Akureyri Ferðamaður úrskurðaður í farbann vegna gruns um nauðgun á Akureyri Landsréttur staðfesti í gær farbann yfir manni sem grunaður er um nauðgun og kynferðislega áreitni á skemmtistað á Akureyri. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að málið sé til rannsóknar en dyraverðir óskuðu eftir aðstoð lögreglu aðfaranótt 29. maí síðastliðinn vegna gruns um framangreind brot. Innlent 8.6.2022 12:45 Upplifði öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi í samfélaginu og í bæjarstjórn Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa upplifað ansi súra stemningu bæði í bæjarstjórn og frá bæjarbúum á síðasta kjörtímabili, sérstaklega eftir að minni- og meirihlutinn voru lagðir niður í september árið 2020. Hún er svekkt en spennt að vera í minnihluta á næsta kjörtímabili. Innlent 7.6.2022 14:36 Enn langt í að niðurstaða fáist í hoppukastalaslysið á Akureyri Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra telur líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig hoppukastali, sem tókst á loft með hrikalegum afleiðingum á Akureyri í fyrrasumar, var festur. Rannsókn málsins er sögð á lokastigi. Eftir niðurstöðu matsmanns fer málið til ákærusviðs lögreglu sem mun gefa sér tíma til að meta hvort gefin verði út ákæra. Innlent 2.6.2022 12:13 Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. Innlent 1.6.2022 15:40 Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. Innlent 1.6.2022 10:35 Farþegi rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú Hríseyjarferjunnar Farþegi í Hríseyjarferjunni Sævari rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú ferjunnar eftir að hnykkur kom á hana þegar verið var að hífa fiskikör í land í höfninni á Árskógssandi. Innlent 31.5.2022 12:55 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. Viðskipti innlent 30.5.2022 22:00 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. Viðskipti innlent 30.5.2022 13:31 Þota Niceair kemur til Akureyrar Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag. Viðskipti innlent 30.5.2022 07:12 Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. Innlent 26.5.2022 12:42 Lögreglan skutlaði manni í strætó sem gekk síðan í skrokk á bílstjóranum Maður sem var skilinn eftir af strætó á bensínstöð á Blönduósi fékk far með lögreglunni að Varmahlíð þar sem hann fór aftur í vagninn. Þegar komið var að endastöð gekk hann í skrokk á strætóbílstjóranum ásamt félaga sínum. Innlent 26.5.2022 08:11 „Ég held það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri“ Staðan er enn galopin á Akureyri eftir að aðrar meirihlutaviðræður sigldu í strand eftir sveitarstjórnarkosningar. Í morgun varð ljóst að meirihluti BDSM væri úr sögunni þegar oddviti Samfylkingarinnar sleit viðræðum vegna ágreinings um málefni. Innlent 25.5.2022 13:19 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. Innlent 25.5.2022 09:45 Fengu áður óbirtan ljóðabálk eftir Davíð Stefánsson Nítján erinda ljóðabálkur eftir Davíð Stefánsson er nú kominn í hendurnar á Davíðshúsi sem rekið er af Minjasafninu á Akureyri. Ljóðin voru ort til æskuvinkonu Davíðs. Innlent 21.5.2022 07:44 Nýjar hugmyndir og nýir frumkvöðlar í nýrri hringrás Leitinni að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands á sviði matar, vatns og orku lýkur í kvöld þegar dómnefnd sker úr um hvaða ein af sex hugmyndum þykir skara fram úr. Hugmyndasamkeppnin nú er þó bara upphafið á annarri hringrás nýsköpunarstarfs á Norðurlandi. Viðskipti innlent 20.5.2022 12:59 Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. Innlent 20.5.2022 11:30 Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Innlent 19.5.2022 11:44 Tekur við stöðu forstöðumanns Símenntunar HA Stefán Guðnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri. Viðskipti innlent 19.5.2022 10:44 Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. Innlent 18.5.2022 22:54 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Innlent 18.5.2022 10:58 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Innlent 17.5.2022 21:10 Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. Innlent 17.5.2022 12:43 Allt opið í Hafnarfirði Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. Innlent 16.5.2022 20:26 Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. Innlent 16.5.2022 13:48 Hefja meirihlutaviðræður á Akureyri Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur munu hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins. Innlent 16.5.2022 07:46 Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. Innlent 15.5.2022 09:55 Lokatölur frá Akureyri: Bæjarlistinn í lykilstöðu Bæjarlistinn er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta eftir kosningarnar. Flokkurinn bætir við sig fulltrúa og er stærstur í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Innlent 14.5.2022 06:00 Búið að loka kjörstað í Grímsey Kjörstað í Grímsey var lokað um hádegi, en venja er kjörstað sé lokað í eynni um þetta leyti kjördags til að örugglega sé hægt að sé að koma kjörkassanum í land í tæka tíð. Sömuleiðis hafa eyjamenn vanið sig við að mæta snemma á kjörstað. Innlent 14.5.2022 13:51 Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Skoðun 14.5.2022 07:31 Píratar kæra Framsókn fyrir áróður á kjörstað Risastórar kosningaauglýsingar frá Framsóknarflokki við kjörstað stangast gróflega á við lög að mati Indriða Inga Stefánssonar verkefnisstjóra kosningaeftirlits Pírata. Innlent 13.5.2022 15:53 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 55 ›
