Silfur Egils

Fréttamynd

Guðspjöll Baugs, Burðaráss og KB

Hér er skrifað um mikla hrifningu á nýju peningamönnunum sem eru helstu stjörnur Íslands um þessar mundir, gamla tíma þegar allt var ömurlegt, útlendinga sem vilja ekki fjárfesta hér, einkaþotu Björgólfs Thors, undirskriftir gegn hryðjuverkum og skítkast á kommentakerfinu...

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki vegna Íraks

Við eigum ekki að hlusta á réttlætingar eða afsakanir fyrir þessu – allt hið dapurlega flóð apólogísmans sem kemur af vinstri kantinum, Í umræðunni eru margir sem halda því fram að ef við breytum hegðun okkar muni þeir breyta hegðun sinni, eins og Tony Blair orðaði það. Það er alls ekki svo víst...

Fastir pennar
Fréttamynd

Er útvarpsstjóri svona mikilvægur?

Þetta endurómar tíma þegar útvarpsstjórinn var æðstiprestur íslenskar menningar, gekk eiginlega næstur forsetanum að virðingu (og var heldur ekki ósvipuð týpa) – flutti ávarp á nýársnótt sem þjóðin hlustaði á með andakt. Hann ríkti yfir stofnun þar sem var flutt menningarefni...

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstrið og íslamski fasisminn

Það sem er einkennilegast er hin skilyrta fordæming á glæpnum – að geta ekki fordæmt svona verknað án þess að koma með langa romsu um misgerðir Vesturlanda, helst langt aftur í aldir. Það er með ólíkindum hvað sumir eru tilbúnir að sýna misyndismönnum mikinn skilning...

Fastir pennar
Fréttamynd

Innrás frá Mars

Myndin skartar nokkrum athyglisverðum senum: Þegar stúlkan fer niður að ánni og líkin fjóta þar niður. Veran í kjallaranum með Tim Robbins sem leikur ógnvænlegan furðufugl. Samt er þetta óþægilega innantómt...

Gagnrýni
Fréttamynd

Ekkert að frétta

Smæsta frétt sem ég hef heyrt í fjölmiðli á Íslandi var þegar Ríkisútvarpið skýrði einhvern tíma frá því að leikfimitaska hefði horfið úr stúlknaklefa í íþróttahúsi í Garðabæ. Núna í vikunni kom frétt á Bylgjunni sem er af þessari stærðargráðu – þar sagði frá strákum sem höfðu tekið nokkrar dósir úr dósagámi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skrípamyndin Chirac

Hér er fjallað um hinn þaulsetna stjórnmálamann, Chirac Frakklandsforseta, nýuppgötvaða hrifningu Frakka á blairismanum, pólskan pípulagningamann, þjóðir sem eru í ástarhaturssambandi og loks er vikið að bólunni á húsnæðismarkaði sem virðist um það bil að springa...

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimkoma – Ísland í dag

Hér er meðal annars fjallað um mun á umferðinni á Íslandi og í Grikklandi, pallbílana sem hvarvetna blasa við í Reykjavík, fréttaflutning og eignarhald á fjölmiðlum, óskaplegt magn af leikaraslúðri sem flæðir yfir smáþjóðina og kvartað yfir lélegu grænmeti og ávöxtum á Íslandi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Popppunktar

Einhvern tíma ætla ég að fá að vera með þátt í útvarpi og spila bara lög. Það er bráðum nóg komið af þessu rövli. Manni hrýs hugur við því að menn ætli að fara að bæta við heilli sjónvarpsstöð sem á að vera með fréttir allan sólarhringinn – í samfélagi sem er á stærð við Stoke!

Fastir pennar
Fréttamynd

Folegandros

Á eyjunni Folegandros er hérumbil aldrei logn. Við erum á gistihúsi uppi á háum kletti, hér blása vindar alla daga. Nema í dag. Þá var allt í einu logn. Engin kæling af sjónum. Undir kvöld kom svo funheitur vindur, líklega einhvers staðar eyðimörkum Afríku...

