Reykjavík

Fréttamynd

Barn ók leigu­bíl í leyfis­leysi

Myndskeið af ungu barni aka leigubíl um götur Breiðholts hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Lögreglan segir málið unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Skál flytur úr mathöllinni

Veitingastaðurinn Skál sem hefur verið til húsa í mathöllinni á Hlemmi verður fluttur á næstunni að Njálsgötu 1. Skál hefur verið mjög vinsæll síðustu árin og hlaut meðal annars Bib Gourmand-viðurkenningu Michelin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein­stakar ljós­myndir úr Sund­höll Reykja­víkur í gegnum tíðina

Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg á sér langa sögu sem nær aftur til fjórða áratugs seinustu aldar. Um áratugaskeið var Sundhöllin helsta kennslu- og æfingalaug Reykjavíkur og í gegnum tíðina hefur laugin eignast óteljandi fastakúnna sem þangað koma til að fá sér sundsprett, rækta líkama og sál og ræða þjóðmálin til mergjar í heita pottinum.

Lífið
Fréttamynd

Yngstu börnin inn­rituð í Garða­bæ og Mos­fells­bæ

Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Nýjar vís­bendingar í áratugagömlu ís­lensku morð­máli

Ný vitni hafa stigið fram í áratugagömlu óupplýstu morðmáli sem vakti mikinn óhug meðal þjóðarinnar. Sigursteinn Másson, sem nú hefur einnig fengið aðgang að öllum rannsóknargögnum lögreglunnar varpar nýju ljósi á málið í nýrri þáttaröð sem hefur göngu sína í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Dældu skemmdri dísel­olíu á bíla sína

Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini.

Neytendur
Fréttamynd

Fyrsta skemmti­ferða­skip ársins komið til landsins

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Um er að ræða breska skipið Ambition. 258 skipakomur eru áætlaðar í ár sem er örlítil fækkun frá því á síðasta ár þegar metfjöldi farþegaskipa kom til landsins. Markaðsstjóri segir nú frekar horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur af ferðamönnum frekar en að fjölga þeim. 

Innlent
Fréttamynd

Davíð lofaði bót og betrun en hélt upp­teknum hætti

Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu.

Innlent
Fréttamynd

Kú­vending eftir grjót­kastið við Stjórnar­ráðs­húsið

„Það er auðvitað ekkert sérstaklega góð tilfinning að hafa ekki fullkomna stjórn á aðstæðum. En það er hlutverk lögreglu að koma inn í aðstæður þar sem ekki er stjórn á hlutunum, og reyna með einhverjum tiltækum ráðum að ná þeirri stjórn. Og við litum á það sem verkefnið, í öllum þessum tilvikum, að ná þessari stjórn.“

Innlent
Fréttamynd

Skólaliði grunaður um að mynda börn í búnings­klefa

Mál starfsmanns Laugarnesskóla í Reykjavík, sem handtekinn var um miðjan október síðastliðinn, er komið á borð ákærusviðs. Hann starfaði sem skólaliði við skólann og er grunaður um kynferðisbrot með því að taka myndir í búningsklefa ungra drengja.

Innlent
Fréttamynd

Hjálpaði manni að losa bílinn og réðst á hann

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Svo virðist sem upp úr hafi soðið á bílastæði eftir að maðurinn hjálpaði öðrum að losa bíl sem hann hafði fest í snjó.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta al­þjóð­lega barokkhátíðin í Reykja­vík

Reykjavík Early Music Festival er nafnið á nýrri tónlistarhátíð sem haldin verður í Hörpu í næstu viku dagana 26.-28. mars. Fram munu koma íslenskir og erlendir flytjendur sem sérhæfa sig í upprunaflutningi barokktónlistar. Meðal þeirra sem koma fram er fiðlustjarnan Rachel Podger, sem heldur einnig meistaranámskeið fyrir tónlistarnemendur.

Menning
Fréttamynd

Ráðist á nemanda Valhúsaskóla í Haga­skóla

Lögregla hefur líkamsárás á sameiginlegu skólaballi Valhúsaskóla og Hagaskóla, sem haldið var í síðarnefnda skólanum í gærkvöldi, til rannsóknar. Óttast var að nemandi við Valhúsaskóla hefði handleggsbrotnað eftir árásina en við nánari skoðun reyndist það ekki rétt.

Innlent
Fréttamynd

Tímamótavika hjá Bjögga Takefusa og Sól­veigu

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. mars síðastliðinn. Auk þess hefur Sólveig sett sjarmerandi eign sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu.

Lífið