Ferðamaður úrskurðaður í farbann vegna gruns um nauðgun á Akureyri Landsréttur staðfesti í gær farbann yfir manni sem grunaður er um nauðgun og kynferðislega áreitni á skemmtistað á Akureyri. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að málið sé til rannsóknar en dyraverðir óskuðu eftir aðstoð lögreglu aðfaranótt 29. maí síðastliðinn vegna gruns um framangreind brot. Innlent 8.6.2022 12:45
Upplifði öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi í samfélaginu og í bæjarstjórn Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa upplifað ansi súra stemningu bæði í bæjarstjórn og frá bæjarbúum á síðasta kjörtímabili, sérstaklega eftir að minni- og meirihlutinn voru lagðir niður í september árið 2020. Hún er svekkt en spennt að vera í minnihluta á næsta kjörtímabili. Innlent 7.6.2022 14:36
Enn langt í að niðurstaða fáist í hoppukastalaslysið á Akureyri Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra telur líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig hoppukastali, sem tókst á loft með hrikalegum afleiðingum á Akureyri í fyrrasumar, var festur. Rannsókn málsins er sögð á lokastigi. Eftir niðurstöðu matsmanns fer málið til ákærusviðs lögreglu sem mun gefa sér tíma til að meta hvort gefin verði út ákæra. Innlent 2.6.2022 12:13
Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. Innlent 1.6.2022 15:40
Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. Innlent 1.6.2022 10:35
Farþegi rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú Hríseyjarferjunnar Farþegi í Hríseyjarferjunni Sævari rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú ferjunnar eftir að hnykkur kom á hana þegar verið var að hífa fiskikör í land í höfninni á Árskógssandi. Innlent 31.5.2022 12:55
Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. Viðskipti innlent 30.5.2022 22:00
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. Viðskipti innlent 30.5.2022 13:31
Þota Niceair kemur til Akureyrar Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag. Viðskipti innlent 30.5.2022 07:12
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. Innlent 26.5.2022 12:42
Lögreglan skutlaði manni í strætó sem gekk síðan í skrokk á bílstjóranum Maður sem var skilinn eftir af strætó á bensínstöð á Blönduósi fékk far með lögreglunni að Varmahlíð þar sem hann fór aftur í vagninn. Þegar komið var að endastöð gekk hann í skrokk á strætóbílstjóranum ásamt félaga sínum. Innlent 26.5.2022 08:11
„Ég held það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri“ Staðan er enn galopin á Akureyri eftir að aðrar meirihlutaviðræður sigldu í strand eftir sveitarstjórnarkosningar. Í morgun varð ljóst að meirihluti BDSM væri úr sögunni þegar oddviti Samfylkingarinnar sleit viðræðum vegna ágreinings um málefni. Innlent 25.5.2022 13:19
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. Innlent 25.5.2022 09:45
Fengu áður óbirtan ljóðabálk eftir Davíð Stefánsson Nítján erinda ljóðabálkur eftir Davíð Stefánsson er nú kominn í hendurnar á Davíðshúsi sem rekið er af Minjasafninu á Akureyri. Ljóðin voru ort til æskuvinkonu Davíðs. Innlent 21.5.2022 07:44
Nýjar hugmyndir og nýir frumkvöðlar í nýrri hringrás Leitinni að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands á sviði matar, vatns og orku lýkur í kvöld þegar dómnefnd sker úr um hvaða ein af sex hugmyndum þykir skara fram úr. Hugmyndasamkeppnin nú er þó bara upphafið á annarri hringrás nýsköpunarstarfs á Norðurlandi. Viðskipti innlent 20.5.2022 12:59
Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. Innlent 20.5.2022 11:30
Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Innlent 19.5.2022 11:44
Tekur við stöðu forstöðumanns Símenntunar HA Stefán Guðnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri. Viðskipti innlent 19.5.2022 10:44
Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. Innlent 18.5.2022 22:54
Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Innlent 18.5.2022 10:58
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Innlent 17.5.2022 21:10
Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. Innlent 17.5.2022 12:43
Allt opið í Hafnarfirði Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. Innlent 16.5.2022 20:26
Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. Innlent 16.5.2022 13:48
Hefja meirihlutaviðræður á Akureyri Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur munu hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins. Innlent 16.5.2022 07:46
Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. Innlent 15.5.2022 09:55
Lokatölur frá Akureyri: Bæjarlistinn í lykilstöðu Bæjarlistinn er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta eftir kosningarnar. Flokkurinn bætir við sig fulltrúa og er stærstur í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Innlent 14.5.2022 06:00
Búið að loka kjörstað í Grímsey Kjörstað í Grímsey var lokað um hádegi, en venja er kjörstað sé lokað í eynni um þetta leyti kjördags til að örugglega sé hægt að sé að koma kjörkassanum í land í tæka tíð. Sömuleiðis hafa eyjamenn vanið sig við að mæta snemma á kjörstað. Innlent 14.5.2022 13:51
Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Skoðun 14.5.2022 07:31
Píratar kæra Framsókn fyrir áróður á kjörstað Risastórar kosningaauglýsingar frá Framsóknarflokki við kjörstað stangast gróflega á við lög að mati Indriða Inga Stefánssonar verkefnisstjóra kosningaeftirlits Pírata. Innlent 13.5.2022 15:53