Fastir pennar
Fréttamynd

Öllum sama um Live 8

Hér er fjallað um eyjuna Folegandros þar sem enginn vissi af Live 8 heldur var fólkið bara í brúðkaupi kvöldið sem þessi mikli fjölmiðlasirkus stóð yfir, mælikvarða á framfarir og hamingju, einkavæðingu ríkissímafyrirtækisins OTE og óvænt þrumuveður á grísku eyjunum í byrjun júlí...

Fastir pennar
Fréttamynd

Siglt með F/B Romilda

Smátt og smátt kláraðist allur maturinn á Romildu. Það brutust næstum út slagsmál þegar kom nýr skammtur af ostaböku – tiropita – úr ofninum. Þegar við sigldum aftur með Romilda um daginn heyrðist mér þeir segja í hátalaranum að næsti áfangastaður eftir Naxos væri Kína...

Fastir pennar
Fréttamynd

Mesti skúlptúristi í heimi

Frægasti listgagnrýnandi heims, Ástralíumaðurinn Robert Hughes, skrifar um sýningu Richards Serra í Guggenheimsafninu í Bilbao í Guardian og segir að hann sé besti núlifandi skúlptúristinn í heiminum, sá eini sem getur talist mikill myndhöggvari nú í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenska undrið?

Íslendingar eru mikið í fréttunum í Bretlandi. Í gær sá ég á vefnum frétt af Stöð 2 um þátt sem gerður var um Jón Ásgeir í Bretlandi, orð hans um stjórnmálalífið á Íslandi og svo viðbrögð Davíðs Oddssonar við þeim. Þau styrktu mig frekar í þeirri trú að Davíð væri á leið út úr pólitík...

Fastir pennar
Fréttamynd

Sumarbókmenntir

Einu sinni hafði ég Ulysses með mér í sumarfrí – ásamt með tilheyrandi uppflettiritum. Náði næstum að klára hana. Nokkrum árum síðar Moby Dick. Ég hallast að því að það sé mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð. Átján ára las ég Karamazov-bræðurna í miklum hitum Suður-Frakklandi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Húsnæðisbólan að springa

The Economist segir að stærsta bóla sögunar sé um það bil að springa. Þetta er hækkun á húsnæðisverði sem hefur verið nánast linnulaus víða í heiminum undanfarin ár. En nú segir blaðið að reikningsskilin séu nærri; þeim mun stærri sem bólan sé, þeim mun erfiðari verði eftirleikurinn...

Fastir pennar
Fréttamynd

Klausturlíf

Ef til vill ætti maður að gifta sig á Grikklandi - var ekki einmitt gerð fræg Hollywoodmynd sem fjallar um grískt brúðkaup? Fá brúðkaupsþáttinn á Skjá einum til að sponsa dæmið? Stúlkan þar hefði fríkað út ef hún hefði séð þetta. Þetta mundi þó líklega útheimta að annað hvort brúðurin eða brúðguminn taki upp orþodox sið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Amorgos

Náttúran hérna er hrjóstrug, fjöll á alla vegu, einhver kynstur af grjóti, klettabelti, lágvaxið kjarr. Lífsbaráttan hér hefur verið hörð; langt upp um hlíðarnar sér maður stalla með skikum sem íbúarnir hafa verið að strita við að rækta gegnum aldirnar. Út um öll fjöllin eru geitur, það heyrist hringla í bjöllunum sem þær hafa um hálsinn.......

Fastir pennar
Fréttamynd

Á ströndinni

Nú fer ég aldrei á söfn. Í mesta lagi hleyp ég inn til að skoða eina mynd. Ég vil vera auli á strönd. Það sem meira er – ég sé eftir því að hafa ekki verið ungur og sæmilega fallegur á strönd á þessum árum, sólbrúnn, í hörskyrtu og sandölum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Evró-neikvæðir

Hér er fjallað um Heimssýn, samtök Evrópuandstæðinga á Íslandi, einkennilega ósamstæðan félagsskap sem þar nær saman, hugmyndafræðilegt allsleysi nei-sinnana í Evrópu, ferð til eyjarinnar Amorgos, matarboð með franskri kvikmyndastjörnu og ofát á kirsuberjum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Titian og tvíæringurinn í Feneyjum

Hér er farið úr einu í annað, fjallað um Feneyjabienalinn, Íslendingana sem þar voru, nútímalist sem rúnk, útdeilingar á sendiherrastöðum til aflóga pólitíkusa, örlög Markúsar Arnar Antonssonar og stjórnarhætti Kim Jong Il sem borðar pizzur meðan þjóð hans sveltur...

