Vestmannaeyjar Hafa ekki fundið árásarmennina í Eyjum Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að mál tveggja manna sem urðu fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð séu ennþá í rannsókn. Enginn sé grunaður eins og er. Innlent 21.8.2024 13:30 Líf og fjör þegar lundapysjum var sleppt út á haf Líf og fjör var um borð í Herjólfi í gær, þegar fjölskyldur úr Vestmannaeyjum drógu lundapysjur upp úr kössum og slepptu þeim á haf út. Pysjutímabilið hefst yfirleitt í seinnihluta ágúst í Eyjum, þegar pysjur leita inn í bæinn og villast út á götur og inn í garða. Lífið 21.8.2024 12:45 „Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. Innlent 16.8.2024 23:41 „Viðbrögð lögreglu óásættanleg“ eftir líkamsárás á Þjóðhátíð Foreldrar tveggja ungra manna sem urðu hvor fyrir sig fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð segja viðbrögð lögreglunnar í kjölfar árásanna óásættanleg. Hvorugur þeirra var sendur á spítala til frekari aðhlynningar, þrátt fyrir að bera augljós merki um alvarlega áverka. Enga skýrslu um árásirnar var að finna í skrám lögreglunnar. Innlent 15.8.2024 20:41 Allt svo snyrtilegt við höfnina í Vestmannaeyjum Miklar endurbætur hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum þar sem áhersla er lögð á snyrtimennsku og virðingu við gamla tímann með allskonar nýjungum. Innlent 11.8.2024 20:31 Gengur ekki að fólk sé að rústa húsum á Þjóðhátíð Íbúi í Vestmannaeyjum kom að heimili sínu í rúst eftir að hafa leigt það út til tíu ungra manna á Þjóðhátíð í ár. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir mörg ár síðan hann hafi séð frágang í húsi svo slæman eftir Þjóðhátíð. Innlent 10.8.2024 12:09 Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. Innlent 9.8.2024 21:49 Á hækjum eftir tæklingu í brekkunni á Þjóðhátíð Í vætunni á sunnudagskvöld í Vestmannaeyjum runnu fjölmargir Þjóðhátíðargestir niður brekkuna í Herjólfsdal í drullusvaðinu sem myndaðist þar. Sumir renndu sér niður viljandi og slösuðu jafnvel grunlausa gesti sem skemmtu sér í brekkunni. Innlent 9.8.2024 19:07 Aðkomumaður ráfaði inn í hús á Þjóðhátíð og lýsti eftir húsráðanda „Sonur minn var á Þjóðhátíð í Eyjum og hann langar til að finna út í hvaða hús hann fór óvart í og sofnaði í sófa (minnir hann) því hann er miður sín og langar til að afsaka sig innilega.“ Lífið 7.8.2024 17:14 „Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“ Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Innlent 7.8.2024 12:20 Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Skoðun 7.8.2024 11:00 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. Innlent 6.8.2024 11:52 Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. Innlent 5.8.2024 16:47 Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. Innlent 5.8.2024 13:53 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. Innlent 4.8.2024 19:37 Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum. Innlent 4.8.2024 16:52 Helgi er fundinn heill á húfi Helgi Ingimar Þórðarson sem hefur verið saknað frá því snemma í morgun er fundinn heill á húfi. Umfangsmikil leit að honum hefur staðið yfir í dag og hefur lögreglan og björgunarsveitarmenn komið að henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og björgunarbáturinn Þór sömuleiðis ræstur út. Innlent 4.8.2024 14:38 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til aðstoðar við leitina Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar við leitina að hinum tvítuga Helga Ingimar Þórðarsyni í Vestmannaeyjum sem hefur verið saknað síðan snemma í morgun. Innlent 4.8.2024 13:25 Björgunarbátur ræstur út til leitar að Þjóðhátíðargesti Leit stendur yfir í Vestmannaeyjum að Helga Ingimar Þórðarsyni en hans hefur verið saknað síðan snemma í morgun. Björgunarbáturinn Þór hefur verið ræstur út til leitar á sjó. Innlent 4.8.2024 11:50 Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. Innlent 4.8.2024 10:59 Lögregla lýsir eftir Helga Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni. Helgi er 21 árs gamall, 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænan bomberjakka. Innlent 4.8.2024 10:10 Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. Innlent 3.8.2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. Innlent 3.8.2024 15:51 Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. Innlent 3.8.2024 11:08 Íslendingar öllu veðri vanir Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að útlitið sé mjög gott fyrir komandi helgi. Það sé þegar mikil stemning í bænum og í kvöld og um helgina verði stemningin komin í dalinn. Hann segir að við séum Íslendingar og öllu vön, og því skipti ekki öllu máli hvernig veðrið er. Innlent 2.8.2024 23:35 Forsetahjónin mætt til Eyja Halla Tómasdóttir forseti lét sig ekki vanta á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók á móti forsetahjónunum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og leiddi þau um svæðið í Herjólfsdal. Lífið 2.8.2024 19:19 Sex sérsveitarmenn í Eyjum og lagt hald á tvo hnífa Húkkaraballið fór fram í gærkvöldi í Vestmannaeyjum og gekk kvöldið prýðilega vel fyrir utan minniháttar slagsmál og óspektir að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum. Innlent 2.8.2024 16:43 Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir viðvörun Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir. Innlent 2.8.2024 12:03 Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Skoðun 2.8.2024 07:31 Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. Lífið 2.8.2024 07:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 32 ›
Hafa ekki fundið árásarmennina í Eyjum Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að mál tveggja manna sem urðu fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð séu ennþá í rannsókn. Enginn sé grunaður eins og er. Innlent 21.8.2024 13:30
Líf og fjör þegar lundapysjum var sleppt út á haf Líf og fjör var um borð í Herjólfi í gær, þegar fjölskyldur úr Vestmannaeyjum drógu lundapysjur upp úr kössum og slepptu þeim á haf út. Pysjutímabilið hefst yfirleitt í seinnihluta ágúst í Eyjum, þegar pysjur leita inn í bæinn og villast út á götur og inn í garða. Lífið 21.8.2024 12:45
„Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. Innlent 16.8.2024 23:41
„Viðbrögð lögreglu óásættanleg“ eftir líkamsárás á Þjóðhátíð Foreldrar tveggja ungra manna sem urðu hvor fyrir sig fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð segja viðbrögð lögreglunnar í kjölfar árásanna óásættanleg. Hvorugur þeirra var sendur á spítala til frekari aðhlynningar, þrátt fyrir að bera augljós merki um alvarlega áverka. Enga skýrslu um árásirnar var að finna í skrám lögreglunnar. Innlent 15.8.2024 20:41
Allt svo snyrtilegt við höfnina í Vestmannaeyjum Miklar endurbætur hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum þar sem áhersla er lögð á snyrtimennsku og virðingu við gamla tímann með allskonar nýjungum. Innlent 11.8.2024 20:31
Gengur ekki að fólk sé að rústa húsum á Þjóðhátíð Íbúi í Vestmannaeyjum kom að heimili sínu í rúst eftir að hafa leigt það út til tíu ungra manna á Þjóðhátíð í ár. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir mörg ár síðan hann hafi séð frágang í húsi svo slæman eftir Þjóðhátíð. Innlent 10.8.2024 12:09
Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. Innlent 9.8.2024 21:49
Á hækjum eftir tæklingu í brekkunni á Þjóðhátíð Í vætunni á sunnudagskvöld í Vestmannaeyjum runnu fjölmargir Þjóðhátíðargestir niður brekkuna í Herjólfsdal í drullusvaðinu sem myndaðist þar. Sumir renndu sér niður viljandi og slösuðu jafnvel grunlausa gesti sem skemmtu sér í brekkunni. Innlent 9.8.2024 19:07
Aðkomumaður ráfaði inn í hús á Þjóðhátíð og lýsti eftir húsráðanda „Sonur minn var á Þjóðhátíð í Eyjum og hann langar til að finna út í hvaða hús hann fór óvart í og sofnaði í sófa (minnir hann) því hann er miður sín og langar til að afsaka sig innilega.“ Lífið 7.8.2024 17:14
„Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“ Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Innlent 7.8.2024 12:20
Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Skoðun 7.8.2024 11:00
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. Innlent 6.8.2024 11:52
Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. Innlent 5.8.2024 16:47
Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. Innlent 5.8.2024 13:53
Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. Innlent 4.8.2024 19:37
Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum. Innlent 4.8.2024 16:52
Helgi er fundinn heill á húfi Helgi Ingimar Þórðarson sem hefur verið saknað frá því snemma í morgun er fundinn heill á húfi. Umfangsmikil leit að honum hefur staðið yfir í dag og hefur lögreglan og björgunarsveitarmenn komið að henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og björgunarbáturinn Þór sömuleiðis ræstur út. Innlent 4.8.2024 14:38
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til aðstoðar við leitina Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar við leitina að hinum tvítuga Helga Ingimar Þórðarsyni í Vestmannaeyjum sem hefur verið saknað síðan snemma í morgun. Innlent 4.8.2024 13:25
Björgunarbátur ræstur út til leitar að Þjóðhátíðargesti Leit stendur yfir í Vestmannaeyjum að Helga Ingimar Þórðarsyni en hans hefur verið saknað síðan snemma í morgun. Björgunarbáturinn Þór hefur verið ræstur út til leitar á sjó. Innlent 4.8.2024 11:50
Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. Innlent 4.8.2024 10:59
Lögregla lýsir eftir Helga Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni. Helgi er 21 árs gamall, 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænan bomberjakka. Innlent 4.8.2024 10:10
Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. Innlent 3.8.2024 19:35
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. Innlent 3.8.2024 15:51
Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. Innlent 3.8.2024 11:08
Íslendingar öllu veðri vanir Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að útlitið sé mjög gott fyrir komandi helgi. Það sé þegar mikil stemning í bænum og í kvöld og um helgina verði stemningin komin í dalinn. Hann segir að við séum Íslendingar og öllu vön, og því skipti ekki öllu máli hvernig veðrið er. Innlent 2.8.2024 23:35
Forsetahjónin mætt til Eyja Halla Tómasdóttir forseti lét sig ekki vanta á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók á móti forsetahjónunum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og leiddi þau um svæðið í Herjólfsdal. Lífið 2.8.2024 19:19
Sex sérsveitarmenn í Eyjum og lagt hald á tvo hnífa Húkkaraballið fór fram í gærkvöldi í Vestmannaeyjum og gekk kvöldið prýðilega vel fyrir utan minniháttar slagsmál og óspektir að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum. Innlent 2.8.2024 16:43
Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir viðvörun Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir. Innlent 2.8.2024 12:03
Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Skoðun 2.8.2024 07:31
Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. Lífið 2.8.2024 07:00