Þingeyri og í Varmahlíð Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut. Innlent 7.8.2021 19:48
Ernst & Young velur Guðmund Fertram einn af frumkvöðlum ársins Ernst & Young í Bandaríkjunum hefur útnefnt Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra Kerecis, sem einn af ellefu frumkvöðlum ársins 2021 í Mið-Atlantshafsflokknum. Verðlaunin eru á meðal þeirra stærstu sem í boði eru fyrir frumkvöðlastörf. Viðskipti innlent 7.8.2021 10:06