Síbrotamaður í gæsluvarðhald eftir að hafa reynt að bana fyrrverandi unnustu Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 11:53 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gærsluvarðhald til 3. mars næstkomandi vegna fjölda afbrota, meðal annars fyrir að hafa reynt að bana fyrrverandi unnustu sinni með því að setja púða fyrir vit hennar í desember síðastliðinn. Landsréttur hefur þar staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota. Afbrot mannsins eru rakin í úrskurðinum, en brotaferill mannsins er sagður hafa hafist á ný í júní 2021 eftir að hann losnaði úr afplánun í mars sama ár. Vegna brotastarfsemi sinnar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í júlí sem hafi átt að standa til loka ágúst. Hann hafi hins vegar „látið sig hverfa úr gæsluvarðhaldinu“ eftir að hafa hætt sjálfur í áfengis- og fíkniefnameðferð og svo verið handtekinn á Akureyri 22. ágúst. Maðurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í lok ágúst og hófst ný afbrotahrina svo í desember 2021 þegar hann réðst gegn unnustu sinni með alvarlegum brotum. Fjölmörg brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu, meðal annars hótanir, eignaspjöll, vopnalagabrot, líkamsárásir, umferðarlagabrot, fíkniefnabrot, húsbrot og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni. Í úrskurðinum segir að í desember hafi hann beitt fyrrverandi unnustu miklu ofbeldi og meðal annars tekið um um háls hennar og sett púða yfir vit hennar. Þar hafi nágranni konunnar heyrt lætin og brotist inn í íbúð hennar og bjargað henni frá manninum. Mat lögreglu sé að með þessu atferli hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til manndráps. Ennfremur segir að rannsókn málsins sé langt komin en meðal annars sé beðið niðurstöðu meinafræðings sem meti áverkana. Dómsmál Akureyri Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Landsréttur hefur þar staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota. Afbrot mannsins eru rakin í úrskurðinum, en brotaferill mannsins er sagður hafa hafist á ný í júní 2021 eftir að hann losnaði úr afplánun í mars sama ár. Vegna brotastarfsemi sinnar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í júlí sem hafi átt að standa til loka ágúst. Hann hafi hins vegar „látið sig hverfa úr gæsluvarðhaldinu“ eftir að hafa hætt sjálfur í áfengis- og fíkniefnameðferð og svo verið handtekinn á Akureyri 22. ágúst. Maðurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í lok ágúst og hófst ný afbrotahrina svo í desember 2021 þegar hann réðst gegn unnustu sinni með alvarlegum brotum. Fjölmörg brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu, meðal annars hótanir, eignaspjöll, vopnalagabrot, líkamsárásir, umferðarlagabrot, fíkniefnabrot, húsbrot og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni. Í úrskurðinum segir að í desember hafi hann beitt fyrrverandi unnustu miklu ofbeldi og meðal annars tekið um um háls hennar og sett púða yfir vit hennar. Þar hafi nágranni konunnar heyrt lætin og brotist inn í íbúð hennar og bjargað henni frá manninum. Mat lögreglu sé að með þessu atferli hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til manndráps. Ennfremur segir að rannsókn málsins sé langt komin en meðal annars sé beðið niðurstöðu meinafræðings sem meti áverkana.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira