Hrunamannahreppur

Fréttamynd

Sér­stakt hve áköf um­ræðan um laun sveitar­stjóra sé orðin

Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi.

Innlent
Fréttamynd

Al­dís fær 1,78 milljón á mánuði og 217 þúsund króna aksturs­styrk

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,78 milljónir í mánaðarlaun og akstursstyrk upp á 217 þúsund samkvæmt oddvita hreppsins. Aldís var bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár en náði ekki inn í kosningunum í vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta. Fulltrúar Hrunamannahrepps heyrðu í henni í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Betri tækifæri til fjarvinnu og fjarnáms á landsbyggðinni

Í blómlegu samfélagi eins og í Hrunamannahrepp þurfum við að velta fyrir okkur hvað við getum gert til þess að laða nýtt fólk til okkar og gera vel við íbúa sem búa hér fyrir. Það er grundvallarréttur hjá okkur eins og öðrum landsmönnum að það sé jöfn búsetuskilyrði í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna

Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu

Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri.

Innlent
Fréttamynd

Hjarta Geirs hætti að slá í hjóla­ferð í Hruna­manna­hreppi

Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. 

Innlent
Fréttamynd

Ók of nærri næsta bíl og sveigði yfir á rangan vegarhelming

Karlmaður á tíræðisaldri sem lést í kjölfar umferðarslyss í Hrunamannahreppi sumarið 2020 ók bíl sínum of nálægt næsta bíl á undan. Hann gætti ekki að því þegar bíllinn á undan honum hægði á sér, ók yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug

Karlmaður hefur verið sýknaður af kynferðislegri áreitni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl í fyrra strokið um bert bak og læri konu, reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða í Hrunalaug í nágrenni við Flúðir. 

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra á glæsilegri hrútasýningu á Flúðum

Glæsileg tilþrif sáust í hrútaþukli í gær í reiðhöllinni á Flúðum þar sem hrútasýning Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna fór fram. Ráðherra í ríkisstjórninni fékk meira að segja kennslu í þukli. Rollubingóið vakti líka mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

Mikið vatn og stórir laxar

Stóra Laxá hefur ekki farið varhluta af þeim vatnavöxtum sem hrjáir veiðimenn á suður og vesturlandi síðustu daga en þrátt fyrir það er veiðimenn að setja í stóra laxa.

Veiði
Fréttamynd

Nóg um að vera í uppsveitum Árnessýslu

Mikill fjöldi fólks er nú í Uppsveitum Árnessýslu þó engin skipulögð dagskrá sé þar í gangi. Ferðamálafulltrúi svæðisins segir þrátt fyrir það sé mikla afþreyingu í boði fyrir fólk. Miklar þrumur og eldingar voru á svæðinu síðdegis í gær og í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefði getað farið mjög illa“

Mikið lán var að vanur björgunarsveitarmaður var staddur í anddyri sundlaugarinnar á Flúðum síðdegis í gær, þegar piltur á grunnskólaaldri festist í kafi undir stiga sundlaugarinnar og missti að lokum meðvitund.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið fyrir landsbyggðardeild Ljóssins

Það stendur mikið til í Hrunamannahreppi á morgun því um eitt hundrað hlauparar hafa skráð sig í Miðfellshlaupið, sem er hlaup til styrktar landsbyggðardeild Ljóssins. Allir hlauparar enda á Flúðum.

Innlent
Fréttamynd

8 ára „sauðfjárbóndi“ sem les Hrútaskrána

Þó hann sé ekki nema 8 ára er hann búin fyrir löngu að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Hér erum við að tala um Helga Fannar Oddsson á bænum Hrafnkelsstöðum við Flúðir, sem ætlar sér að verða sauðfjárbóndi. Hrútaskráin er uppáhalds bókin hans.

Innlent
Fréttamynd

Fylfullar hryssur geta frestað köstun

Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni.

Innlent