Reykjavík

Fréttamynd

Karókí brid­gespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar

Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman.

Innlent
Fréttamynd

Börn staðin að þjófnaði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gær þar sem börn reyndust hafa gerst sek um lögbrot. Í báðum tilvikum var um að ræða þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Heimurinn hrynji ekki þó tíma­lína raskist

Mennta- og barnamálaráðherra heldur fast í tímaáætlun þjóðarhallar og telur raunhæft að höllin muni rísa árið 2025. Kostnaður við uppbyggingu eru tæpir fimmtán milljarðar og skipting milli ríkis og borgar liggur ekki fyrir. Upphaflega sagðist Reykjavíkurborg eiga tvo milljarða til.

Innlent
Fréttamynd

Undarleg hljóð reyndust húsráðandi að berja svínakjöt með hamri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi vegna háværra dynkja sem bárust frá íbuð í hverfi 105. Þegar á vettvang var komið kom í ljóst að dynkirnir áttu sér eðlilegar skýringar. Húsráðandi var að berja svínakjöt með kjöthamri með tilheyrandi látum.

Innlent
Fréttamynd

Lands­réttur sneri sýknu­ van­hæfa dómarans við

Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Hatur­s­orð­ræða og um­sögn Reykja­víkur­borgar

„Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel.

Skoðun
Fréttamynd

Beit lögreglumann þegar afskipti voru höfð af honum

Einstaklingur var handtekinn grunaður um hótanir og líkamsárás í Hlíðum í Reykjavík. Beit sá lögreglumann þegar afskipti voru höfð af honum, af því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingurinn var í kjölfarið vistaður í fangageymslu í tengslum við rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Það er það sem maður óttast“

Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi.

Innlent
Fréttamynd

Galdurinn að lang­lífi: „Ég er búin að spila bridds í 60 ár“

Múlabær, dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja er 40 ára á árinu og í tilefni af því var slegið til heljarinnar samkvæmis í húsakynnum félagsins í Síðumúla í dag. Tugir nýta þjónustuna á hverjum degi en það þarf fleiri slík úrræði segir forstöðukona Múlabæjar. Notandi segir þjónustuna mjög góða.

Innlent
Fréttamynd

Gerði egg­vopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnar­lambinu

Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 

Innlent
Fréttamynd

Borgar­landið umdeilda sem stækkar við að minnka

Borgarland Reykjavíkurborgar mun minnka um 236 fermetra samþykki borgarráð nýtt deiluskipulag Sundlaugartúnsins í Vesturbæ borgarinnar. Engu að síður er ákvörðunin kynnt þannig að svokallað „opið borgarland“ muni með breytingunni stækka, þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi fyrir breytinguna gert ráð fyrir að um opið leiksvæði væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Mynd náðist óvænt af bófanum sem braust inn í bíl prófessorsins

Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, lenti í heldur í óskemmtilegri reynslu í vikunni. Ekki var sjón að sjá volvo-bifreið hennar þegar hún kom þar að nú um miðja vikuna. Búið var að smalla rúðu í bílnum og hafa allt fémætt úr bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Girðingarnar fjar­lægðar en lóðir stækkaðar

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið.

Innlent
Fréttamynd

Diego er mættur aftur

Ófáir tóku gleði sína á ný þegar Diego, einn frægasti köttur landsins mætti aftur á vaktina í verslun A4 í Skeifunni.

Lífið
Fréttamynd

Borgin boðar breytingar í Skeifunni: „Auðvitað þarf að laga þetta“

Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í breytingar á samgönguleiðum í Skeifunni þar sem allir þvælast fyrir öllum og gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir svæðið eftir að breytast mikið á næstu árum. Vegfarendur eru ekki par sáttir með stöðuna í dag og einn segist beinlínis hata Skeifuna.

Innlent
Fréttamynd

Um óhappatilvik að ræða

„Þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að leita upplýsinga hvort að það sé réttur fyrir hendi eð ekki,“ segir Óðinn Elísson, framkvæmdastjóri Fulltingis og sérfræðingur í skaðabótarétti í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir ráð­gjafa og eftir­lits­aðila axla á­byrgð á lekanum í Foss­vogs­skóla

Reykjavíkurborg hefur nú farið ítarlega yfir lekann sem varð í Fossvogsskóla þann 20.janúar síðastliðinn. Lekinn kom ekki frá þakinu heldur frá stóru rennunum sem eru áfastar þakkanti. Þetta kemur fram í bréfi sem Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg sendi á foreldra barna og starfsmenn Fossvogsskóla fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hvar verður þú 18. ágúst 2036?

Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni.

Skoðun