Akureyri

Fréttamynd

Harma að sjálf­boða­liðar séu dregnir fyrir dóm

Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans.

Innlent
Fréttamynd

Út­boð vegna snjó­moksturs endaði með mála­ferlum

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Akureyrarbæ af kröfum verktaka sem krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meintra brota á útboðsskilmálum og verksamningi aðila. Samningurinn var í framhaldi af útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna á Akureyri fyrir árin 2019 til 2022.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er með ævintýri til að segja frá“

Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðar­fjalli

Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum.

Innlent
Fréttamynd

Lausagöngubann katta varð aldrei og hugmyndin virðist úr sögunni

Ekkert verður af banni við lausagöngu katta að næturlagi á Akureyri. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir breytingu hafa orðið í viðhorfi með myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ekkert hafi breyst varðandi lausagöngu katta því málið hafi aldrei farið í aðra umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Draumurinn rættist og hluti af honum eru svakaleg áhættuatriði

„Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi, sem ásamt bróður sínum Halldóri rekur í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding.

Lífið
Fréttamynd

Skerðing á Akureyri þar sem gengur illa að fá fólk til starfa

Vegna veikinda starfsfólks og skorts á heilbrigðisstarfsmönnum þarf að grípa til tímabundinnar skerðingar á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri. Valkvæðum skurðaðgerðum verður fækkað tímabundið meðal annars til að létta á álagi á gjörgæsludeild. Þetta kemur fram í pistli Hildigunnar Svavarsdóttur forstjóra á vefsíðu stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eins manns rusl er annars manns safn­munur

Skipulagsráð Akureyrar hefur ákveðið að hefja álagningu dagsekta vegna umgengni á lóðinni að Sjafnarnesi 2. Álagning dagsekta mun hefjast eftir þrjá mánuði verði ekki bætt úr umgengni á svæðinu. Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar segir bæinn frekar vilja hvetja til lagfæringa en að vera með kvaðir. Lóðarhafar segjast föst milli steins og sleggju. 

Innlent
Fréttamynd

Hrasaði á hlaupahjóli og hrækti á lögreglu

Karlmaður búsettur á Akureyri þarf að dúsa í níutíu daga fangelsi eftir að hann hrækti á og kleip lögreglumenn í júní 2021. Lögreglumennirnir höfðu afskipti af honum eftir að hann hafði hrasað ölvaður á rafhlaupahjóli.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 350 flótta­menn til Akur­eyrar á þessu ári

Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Margvíslegar verðhækkanir um áramót

Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi.

Neytendur
Fréttamynd

Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó

„Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignaskattur í Reykjavík hækkar um tuttugu þúsund krónur á íbúð

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali núna um áramótin, og á sérbýli um 25 prósent. Borgin er eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Eftir sem áður verður Reykjavík ekki með hæstu fasteignaskattana á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Múrmansk svarar Akureyri í sömu mynt

Borgarráð rússnesku borgarinnar Múrmansk hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi við Akureyri, eftir að bæjarráð Akureyrar sleit samstarfinu við Múrmansk í síðasta mánuði.

Innlent