Eyjafjarðarsveit

Fréttamynd

Risa kýr í smíðum í Eyjafirði

Risa kýr er nú í smíðum á Kristnesi í Eyjafirði en það er hún Edda, sem er þrír metrar á hæð og fimm metra löng, smíðuð úr tveimur tonnum af járni. Edda verður til sýnis í Eyjafirði þegar smíði hennar verður lokið.

Innlent
Fréttamynd

Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar

Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins.

Innlent
Fréttamynd

Skógarböðin opna ekki fyrr en allt er klárt

Það styttist í að Skógarböðin við Akureyri verði tekin í gagnið eftir miklar framkvæmdir í vetur. Búið er að prufukeyra böðin sem verða þó ekki opnuð fyrr en allt er klárt. Eigendurnir vilja ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veiruskita herjar á kýr

Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú.

Innlent
Fréttamynd

Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins

Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Hiti við 20 gráður fyrir norðan

Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norður­landi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veður­stofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skaga­firðinum og á torfum í Eyja­firði.

Innlent
Fréttamynd

Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi

Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki

Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki.

Innlent
Fréttamynd

Aflétta rýmingu fyrir Gilsá 1 og 2

Áhætta á svæðinu við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hefur minnkað og hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta rýmingu sem var í gildi fyrir bæina Gilsá 1 og Gilsá 2.

Innlent
Fréttamynd

Sex smit rakin til morgunsunds á Hrafnagili

Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku.

Innlent