Akureyri Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Fjöldi fólks lagði leið sína á Kaupvangstorg á Akureyri í dag þegar kirkjutröppurnar 112 voru opnaðar að nýju eftir umtalsverðar framkvæmdir og endurbyggingu trappanna. Tröppurnar hafa verið lagðar granítflísum og er nú hiti í öllum þrepum og stigapöllum. Þá hefur verið sett ný lýsing í handrið og á hliðarpósta. Innlent 22.12.2024 19:54 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. Menning 18.12.2024 09:53 Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Maðurinn sem fékk á dögunum tólf ára fangelsisdóm fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til dauða konu hans heitir Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson. Innlent 18.12.2024 09:36 Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Draupnisgötu á Akureyri í kvöld. Tilkynning barst slökkviliði um hálftíuleytið. Innlent 17.12.2024 21:40 Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og fyrir fleiri brot gegn henni. Innlent 12.12.2024 18:09 Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. Innlent 12.12.2024 09:32 Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur. Innlent 11.12.2024 15:06 KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Ívera íbúðafélag, áður Heimstaden, hefur gengið frá samningum við dótturfélag KEA um kaup hins síðarnefnda á um 120 íbúðum Íveru á Akureyri. Kaupverð eignanna er rúmir 5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 11.12.2024 14:21 Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður sinni um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl. Innlent 9.12.2024 15:27 Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft. Innlent 7.12.2024 20:40 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. Innlent 5.12.2024 22:53 Kjálkabraut mann með einu höggi Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir líkamsárás. Hann játaði að hafa veitt brotaþola eitt hökk í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, ein tönn datt úr honum og önnur losnaði. Innlent 5.12.2024 14:05 Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sögur frá undarlegri heimsókn Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri halda áfram að berast en skólameistari VMA segir formann flokksins hafa spurt nemendur hvort hann mætti koma með þeim inn í kennslustund. Þá hafi myndbirting hans í gærkvöldi komið flatt upp á pilta sem stilltu sér upp fyrir sjálfu með honum fyrr um daginn. Innlent 21.11.2024 21:36 „Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. Innlent 21.11.2024 19:33 SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sundsamband Íslands hefur sent frá sér niðurstöður úr skýrslu um sundlaugarmannvirki á Íslandi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni. Sport 21.11.2024 18:15 Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ Innlent 20.11.2024 21:38 Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Innlent 20.11.2024 19:48 Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Samkvæmt reglugerð nr. 1111/2020 um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa er hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) skýrt. Skoðun 19.11.2024 13:15 EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust. Neytendur 18.11.2024 15:54 Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Stúdentafélag Háskólans á Akureyri heldur í dag, með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta, pallborðsumræður með fulltrúum íslenskra stjórnmálaflokka. Umræðurnar bera nafnið „Hvað á ég að kjósa?“ Innlent 15.11.2024 11:32 KS við það að kaupa B. Jensen Kaupfélag Skagfirðinga er sagt í þann mund að kaupa B. Jensen. Viðskipti innlent 14.11.2024 22:58 Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar hófst í gær en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025. Þrátt fyrir hvassviðri tókst flugmönnum easyJet að lenda vélinni örugglega. Viðskipti innlent 13.11.2024 10:43 Flug til framtíðar Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi. Skoðun 13.11.2024 06:47 Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Rétt eftir klukkan ellefu í kvöld mældist hitinn á Akureyri í 22,3 gráðum og það um miðjan nóvember. Klukkan tíu var talan 21,4 gráður, og klukkutíma áður einni gráðu lægri. Veður 11.11.2024 23:24 Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Slökkvilið og lögregla á Akureyri vinna nú að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í iðnaðarhúsnæði í Kálfagerði. Innlent 8.11.2024 18:24 Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur hafið stækkun tveggja gagnavera félagsins á Íslandi, ICE02 í Reykjanesbæ og ICE03, á Akureyri. Viðskipti innlent 7.11.2024 13:11 Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri Enginn slasaðist þegar vinnuvél valt af stalli við hlið kirkjutrappanna neðan við Akureyrarkirkju og langt út á Kaupvangsstræti fyrir hádegi í dag. Stjórnandi vélarinnar slapp með skrekkinn. Innlent 29.10.2024 14:23 Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Innlent 29.10.2024 00:01 Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Fimmtíu strákar um tvítugt mættu í hamborgaraveislu í Giljahverfinu á Akureyri laugardaginn 15. júní í sumar. Stemmningin var ekki eins og ætla mætti í tvítugsafmæli á laugardegi sökum fjarveru afmælisbarnsins sem lést í hörmulegu slysi tveimur vikum fyrr. Vinamargs gleðigjafa var sárt saknað og er enn. Innlent 28.10.2024 06:01 Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Samtökunum '78 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði. Innlent 25.10.2024 14:29 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 56 ›
Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Fjöldi fólks lagði leið sína á Kaupvangstorg á Akureyri í dag þegar kirkjutröppurnar 112 voru opnaðar að nýju eftir umtalsverðar framkvæmdir og endurbyggingu trappanna. Tröppurnar hafa verið lagðar granítflísum og er nú hiti í öllum þrepum og stigapöllum. Þá hefur verið sett ný lýsing í handrið og á hliðarpósta. Innlent 22.12.2024 19:54
Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. Menning 18.12.2024 09:53
Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Maðurinn sem fékk á dögunum tólf ára fangelsisdóm fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til dauða konu hans heitir Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson. Innlent 18.12.2024 09:36
Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Draupnisgötu á Akureyri í kvöld. Tilkynning barst slökkviliði um hálftíuleytið. Innlent 17.12.2024 21:40
Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og fyrir fleiri brot gegn henni. Innlent 12.12.2024 18:09
Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. Innlent 12.12.2024 09:32
Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur. Innlent 11.12.2024 15:06
KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Ívera íbúðafélag, áður Heimstaden, hefur gengið frá samningum við dótturfélag KEA um kaup hins síðarnefnda á um 120 íbúðum Íveru á Akureyri. Kaupverð eignanna er rúmir 5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 11.12.2024 14:21
Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður sinni um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl. Innlent 9.12.2024 15:27
Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft. Innlent 7.12.2024 20:40
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. Innlent 5.12.2024 22:53
Kjálkabraut mann með einu höggi Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir líkamsárás. Hann játaði að hafa veitt brotaþola eitt hökk í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, ein tönn datt úr honum og önnur losnaði. Innlent 5.12.2024 14:05
Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sögur frá undarlegri heimsókn Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri halda áfram að berast en skólameistari VMA segir formann flokksins hafa spurt nemendur hvort hann mætti koma með þeim inn í kennslustund. Þá hafi myndbirting hans í gærkvöldi komið flatt upp á pilta sem stilltu sér upp fyrir sjálfu með honum fyrr um daginn. Innlent 21.11.2024 21:36
„Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. Innlent 21.11.2024 19:33
SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sundsamband Íslands hefur sent frá sér niðurstöður úr skýrslu um sundlaugarmannvirki á Íslandi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni. Sport 21.11.2024 18:15
Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ Innlent 20.11.2024 21:38
Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Innlent 20.11.2024 19:48
Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Samkvæmt reglugerð nr. 1111/2020 um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa er hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) skýrt. Skoðun 19.11.2024 13:15
EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust. Neytendur 18.11.2024 15:54
Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Stúdentafélag Háskólans á Akureyri heldur í dag, með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta, pallborðsumræður með fulltrúum íslenskra stjórnmálaflokka. Umræðurnar bera nafnið „Hvað á ég að kjósa?“ Innlent 15.11.2024 11:32
KS við það að kaupa B. Jensen Kaupfélag Skagfirðinga er sagt í þann mund að kaupa B. Jensen. Viðskipti innlent 14.11.2024 22:58
Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar hófst í gær en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025. Þrátt fyrir hvassviðri tókst flugmönnum easyJet að lenda vélinni örugglega. Viðskipti innlent 13.11.2024 10:43
Flug til framtíðar Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi. Skoðun 13.11.2024 06:47
Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Rétt eftir klukkan ellefu í kvöld mældist hitinn á Akureyri í 22,3 gráðum og það um miðjan nóvember. Klukkan tíu var talan 21,4 gráður, og klukkutíma áður einni gráðu lægri. Veður 11.11.2024 23:24
Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Slökkvilið og lögregla á Akureyri vinna nú að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í iðnaðarhúsnæði í Kálfagerði. Innlent 8.11.2024 18:24
Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur hafið stækkun tveggja gagnavera félagsins á Íslandi, ICE02 í Reykjanesbæ og ICE03, á Akureyri. Viðskipti innlent 7.11.2024 13:11
Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri Enginn slasaðist þegar vinnuvél valt af stalli við hlið kirkjutrappanna neðan við Akureyrarkirkju og langt út á Kaupvangsstræti fyrir hádegi í dag. Stjórnandi vélarinnar slapp með skrekkinn. Innlent 29.10.2024 14:23
Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Innlent 29.10.2024 00:01
Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Fimmtíu strákar um tvítugt mættu í hamborgaraveislu í Giljahverfinu á Akureyri laugardaginn 15. júní í sumar. Stemmningin var ekki eins og ætla mætti í tvítugsafmæli á laugardegi sökum fjarveru afmælisbarnsins sem lést í hörmulegu slysi tveimur vikum fyrr. Vinamargs gleðigjafa var sárt saknað og er enn. Innlent 28.10.2024 06:01
Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Samtökunum '78 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði. Innlent 25.10.2024 14:29