Reykjavík

Fréttamynd

Fólk leggi of oft eins og Tjokkó

Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. 

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur í Ártúnsbrekkunni

Árekstur varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en um minniháttar meiðsli er að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Aron selur glæsiíbúð með öllu inn­búinu

AP24 ehf. félag í eigu Arons Pálmarssonar handboltakappa og fyrirliða íslenska karlalandsliðsins, hefur auglýst 101 fermetra íbúð við Austurhöfn í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 134,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Katrín ekki lengur þing­maður

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 

Innlent
Fréttamynd

Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum. 

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar undra sig á skerðingu opnunar­tíma sund­lauga

Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða.

Innlent
Fréttamynd

Fór út með hundinn og var rændur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tveir menn réðust á mann sem var út að ganga með hundinn sinn og rændu hann verðmætum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin hafi ekki nema sólar­hring til að ráða ráðum sínum

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum.

Innlent
Fréttamynd

Glæsi­legt rað­hús Ragn­heiðar til sölu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 

Lífið
Fréttamynd

Ógnaði fólki með hnífi og lét sig hverfa

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um mann sem hafði hótað fólki með hnífi í hverfi 108. Sá var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. 

Innlent
Fréttamynd

Fara beint í frí­stund eftir leik­skóla­út­skrift í júní

Foreldrum fimm og sex ára barna í sautján leikskólum í Reykjavíkur var tilkynnt í gær að þau fái uppsögn á sínu leikskólaplássi fyrir 30. apríl og að uppsögn taki gildi 10. júní. Börnum þeirra verður í staðinn boðið pláss í frístund í þeim grunnskólum sem þau eiga að hefja grunnskólagöngu sína í næsta haust. 

Innlent
Fréttamynd

Bíll og bíl­skúr loguðu á sama tíma

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bíls annars vegar og bílskúrs hins vegar sem loguðu á sama tíma hvor í sínum hluta borgarinnar í kvöld. Engan sakaði á hvorugum staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna

Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Gripa­geymsla ríkis og Reykja­víkur

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í fyrradag breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19, 21 og 23, sem við þekkjum betur sem gamla bandaríska sendiráðið. Þar er verið að skipuleggja húsnæði sem hæfir ekki fólki og allra síst fólki í viðkvæmri stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Halda á­formum um fram­tíð MÍR til streitu eftir dóm

Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan.

Innlent
Fréttamynd

Hlíft við tæki­færum

Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk.

Skoðun