Reykjavík

Fréttamynd

75 leik- og grunn­skóla­börn í Reykja­vík smituð

Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna.

Innlent
Fréttamynd

Sá látni var sjúklingur á Landakoti

Sá sem lést af völdum Covid-19 á síðasta sólarhring var sjúklingur á Landakoti. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið

Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni

Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári

Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár.

Innlent
Fréttamynd

TBR opnar dyrnar með ströngum reglum

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit.

Innlent