Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar

Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði.

Innlent
Fréttamynd

Smitin í Eyjum orðin 51

Fjórir Eyjamenn til viðbótar hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni og eru einstaklingar með staðfest smit því orðnir 51 í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Skipverjarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni

Sýni hafa verið tekin af sjö af þeim 17 skipverjum á togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 sem höfðu glímt við veikindi. Togarinn kom að landi í Vestmannaeyjum seint í gærkvöldi en tuttugu voru um borð í skipinu en þrír voru sagðir mikið veikir.

Innlent
Fréttamynd

17 af 20 veikir í togara í Eyjum

Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttaleikir í borginni eina sem er talið tengja smit í Eyjum

Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið.

Innlent