Reykjavík

Fréttamynd

Hreint vatn frá Heið­mörk til fram­tíðar

Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Heiða Björg hættir sem for­maður SÍS

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara.

Innlent
Fréttamynd

Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið

Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn.

Innlent
Fréttamynd

Skip­brot Reykja­víkur­borgar

Á þriggja til fjögurra ára fresti skipast veður í lofti þar sem vindar almennings ákvarða stefnu skipsins að nýju. Þjóðinni er lofuð búbót, endurbótum á stefni skipsins og nýjum seglum sjái fólk sér fært að blása skipinu til vinstri eða hægri hverju sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið

Eigendur Hvítabandsins, húss við Skólavörðustíg 37, óskuðu eftir breytingu á deiliskipulagi til að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti nema með viðbættum kjallara og nýrri útfærslum á kvistum. Skipulagsfulltrúi hafnaði þeirri ósk vegna menningarlegs, sögulegs og listræns gildis hússins.

Innlent
Fréttamynd

Móðir marin á kálfum eftir á­rás ung­menna í Mjódd

Móðir á fertugsaldri ætlar að halda sig frá Mjóddinni eftir að strákagengi skaut flugeld í kálfa hennar um hábjartan dag. Konan kærði drenginn eftir skítkast hans í hennar garð. Hegðun á borð við þessa yrði að hafa einhverjar afleiðingar.

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur

Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar, en fimmtíu þúsund krónur voru teknar í ráninu. 

Innlent
Fréttamynd

Hótað með hníf og rændur í mið­bænum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þar var árásarþola hótað með hníf á meðan ránið var framið. Lögreglan segir málið í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti Ís­lands­meistarinn í fjór­tán ár

Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn.

Lífið
Fréttamynd

Við mót­mælum ný­byggingum í Neðra Breið­holtinu

Fólkið í Neðra Breiðholtið mótmælir stúdentaíbúðum sem er verið að fara að byggja þar sem nú er leiksvæði barnanna í hverfinu. Það er verið að skemma túnið fyrir krökkunum að leika sér úti. Þar er núna m.a. hoppubelgur og brekka þar sem hægt er að renna sér á veturna.

Skoðun
Fréttamynd

Mál Breiðholtsskóla á borði mennta­mála­ráð­herra

Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að þvinga mann til að taka úr hrað­banka

Tilkynnt var í dag um tvo einstaklinga sem reyndu að þvinga þann þriðja til að taka pening úr hraðbanka. Atvikið átti sér stað á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglunnar voru þessir tveir aðilar farnir þegar lögreglu bar að.

Innlent
Fréttamynd

Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri

Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðar­máli Ís­lands­sögunnar

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun

Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Einn hand­tekinn til við­bótar í mann­dráps­máli

Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hrökklaðist úr borgar­stjórn vegna pressu frá for­manninum

Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 

Innlent
Fréttamynd

Skyndi­legur brott­rekstur kornið sem fyllti mælinn

Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi.

Innlent
Fréttamynd

Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið

Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu.

Innlent