Reykjavík

Fréttamynd

Mennirnir tóku annan starfs­mannanna háls­taki

Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil gleði þegar Bergur komst í mark

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum.

Innlent
Fréttamynd

Takk fyrir vettlingana!

Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað varð um sam­veruna?

Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða.

Skoðun
Fréttamynd

Ellý snýr aftur vegna fjölda á­skorana

Söngleikurinn Ellý, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellýjar Vilhjálms, snýr aftur á stóra svið Borgarleikhússins í takmarkaðan tíma. 

Lífið
Fréttamynd

Mót­mælendur fengu ó­væntan lið­styrk frá Hollywood

Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Inn­sigla B5 að kröfu Skattsins

Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jóns­son

Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði  kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að  sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið.

Innlent
Fréttamynd

Fá­gæt og fal­leg eign við Flóka­götu

Við Flókagötu 43 má finna glæsilega 159 fermetra sérhæð á tveimur hæðum, þar af ris sem er undir súð, í reisulegu steinhúsi sem var byggt árið 1945. Húsið er teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 140 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Niðri fyrir vegna Út­laganna

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, er á meðal þeirra sem fussar og sveiar yfir óvæntri og óútskýrðri gullhúðun á styttunni Útlagar við Melatorg í Reykjavík. Sagnfræðingur bendir á að málningin muni veðrast strax af.

Innlent
Fréttamynd

Grínari selur í­búð í Vestur­bænum

Grínistinn Jakob Birgisson og Sólveig Einarsdóttir hafa sett íbúð þeirra við Öldugötu í Vesturbænum á sölu. Jakob segist muna kveðja íbúðina og góða nágranna með trega.

Lífið
Fréttamynd

Út­lagar spreyjaðir gylltir

Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa.

Innlent
Fréttamynd

Skemmti­ferða­skip um tíu metrum frá strandi við Við­ey

Litlu mátti muna að illa færi þegar skemmtiferðarskip lagði úr Sundahöfn í Reykjavík 26. maí árið 2023. Mikill vindhraði gerði það að verkum að stjórnendur misstu stjórn á skipinu. Um er að ræða skipið Norweigian Prima, sem siglir undir flaggi Bahamaeyja. Skipið er 140.000 tonn og um 300 metrar á lengd.

Innlent
Fréttamynd

Lekker hæð lista­konu til sölu

Listakonan Þórunn Hulda Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar Finnur Bjarnason hafa sett fallega hæð með sérinngangi við Gnoðarvog á sölu. Húsið var byggt árið 1960. Ásett verð er 110,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stofnaði lífi átta manna í hættu „í á­bata­skyni og á ó­fyrir­leitinn hátt“

Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í gámi við Sunda­bakka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 11:20 í dag eftir að eldur kom upp í gámi á gámasvæði við Sundabakka í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Mikill reykur þegar kviknaði í ein­angrunar­plasti

Mikill reykur myndaðist á byggingarsvæði við Sigtún, á Blómavalsreitnum svo kallaða, þegar það kviknaði í einangrunarplasti í morgun. Vel gekk að slökkva eldinn en starfsmenn byggingarsvæðisins voru að mestu búin að slökkva þegar slökkvilið kom á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Suzuki mun flytja inn í höll Björg­ólfs

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi í síðasta mánuði einbýlishús sitt að Vesturbrún 22 í Laugardalnum til sendiráðs Japans. Kaupverðið er 540 milljónir króna og var fasteignin afhent í síðasta mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Þátt­taka nem­enda í „verk­föllum“ skráð sem „ó­heimil fjar­vist“

Þátttaka reykvískra grunnskólabarna í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma skal afgreidd sem „óheimil fjarvist“ og vera skráð sem slík. Á sama tíma er eitt af leiðarljósum menntastefnu borgarinnar „barnið sem virkur þátttakandi“ þar sem virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi er talin mikilvæg leiðarljós í menntastefnu.

Innlent