Akureyri Efna til samkeppni um uppbyggingu bryggjusvæðisins þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu í land Efnt hefur verið til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar. Torfunefsbryggjan er örlítið sögusvið heimsbókmentanna, þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu þar í land í einni af Tinnabókum Hergé. Innlent 12.1.2022 09:00 Ketill Sigurður vill eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí í vor. Innlent 12.1.2022 07:56 MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári. Innlent 8.1.2022 14:00 Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. Innlent 5.1.2022 23:00 Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. Viðskipti innlent 5.1.2022 15:28 Fyrsta barn ársins fæddist á miðri leið til Akureyrar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri“ Fyrsta barn ársins fæddist í sjúkrabíl á miðri leið til Akureyrar. Foreldrar barnsins voru í sjötugsafmæli á Siglufirði þegar móðirin, Elfa Sif Kristjánsdóttir, missti vatnið. Hringt var á sjúkrabíl og barnið fæddist í bílnum, við Kálfsskinn. Innlent 1.1.2022 16:12 „Þetta heppnaðist alveg hjá honum“ Mikla athygli vakti í vor þegar faðir nokkur brá á það óvenjulega ráð að auglýsa einhleypu börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. Lífið 1.1.2022 09:01 Fyrsta barn ársins fæddist í sjúkrabíl í Eyjafirðinum Fyrsta barn ársins, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn í sjúkrabíl í Eyjafirði klukkan 0:23 í nótt. Innlent 1.1.2022 07:48 „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko“ Veturkonungur kom með hvelli á Eyjafjarðarsvæðið í vikunni. Eftir rólegan vetur snjóaði um sjötíu sentimetrum á 48 klukkutímum á Akureyri. Innlent 30.12.2021 21:54 Undirrituðu samning um viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli Isavia Innanlandsflugvellir og Byggingafélagið Hyrna undirrituðu í dag samning um smíði viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Samningsupphæðin fyrir verkið er 810,5 milljónir króna. Viðskipti innlent 28.12.2021 16:08 Snjóflóðahætta á Tröllaskaga eftir mikla ofankomu Óvissuástandi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga. Töluverð snjókoma hefur verið í nótt. Innlent 28.12.2021 10:09 Sports Direct opnar 1.750 fermetra verslun á Akureyri Til stendur að opna 1.750 fermetra íþróttaverslun Sports Direct á Norðurtorgi á Akureyri næsta vor. Gengið var frá samningum við bresku íþróttavörukeðjuna á Þorláksmessu. Viðskipti innlent 27.12.2021 14:12 Samningar loks náðst um langþráða viðbyggingu við flugstöðina Isavia hefur samið við byggingafélagið Hyrnu á Akureyri um viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu en samningurinn verður undirritaður í flugstöðinni á morgun. Viðskipti innlent 27.12.2021 13:01 Hjarta Geirs hætti að slá í hjólaferð í Hrunamannahreppi Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. Innlent 25.12.2021 15:01 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. Innlent 21.12.2021 14:48 Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. Innlent 17.12.2021 23:00 Engin merki um byrlun Engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni í sýnum sem tekin voru vegna gruns um að þremur einstaklingum hafi verið byrlað á skemmtistöðum eða heimahúsum á Akureyri í lok október. Innlent 17.12.2021 17:07 Þaulskipulagðir merkjavöruþjófar dæmdir Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru. Innlent 17.12.2021 10:14 Þrír sakfelldir fyrir að ræna áfengi og appelsínum úr sumarbústað Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í sumarbústað á Akureyri og stolið appelsínum og áfengi. Innlent 16.12.2021 19:20 Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. Innlent 15.12.2021 14:31 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. Innlent 15.12.2021 14:03 Sævar semur fyrir Skugga-Svein og vinnur plötu með Sony Tónskáldið og píanistinn Sævar Jóhannsson semur og útsetur tónlistina fyrir Skugga-Svein sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í janúar 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leikfélaginu. Lífið 15.12.2021 13:00 Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. Innlent 15.12.2021 12:39 Framkvæmdastjóraskipti og skipulagsbreytingar hjá Slippnum Páll Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri og tekur við starfinu um áramótin. Páll hefur stýrt framleiðslusviði félagsins og tekur við starfinu af Eiríki S. Jóhannssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri í sex og hálft ár. Viðskipti innlent 14.12.2021 15:11 Jónína kjörin varaformaður kennara Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Innlent 13.12.2021 15:59 „Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. Lífið 10.12.2021 17:50 Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Lífið 10.12.2021 11:36 Alvarlegur grunur um geislavirkni reyndist sem betur fer rangur Umsjónarmaður fasteigna við Háskólann á Akureyri segist hafa verið verulega létt þegar í ljós kom að hann hafði ekki komist í snertingu við geislavirkt efni. Torkennilegur hlutur mun þó reynast Geislavörnum ríkisins vel. Innlent 9.12.2021 11:38 Mun stýra starfshópi um barnaheimilið á Hjalteyri Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur lögfræðings til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri. Innlent 7.12.2021 11:10 Mikið tjón í vatnsleka í Ráðhúsi Akureyrar Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var kallað út í morgun vegna vatnsleka í ráðhúsi bæjarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sprakk lögn í eldhúsi á fjórðu og efstu hæð hússins. Innlent 7.12.2021 08:43 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 56 ›