Fastir pennar
Fréttamynd

Afríka, Nkrumah og harðstjórarnir

Mesta vonarstjarna Afríku í lok nýlendutímans var Kwame Nkrumah í Ghana. Þetta var fjarska áhrifamikill stjórnmálamaður og dáður víða um lönd, feikilega mælskur. Nkrumah missti hins vegar fljótt tökin á stjórn lands síns. Saga hans er saga margra afrískra stjórnmálamanna á síðustu öld...

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóð í hafti

Á fáum áratugum var búið að hneppa þjóðfélagið í fjötra – Þjóð í hafti kallar Jakob það. Allt var háð skömmtun og leyfum. Í stórhýsi við Skólavörðustíg starfaði sérstök skömmtunarskrifstofa ríkisins. Fólk gat ekki ferðast til útlanda án þess að standa í endalausu gjaldeyrissnapi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Að segja nei

Það er mikið talað um krísuna í Evrópusambandinu. Jú, þarna eru vissulega ákveðin vandamál. Menn virðast samt ekki átta sig alveg á því að í Evrópu ríkir velmegunarskeið, bæði pólitískt og efnahagslega. Álfan hefur aldrei verið svona frjáls. Það þarf ekki að fara nema þrjátíu ár aftur í tímann...

Fastir pennar
Fréttamynd

Lausn umferðarvandans?

Hér er fjallað um hugmyndir breska samgönguráðherrans Alistairs Darling sem ganga út á að settir verði sérstakir skynjarar í bifreiðar og ökumenn síðan skattlagðir eftir því hversu mikið þeir nota bílana. Er þetta frábær lausn á miklum umferðarvanda eða eftirlitssamfélag sem er gengið af göflunum? Plús smá um nýja sendiherra...

Fastir pennar
Fréttamynd

Rotinn fótbolti

Hér er fjallað um fótboltaliðið Chelsea, svik, lygar og undirferli sem forráðamenn þess beita í sókn sinni eftir árangri, auðkýfinginn Roman Abramovits sem ríkir yfir landssvæðum bæði í Síberíu og á Englandi, en einnig er minnst á kosningarnar um stjórnarskrá ESB og knattspyrnuleik milli Grikkja og Tyrkja...

Fastir pennar
Fréttamynd

Besta stjórnkerfi fiskveiða?

Þegar ég vann sem fréttamaður á sjónvarpinu stuttan tíma fyrir næsum fimmtán árum datt ég óvart í að fjalla um sjávarútveg. Ég var aðal sjávaútvegsfréttamaðurinn um nokkurra mánaða skeið, líklega vegna þess að einhver fékk brjósklos. Þetta kom vel á vondan. Ég vissi ekkert um sjávarútveg...

Fastir pennar
Fréttamynd

Maó og hungrið mikla

Fyrir nokkrum dögum kom út ný ævisaga Maós eftir Jung Chang, höfund metsölubókarinnar Villtir svanir. Í bókinni er honum lýst sem hræðilegu skrímsli, valdasjúkum illvirkja, manni sem ber ábyrgð á dauða milljóna og aftur milljóna. Chang segir í viðtali við The Guardian að það séu 70 milljónir...

Fastir pennar
Fréttamynd

Vandi Samfylkingarinnar 2

Samfylkingin mun varla eiga nein skýr svör um stóriðjuna. Flokkurinn mun heldur ekki getað svarað tvímælalaust hver sé stefnan í öryggis- og varnarmálum. Kannski ekki heldur hver nákvæmlega sé stefnan varðandi einkavæðingu og einkarekstur....

Fastir pennar
Fréttamynd

Vandi Samfylkingarinnar

Nú er staðhæft að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin ætli að vinna með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Það segir að minnsta kosti Mogginn. Blaðið birti langt og mikið Reykjavíkurbréf um þetta efni – eru þetta bara getsakir eða tilraun til að fá fram hreinni línur í pólitíkina?

Fastir pennar