Reykjavík

Fréttamynd

Styttan af séra Frið­riki tekin niður

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Um lög­bann á fjöl­menningu

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti síðastliðinn þriðjudag lögbann á varanlega búsetu í JL húsinu. Þar hafa undanfarna mánuði búið umsækjendur um alþjóðlega vernd á vegum Reykjavíkuborgar, sem og erlendir starfsmenn verktakafyrirtækisins Eyktar sem á hluta húsnæðisins.

Skoðun
Fréttamynd

Um þriðjungur starfs­fólks farinn heim til Pól­lands

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. 

Innlent
Fréttamynd

Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar

Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum.

Innlent
Fréttamynd

Bið­staða á leikskólum -Fjölskylduland bjargar geð­heilsunni

Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg.

Skoðun
Fréttamynd

45.000 strætó­ferðir

Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur.

Skoðun
Fréttamynd

Vaktin: Ör­lög sak­borninganna 25 ráðast í dag

Dómsuppsaga í Bankastrætis Club-málinu, einu umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, hefst klukkan 08:30 í dag. 25 sakborningar verða þá ýmist sakfelldir eða sýknaðir og hljóta refsingu eftir atvikum. Fylgst verður með gangi mála hér í vaktinni.

Innlent
Fréttamynd

Telur galla í hönnun Foss­vogs­brúarinnar

Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíu­leika

Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana.

Lífið
Fréttamynd

Ráð­gjafa- og skýrslu­kaup borgarinnar komin úr böndum

Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum.

Skoðun
Fréttamynd

Koma upp neyslurými í einingahúsum

Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 

Innlent
Fréttamynd

Einn ók á ljósa­staur sem féll á annan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna umferðarslyss á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur, með þeim afleiðingum að staurinn féll ofan á aðra bifreið.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur við Sæ­braut

Tveggja bíla árekstur varð nú á áttunda tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Er Sæbraut lokuð til austurs á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilis­lausa

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tóku mann og losnuðu svo ekki við hann

Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur.

Innlent