Vestmannaeyjar

Fréttamynd

„Það er greini­lega bara eitt­hvað djók að nauðga“

Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu.

Innlent
Fréttamynd

Margir urðu brekkunni að bráð

Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 

Innlent
Fréttamynd

Eyði­lögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu

Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um.

Innlent
Fréttamynd

Helgin fór prýði­lega fram í Eyjum

Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni

Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum.

Innlent
Fréttamynd

Helgi er fundinn heill á húfi

Helgi Ingimar Þórðarson sem hefur verið saknað frá því snemma í morgun er fundinn heill á húfi. Umfangsmikil leit að honum hefur staðið yfir í dag og hefur lögreglan og björgunarsveitarmenn komið að henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og björgunarbáturinn Þór sömuleiðis ræstur út.

Innlent
Fréttamynd

Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið

Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla lýsir eftir Helga

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni. Helgi er 21 árs gamall, 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænan bomberjakka.

Innlent
Fréttamynd

Kom úr sundi að brotnu tjaldinu

„Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt.

Innlent
Fréttamynd

Fimm í fanga­klefa þegar mest lét í Eyjum

Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar öllu veðri vanir

Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að útlitið sé mjög gott fyrir komandi helgi. Það sé þegar mikil stemning í bænum og í kvöld og um helgina verði stemningin komin í dalinn. Hann segir að við séum Íslendingar og öllu vön, og því skipti ekki öllu máli hvernig veðrið er.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin mætt til Eyja

Halla Tómasdóttir forseti lét sig ekki vanta á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók á móti forsetahjónunum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og leiddi þau um svæðið í Herjólfsdal.

Lífið
Fréttamynd

Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir við­vörun

Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­há­tíð í Eyjum fagnar 150 ára af­mæli

Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert.

Skoðun
Fréttamynd

Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu

Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar

Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum.

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með 15 þúsund manns í Herjólfs­dal

Spenna og eftirvænting fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vex og vex með hverjum deginum en formaður þjóðhátíðarnefndar reiknar með 15 þúsund manns í dalinn. Bekkjabílar verða á sínum stað og efnt verður til búningakeppni í tilefni af 150 ára afmæli þjóðhátíðar.

Innlent