Reykjavík

Fréttamynd

Fundu hníf á vettvangi slagsmála

Í gærkvöldi var lögregla kölluð út vegna slagsmála fyrir utan íbúðahús í miðbænum. Þegar hana bar að garði hafði ástandið róast en lagt var hald á hníf sem fannst á vettvangi. Þetta segir í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða

ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á.

Innlent
Fréttamynd

Bull borgaryfirvalda

Velferðaryfirvöld sendu frá sér yfirlýsingu um daginn þar sem þau fullyrtu að borgin stæði sig óaðfinnanlega í þjónustu sinni við fatlað fólk á sama tíma og hún tapaði máli í héraðsdómi vegna rolugangs við þjónustu fatlaðra!

Skoðun
Fréttamynd

Tíðindalítið hjá lögreglu fyrstu nótt takmarkana

Greina má gríðarlegan mun á dagbók lögreglu frá því í nótt samanborið við aðfaranótt sunnudags í síðustu viku. Samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og lokuðu skemmtistaðir klukkan 11 og þurftu allir að vera komnir út fyrir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði

Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust.

Innlent
Fréttamynd

Höfnuðu á ljósastaur og sökuðu hvor annan um að hafa ekið bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur tilkynningum um innbrot í póstnúmeri 105 í Reykjavík með fjórtán mínútna millibili í gærkvöldi. Þá voru ökutæki stöðvuð víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur er um að ökumaður hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu eftir að smit greindist hjá starfs­manni

Húsgagnaversluninni Módern var lokað í dag eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum starfsmanni verslunarinnar. Verða allir starfsmenn fyrirtækisins sem hafa ekki verið í sumarfríi síðustu vikuna sendir í skimun vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Eftirlýstur fannst við að brjótast inn í bíla

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Tilkynnt var um líkamsárás og þjófnað í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur en vitað er hver gerandinn er og er málið nú í rannsókn. Hin líkamsárásin varð einnig í miðbænum en tveir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar. 

Innlent
Fréttamynd

Skólastarf verður í Fossvogi í vetur

Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil aukning í innbrotum og eignaspjöllum milli mánaða

Hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu voru 955 í júní samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það er fjölgun frá síðasta mánuði. Tilkynningum um innbrot og eignaspjöll hefur fjölgað mikið en ofbeldisbrotum hefur fækkað.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í bifreið

Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Öll sýni neikvæð á Grund

Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán og hópárás í miðbænum

Upp úr klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um vopnað rán í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður hafði ógnað starfsmanni með brotinni glerflösku og rænt peningum. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að en fannst seinna um kvöldið.

Innlent