Efna til samkeppni um uppbyggingu bryggjusvæðisins þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu í land Efnt hefur verið til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar. Torfunefsbryggjan er örlítið sögusvið heimsbókmentanna, þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu þar í land í einni af Tinnabókum Hergé. Innlent 12.1.2022 09:00
Ketill Sigurður vill eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí í vor. Innlent 12.1.2022 07:56
MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári. Innlent 8.1.2022 14:00
Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. Innlent 5.1.2022 23:00
Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. Viðskipti innlent 5.1.2022 15:28
Fyrsta barn ársins fæddist á miðri leið til Akureyrar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri“ Fyrsta barn ársins fæddist í sjúkrabíl á miðri leið til Akureyrar. Foreldrar barnsins voru í sjötugsafmæli á Siglufirði þegar móðirin, Elfa Sif Kristjánsdóttir, missti vatnið. Hringt var á sjúkrabíl og barnið fæddist í bílnum, við Kálfsskinn. Innlent 1.1.2022 16:12
„Þetta heppnaðist alveg hjá honum“ Mikla athygli vakti í vor þegar faðir nokkur brá á það óvenjulega ráð að auglýsa einhleypu börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. Lífið 1.1.2022 09:01
Fyrsta barn ársins fæddist í sjúkrabíl í Eyjafirðinum Fyrsta barn ársins, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn í sjúkrabíl í Eyjafirði klukkan 0:23 í nótt. Innlent 1.1.2022 07:48
„Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko“ Veturkonungur kom með hvelli á Eyjafjarðarsvæðið í vikunni. Eftir rólegan vetur snjóaði um sjötíu sentimetrum á 48 klukkutímum á Akureyri. Innlent 30.12.2021 21:54
Undirrituðu samning um viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli Isavia Innanlandsflugvellir og Byggingafélagið Hyrna undirrituðu í dag samning um smíði viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Samningsupphæðin fyrir verkið er 810,5 milljónir króna. Viðskipti innlent 28.12.2021 16:08
Snjóflóðahætta á Tröllaskaga eftir mikla ofankomu Óvissuástandi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga. Töluverð snjókoma hefur verið í nótt. Innlent 28.12.2021 10:09
Sports Direct opnar 1.750 fermetra verslun á Akureyri Til stendur að opna 1.750 fermetra íþróttaverslun Sports Direct á Norðurtorgi á Akureyri næsta vor. Gengið var frá samningum við bresku íþróttavörukeðjuna á Þorláksmessu. Viðskipti innlent 27.12.2021 14:12
Samningar loks náðst um langþráða viðbyggingu við flugstöðina Isavia hefur samið við byggingafélagið Hyrnu á Akureyri um viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu en samningurinn verður undirritaður í flugstöðinni á morgun. Viðskipti innlent 27.12.2021 13:01
Hjarta Geirs hætti að slá í hjólaferð í Hrunamannahreppi Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. Innlent 25.12.2021 15:01
Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. Innlent 21.12.2021 14:48
Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. Innlent 17.12.2021 23:00
Engin merki um byrlun Engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni í sýnum sem tekin voru vegna gruns um að þremur einstaklingum hafi verið byrlað á skemmtistöðum eða heimahúsum á Akureyri í lok október. Innlent 17.12.2021 17:07
Þaulskipulagðir merkjavöruþjófar dæmdir Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru. Innlent 17.12.2021 10:14
Þrír sakfelldir fyrir að ræna áfengi og appelsínum úr sumarbústað Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í sumarbústað á Akureyri og stolið appelsínum og áfengi. Innlent 16.12.2021 19:20
Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. Innlent 15.12.2021 14:31
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. Innlent 15.12.2021 14:03
Sævar semur fyrir Skugga-Svein og vinnur plötu með Sony Tónskáldið og píanistinn Sævar Jóhannsson semur og útsetur tónlistina fyrir Skugga-Svein sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í janúar 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leikfélaginu. Lífið 15.12.2021 13:00
Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. Innlent 15.12.2021 12:39
Framkvæmdastjóraskipti og skipulagsbreytingar hjá Slippnum Páll Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri og tekur við starfinu um áramótin. Páll hefur stýrt framleiðslusviði félagsins og tekur við starfinu af Eiríki S. Jóhannssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri í sex og hálft ár. Viðskipti innlent 14.12.2021 15:11
Jónína kjörin varaformaður kennara Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Innlent 13.12.2021 15:59
„Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. Lífið 10.12.2021 17:50
Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Lífið 10.12.2021 11:36
Alvarlegur grunur um geislavirkni reyndist sem betur fer rangur Umsjónarmaður fasteigna við Háskólann á Akureyri segist hafa verið verulega létt þegar í ljós kom að hann hafði ekki komist í snertingu við geislavirkt efni. Torkennilegur hlutur mun þó reynast Geislavörnum ríkisins vel. Innlent 9.12.2021 11:38
Mun stýra starfshópi um barnaheimilið á Hjalteyri Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur lögfræðings til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri. Innlent 7.12.2021 11:10
Mikið tjón í vatnsleka í Ráðhúsi Akureyrar Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var kallað út í morgun vegna vatnsleka í ráðhúsi bæjarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sprakk lögn í eldhúsi á fjórðu og efstu hæð hússins. Innlent 7.12.2021 08:43